Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

151. fundur 13. ágúst 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lækjarbrekka 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805061Vakta málsnúmer

Lækjarbrekka 8, Steinstaðabyggð. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 1411565009 sækir, f.h Guðmundar Guðmundssonar kt. 121066-3789, Lækjarbrekku 8, um heimild til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Benedikt Björnssyni arkitekt. Uppdrættirnir eru dagsettir 12. maí 2006 og 12. júní 2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

2.Stóra-Holt - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806058Vakta málsnúmer

Stóra Holt í Fljótum landnúmer 146904. Gunnar Steingrímsson kt. 26055-75139, eigandi jarðarinnar Stóra Holts í Fljótum, sækir um leyfi til að byggja fjárhús og geldneytahús á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni kt 160444-4959. Uppdrættir dagsettir 26.05.2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

3.Neskot (146872) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806069Vakta málsnúmer

Neskot (146872) - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. júní sl. Jónas Þórðarson kt. 160867-4699 sækir með bréfi dagsettu 1.6.08 um, fh. Jóns Helga Guðmundssonar kt. 200547-3149, leyfi til að byggja tækjahús með sambyggðri gestaíbúð á jörðinni Neskoti. Framlagður yfirlits-afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrátturinn er dagsettur 2. júní 2008, í verki nr. 7469 og er númer uppdráttar S-101. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Jónasi Þórðarsyni kt. 160867-4699, dagsettir 27.5.08. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna Skagafjarðar dagsett 12.6.2008. Fornleifaverndar dagsett 21.7.2008 og Skipulagsstofnunar 10.7.2008. Erindið samþykkt.

4.Gauksstaðir lóð (207146) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808029Vakta málsnúmer

Gauksstaðir lóð (207146) - Umsókn um byggingarleyfi. Sveinfríður Á Jónsdóttir, kt. 080765-5339, þinglýstur lóðarhafi lóðar með landnúmerið 207146 úr landi Gauksstaða á Skaga, sækir um með bréfi dagsettu 8. ágúst sl. leyfi til að byggja við frístundahús á lóðinni. Framlagðir uppdrættir nr. A-101 í verki nr. 7334, gerðir á Stoð ehf.verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 11.8.2008. Erindið samþykkt.

5.Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806056Vakta málsnúmer

Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. júní sl., eftirfarandi bókað „Hjörleifur Herbertsson kt. 170243-3319 eigandi landspildu úr landi Þrastarlundar í Skagafirði, landnúmer 196067 sækir með bréfi dagsettu 11.6.08 um leyfi til þess að stofna byggingarreit fyrir aðstöðuhús á landinu, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7474, dags. 11. júní 2008. Einnig er óskað eftir leyfi til að byggja aðstöðuhús ásamt snyrtingu á byggingarreitnum, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dags. 11. júní 2008. Uppdrættirnir eru nr. A-101 í verki 7474. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.“ Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna, dagsett 11.8.2008, Skipulagsstofnunar dagsett 30.7.2008, Vegagerðarinnar dagsett 25.7.2008, Minjavarðar dagsett 21.7.2008 og heimild fyrir veglagningu dagsett 22. júlí 2008. Erindið samþykkt.

6.Freyjugata 48 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808010Vakta málsnúmer

Freyjugata 48, Sauðárkróki. Eygló Stefánsdóttir kt. 250269-3319, Freyjugötu 48, sækir um leyfi til að fjarlægja reykháf af íbúðarhúsi sínu við Freyjugötu 48 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

7.Hólavegur 5 (143470) - Umsókn um utanhússklæðningu

Málsnúmer 0808018Vakta málsnúmer

Hólavegur 5, Sauðárkróki. Steinn Ástvaldsson kt. 070348-3659 sækir, f.h. Svanfríðar Steinsdóttur kt 181026-3249 Hólavegi 5, um leyfi til að klæða utan íbúðarhús hennar að Hólavegi 5 með Steni klæðningu. Klæðningin verður klædd á trégrind og einangrað í grindina með steinull. Erindið samþykkt.

