Fara í efni

Helluland (216965) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0808012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Helluland (216965) - Umsókn um landskipti. Þórunn Ólafsdóttir kt. 191033-3969 eigandi jarðarinnar Hellulands í Hegranesi, Skagafirði, landnr. 146382 sækir með bréfi dagsettu 22. júlí sl um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 35.000,0 m² landspildu út úr framangreindri jörð. Einnig sækir hún um, með vísan til 6. gr framangreindra laga, að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint á meðfylgjandi hnitasettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er í júlí 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Teikning nr. 0853. Grunnur: Loftmynd Loftmynda ehf. frá árinu 2001 nr. e466 og e477. Kort Landmælinga Íslands, kortablað 1816I &-III mkv 1:50.000.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146382. Erindið samþykkt.