Fara í efni

Lækjarbrekka 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 147. fundur - 22.05.2008

Lækjarbrekka 8 (174118) - Umsókn um byggingarleyfi. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, fyrir hönd Guðmundar Guðmundssonar, kt.121066-3789 eiganda Lækjarbrekku 8, Steinsstaðahverfi, sækir með bréfi dagsettu 5. maí sl. um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir af Benedikt Björnssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 12. maí 2006. Uppdrættirnir eru í verki númer 0512 og er númer uppdrátta 1205, nr. 1 og 2. Í dag liggur fyrir umsögn Brunavarna Skagafjarðar dags. 7.05.2008. Á grundvelli gildandi skipulags fyrir Steinsstaði 1990 - 2010 og með vísan til 32. gr. Vegalaga nr. 80 frá 29. mars 2007 um fjarlægð mannvirkja frá vegi, felur skipulags-og byggingarnefnd byggingarfulltrúa að leita umsagnar og óska undanþágu Vegagerðarinnar varðandi fyrirhugaða framkvæmd.



Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Lækjarbrekka 8, Steinstaðabyggð. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí sl. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 1411565009 sækir, f.h Guðmundar Guðmundssonar kt. 121066-3789, Lækjarbrekku 8, um heimild til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Benedikt Björnssyni arkitekt. Uppdrættirnir eru dagsettir 12. maí 2006 og 12. júní 2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.