8.Birkihlíð 27 (143209) - Umsókn um útlitsbreytingu

Málsnúmer 0808020Vakta málsnúmer

Birkihlíð 27 (143209) - Umsókn um útlitsbreytingu. Jóhann Friðriksson kt. 210653-2529, eigandi einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 27 við Birkihlíð á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 17.7.sl. um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að setja hurð niður úr glugga á suðurhlið hússins. Erindið samþykkt.

9.Lónkot (146557) - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0808014Vakta málsnúmer

Lónkot landnúmer 146557. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um umsókn Jóns Torfa Snæbjörnssonar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gististað, flokkur II og veitingarstað flokkur II að Lónkoti. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

10.Laugatún 2 (143564) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807065Vakta málsnúmer

Laugatún 2, Sauðárkróki. Kristján F. Valgarðsson kt. 281165-3059 og Sigríður E. Snorradóttir kt. 251264-4739 Laugatúni 2, sækja um leyfi til að byggja sólpall við húsið samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki íbúa í Laugatúni 4. Erindið samþykkt.

11.Grundarstígur 1 (143405) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808024Vakta málsnúmer

Grundarstígur 1, Sauðárkróki. Steingrímur Óskarsson kt. 120272-4709 og Herdís Lilja Káradóttir kt. 130871-4889, Grundarstíg 1, sækja um leyfi til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni og staðsetja setlaug á veröndinni. Einnig er sótt um að gera dyr niður úr glugga á norðurhlið hússins. Þá er einnig sótt um að reisa skjólvegg á lóðarmörkum lóðanna Grundarstígur 1 og Víðigrund 13. Er það gert í samráði og samstarfi við eigendur Víðigrundar 13. Erindið er samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

12.Eyrarvegur 20 (143289) - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 0807058Vakta málsnúmer

Eyrarvegur 20, Sauðárkróki - Kjötafurðastöð KS. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 sækir, fyrir hönd afurðastöðvar KS, um stækkun á lóðinni Eyrarvegur 20 til norðurs. Erindinu vísað til gerðar deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn.

13.Gránumóar Fóðurstöð (143383) - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 0807057Vakta málsnúmer

Fóðurstöð á Gránumóum, Sauðárkróki, landnúmer 143383. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 sækir, fh. Fóðurstöðvar KS á Gránumóum, um stækkun á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera lóðarblað og lóðarleigusamning vegna breytingarinnar.

14.Gránumóar Jarðgerð ehf (208521) - Umsókn um lóðarstækkun.

Málsnúmer 0807056Vakta málsnúmer

Jarðgerð á Gránumóum landnúmer 208521. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 sækir, fh. Jarðgerðar ehf. kt. 410306-2120, um stækkun lóðar fyrirtækisins á Gránumóum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera lóðarblað og lóðarleigusamning vegna breytingarinnar.

15.Keldudalur lóð (194449) - umsögn vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 0808030Vakta málsnúmer

Keldudalur lóð, landnúmer 194449. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um umsókn Kristínar Ólafsdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gististað, flokkur III, gisting á einkaheimili að Keldudal. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

16.Helluland (216965) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0808012Vakta málsnúmer

Helluland (216965) - Umsókn um landskipti. Þórunn Ólafsdóttir kt. 191033-3969 eigandi jarðarinnar Hellulands í Hegranesi, Skagafirði, landnr. 146382 sækir með bréfi dagsettu 22. júlí sl um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 35.000,0 m² landspildu út úr framangreindri jörð. Einnig sækir hún um, með vísan til 6. gr framangreindra laga, að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint á meðfylgjandi hnitasettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er í júlí 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Teikning nr. 0853. Grunnur: Loftmynd Loftmynda ehf. frá árinu 2001 nr. e466 og e477. Kort Landmælinga Íslands, kortablað 1816I &-III mkv 1:50.000.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146382. Erindið samþykkt.

