Fara í efni

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0807060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um landskipti. Árni Sverrisson kt. 241069-5759 og Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt. 130972-5439, eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428 og handhafar landspildu úr framangreindri jörð, Sverrir Magnússon kt. 200642-3929 og Ásdís Pétursdóttir kt. 171043-7199, samkvæmt 6. og 11 gr. þinglýsts kaupsamnings og afsals sem dagsett er 14.8.2007, sækja með bréfi dagsettu 29. júlí sl. um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 22.316,0 m² lóð út úr framangreindri jörð. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint á meðfylgjandi hnitasettum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 29 júlí 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7214, nr. S-101. Einnig er óskað heimildar til að nefna lóðina Ásholt.Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146428. Erindið samþykkt.