Fara í efni

Grundarstígur 1 (143405) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 151. fundur - 13.08.2008

Grundarstígur 1, Sauðárkróki. Steingrímur Óskarsson kt. 120272-4709 og Herdís Lilja Káradóttir kt. 130871-4889, Grundarstíg 1, sækja um leyfi til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni og staðsetja setlaug á veröndinni. Einnig er sótt um að gera dyr niður úr glugga á norðurhlið hússins. Þá er einnig sótt um að reisa skjólvegg á lóðarmörkum lóðanna Grundarstígur 1 og Víðigrund 13. Er það gert í samráði og samstarfi við eigendur Víðigrundar 13. Erindið er samþykkt eins og það er fyrir lagt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.