17.Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0807060Vakta málsnúmer

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um landskipti. Árni Sverrisson kt. 241069-5759 og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt. 130972-5439, eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428 og handhafar landspildu úr framangreindri jörð, Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 og Ásdís Pétursdóttir kt. 171043-7199, samkvæmt 6. og 11 gr. þinglýsts kaupsamnings og afsals sem dagsett er 14.8.2007, sækja með bréfi dagsettu 29. júlí sl. um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 22.316,0 m² lóð út úr framangreindri jörð. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint á meðfylgjandi hnitasettum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 29 júlí 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7214, nr. S-101. Einnig er óskað heimildar til að nefna lóðina Ásholt.Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146428. Erindið samþykkt.

18.Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807063Vakta málsnúmer

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um byggingarleyfi. Árni Sverrisson kt. 241069-5759 og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt. 130972-5439, eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428 og handhafar landspildu úr framangreindri jörð, Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 og Ásdís Pétursdóttir kt. 171043-7199, samkvæmt 6. og 11 gr. þinglýsts kaupsamnings og afsals sem dagsett er 14.8.2007, sækja með bréfi dagsettu 29. júlí sl. um að fá samþykktan byggingarreit á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga á landinu sem verið er að skipta út úr jörðinni og fengið hefur landnúmerið 216923, einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á byggingarreitnum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að leita meðmæla Skipulagsstofnunar á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

19.Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0807062Vakta málsnúmer

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Árni Sverrisson kt. 241069-5759 og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt. 130972-5439, eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428 og handhafar landspildu úr framangreindri jörð, Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 og Ásdís Pétursdóttir kt. 171043-7199, samkvæmt 6. og 11 gr. þinglýsts kaupsamnings og afsals sem dagsett er 14.8.2007, sækja með bréfi dagsettu 29. júlí sl. um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að landspildu sem fengið hefur landnúmerið 216923 og verið er að skipta út úr jörðinni Efra-Ási. Meðfylgjandi er hnitasettur yfirlits og afstöðuuppdráttur dagsettur 29 júlí 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7214, nr. S-101. Framkvæmdaleyfi veitt að fenginni jákvæðri umsögn Vegagerðarinnar varðandi tengingu vegarins við Ásaveg nr. (767).

20.Litla-Gröf land (213680) - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0808019Vakta málsnúmer

Litla-Gröf land (213680) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Arnór Halldórsson kt. 020763-4939, formaður stjórnar Hrossatraða ehf, kt. 530907-1710 sækir fh. félagsins með bréfi dagsettu 7. júlí sl. um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu og efnistöku í landi Litlu-Grafar, landnr. 213680. Í framangreindu erindi og á framlögðum uppdrætti sem dagsettur er í ágúst 2007, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, er gerð grein fyrir framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi.

21.Flæðagerði keppnisvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0808011Vakta málsnúmer

Flæðagerði keppnisvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi. Guðmundur Sveinsson kt. 161060-4539, fh. Hestamannafélagsins Léttfeta, kt. 430269-7049 sækir með bréfi dagsettu 31. júlí sl. um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun á hlaupabraut á velli félagsins við Flæðagerði á Sauðárkróki. Á framlögðum uppdrætti sem móttekinn er af byggingarfulltrúa 31. júlí sl. er gerð grein fyrir framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi.

22.Unastaðir (146498) - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 0808017Vakta málsnúmer

Unastaðir (146498) - Umsókn um stöðuleyfi. Ingólfur Helgason kt. 060769-4009 sækir með bréfi dagsettu 24. júlí sl. um stöðuleyfi fyrir tveimur gámaeiningum, 6 og 9 m löngum í landi Unastaða í Kolbeinsdal. Meðfylgjandi er yfirlýsing Kristínar Sigurmonsdóttur kt. 020833-2979, dagsett 21. júlí 2008, eiganda jarðarinnar þar sem hún heimilar umbeðnar framkvæmdir. Einnig meðfylgjandi yfirlits-og afstöðuuppdráttur dagsettur í júlí 2008 gerður af Hjalta Þórðarsyni kt 011265-3169. Stöðuleyfi veitt til eins árs.

23.Borgarteigur 11 - 15 Umsókn um varaaflsst.

Málsnúmer 0807050Vakta málsnúmer

Borgarteigur 11–15 - Umsókn um varaaflsstöð. Skarphéðinn Ásbjörnsson kt. 180261-4519, fh. Rarik ohf. kt. 520269-2669, sækir með bréfi dagsettu 16. júlí sl. um stöðuleyfi fyrir tveimur gámaeiningum, varaaflsvélum, á lóð Skagafjarðarveitna nr. 11-15 við Borgarteig á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er yfirlýsing, samkomulag milli Skagafjarðarveitna ehf. og Rarik ohf. dagsett 5. júní 2008 þar sem Skagafjarðarveitur heimila staðsetningu og rekstur framangreindra varaaflsstöðva á lóðinni. Einnig meðfylgjandi loftmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna. Stöðuleyfi veitt til eins árs.

24.Furuhlíð 6 - umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 0808006Vakta málsnúmer

Furuhlíð 6 - umsókn um breikkun á innkeyrslu. Baldur Haraldsson kt. 250562-4039, Bjarki Tryggvason kt. 030851-4559, Rúnar Már Grétarsson kt. 231272-5189 og Ásta Margrét Benediktsdóttir kt. 260276-3879, eigendur íbúða sem eru á lóðunum nr. 6 og 8 við Furuhlíð á Sauðárkróki sækja með bréfi dagsettu 25. júlí sl. um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að breikka innkeyrslur inn á framangreindar lóðir. Framlagðir uppdr. dagsettir í júli 2008. Erindið samþykkt.

25.Furuhlíð 8 - umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 0808007Vakta málsnúmer

Furuhlíð 8 - umsókn um breikkun á innkeyrslu. Baldur Haraldsson kt. 250562-4039, Bjarki Tryggvason kt. 030851-4559, Rúnar Már Grétarsson kt. 231272-5189 og Ásta Margrét Benediktsdóttir kt. 260276-3879, eigendur íbúða sem eru á lóðunum nr. 6 og 8 við Furuhlíð á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 25. júlí sl. um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að breikka innkeyrslur inn á framangreindar lóðir. Framlagðir uppdr. dagsettir í júli 2008. Erindið samþykkt.

26.Miðdalur (146207) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 0808022Vakta málsnúmer

Miðdalur (146207) - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Jón Björnsson kt. 160166-5769, framkvæmdastjóri Lífsvals ehf. kt. 531202 3090, sækir með bréfi dagsettu 11. júlí sl. um leyfi til að rífa íbúðarhús í Miðdal, sem byggt var árið 1966. Húsið er skráð með fastanúmerið 214-1320 og er matshluti 02 á jörðinni. Erindið samþykkt.

27.Nes - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 0808008Vakta málsnúmer

Nes 146871- Umsókn um niðurrif mannvirkja. Runólfur Sigurðsson kt. 070539-2689, fh. Þórunnar S. Skaptadóttur kt 171143-4629, sækir með bréfi dagsettu 1. ágúst sl. um leyfi til að rífa eftirtalin hús á jörðinni Nesi í Flókadal. Húsin sem um ræðir eru, fjárhús með matsnúmerið 214-4252, byggð árið 1962 mhl 09 og skúr með matsnúmerið 214-4253, byggður árið 1962, mhl 10. Erindið samþykkt.

28.Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn

Málsnúmer 0808023Vakta málsnúmer

Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn. Daníel Brynjar Helgason kt. 110457-2009 og Berglind Ottósdóttir kt. 051259-2899 óska eftir með bréfi dagsettu 10. júlí sl. að fá að byggja hesthús á lóðinni nr 23 við Flæðagerði, sömu stærðar og gerðar og samþykkt hafa verið á lóðunum nr. 7 og 11 við Flæðagerði. Þar sem ekki liggja fyrir uppdrættir sem sýna fyrirhugaða byggingu og staðsetningu hússins innan lóðar er afgreiðslu frestað og farið fram á að umsækjandur sendi inn uppdrátt sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir.

29.Hamraborg (146384) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808021Vakta málsnúmer

Hamraborg (146384) - Umsókn um byggingarleyfi. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar 9. ágúst 2007. Hannes Friðriksson kt. 280355-5349 eigandi jarðarinnar Hamraborgar, landnúmer 146384, í Hegranesi sækir, með bréfi dagsettu 3. ágúst 2007 um leyfi til að byggja geymslu/gripahús á jörðinni. Framlagðir uppdrættir nr. A-101 og A-102 í verki nr. 7407, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir 11. ágúst 2008. Í dag liggja fyrir liggja umsagnir Brunavarna dagsett 13.8.2008, Skipulagsstofnunar dagsett 6.9.2007, Vegagerðarinnar dagsett 20.8.2007 og Minjavarðar dagsett 23.4.2008. Erindið samþykkt.

30.Flæðagerði 35 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808005Vakta málsnúmer

Flæðagerði 35 - Umsókn um byggingarleyfi. Óli Viðar Andrésson kt. 270572-4809, fh. Stóriðjunnar ehf. kt. 410306-60930, sækir með bréfi dagsettu 30. júlí sl. um leyfi til að byggja hesthús á lóðinni nr 35 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir gerðir hjá Hýsi ehf. af Guðmundi Hreinssyni kt. 051067-5099 og eru þeir dagsettir 28.7.2008. Fyrir liggur umsögn Brunavarna, dagsett 11.8.2008 þar sem gerð er krafa um að hurðir og gluggar á vesturstafni uppfylli kröfur reglugerðar. Erindið samþykkt að uppfylltum framangreindun skilyrðum.

31.Kleifatún 23-25 (208452) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807067Vakta málsnúmer

Kleifatún 23-25 (208452) - Umsókn um byggingarleyfi. Fanney Hauksdóttir kt. 170561-7242 arkitekt hjá AVH ehf. arkitektúr- og verkfræðihönnun, kt 450589-1369 sækir með bréfi mótteknu af byggingarfulltrúa 24. júlí sl., fyrir hönd landsamtakanna Þroskahjálp kt. 521176-0409, um leyfi til að breyta áðursamþykktum aðaluppdráttum varðandi lóðirnar nr 17-19 og 21-25 við Kleifatún á Sauðárkróki. Breytingarnar koma fram á framlögðum uppdráttum sem gerðir eru af henni sjálfri og eru þeir dagsettir 29.9.2007, breytt 16.6.2008. Erindið samþykkt.

32.Kleifatún 17-21 (208451) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807066Vakta málsnúmer

Kleifatún 17-21 (208451) - Umsókn um byggingarleyfi. Fanney Hauksdóttir kt. 170561-7242 arkitekt hjá AVH ehf. arkitektúr- og verkfræði-hönnun, kt 450589-1369 sækir með bréfi mótteknu af byggingarfulltrúa 24. júlí sl., fyrir hönd landsamtakanna Þroskahjálp kt. 521176-0409, um leyfi til að breyta áðursamþykktum aðaluppdráttum varðandi lóðirnar nr 17-19 og 21-25 við Kleifatún á Sauðárkróki. Breytingarnar koma fram á framlögðum uppdráttum sem gerðir eru af henni sjálfri og eru þeir dagsettir 29.9.2007, breytt 16.6.2008. Erindið samþykkt.

33.Eyrartún 12 (174006) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0807059Vakta málsnúmer

Eyrartún 12, Sauðárkróki. Þröstur Sigurðsson kt. 160563-4439 hjá teikni- og verkfræðistofunni Opus sækir, f.h. Þrastar Friðfinnssonar kt 26086-12479 Eyrartúni 12 um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni Eyrartún 12 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af honum sjálfum. Uppdrættir dagsettir 27.09.2008. Fyrir liggur umsögn Brunavarna, dagsett 11.8.2008 Erindið samþykkt.

Fundi slitið.