Fara í efni

Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 195. fundur - 10.12.2009

Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ásmundur Baldvinsson kt. 210466-2909, sækir fyrir hönd Hólalax hf. Kt. 601279-0299 með bréfi dagsettu 2.12 sl., um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu 10 fiskeldiskerja á lóð félagsins við eldisstöðina á Hólum í Hjaltadal. Meðfylgjandi umsókn er afstöðuuppdráttur dagsettur 2.12.09, afrit af lóðarleigusamningi ásamt afriti af starfsleyfi  sem dagsett er 22 febrúar 2007. Nefndin tekur jákvætt í erindið, en bendir á að umbeðnar framkvæmdir eru byggingarleyfisskildar. Erindið verður tekið til afgreiðslu þegar fullgerðir uppdrættir hafa borist og umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 200. fundur - 24.02.2010

Ásmundur Baldvinsson kt. 210466-2909 sækir með bréfi dagsettu 2.12.2009 fh. Hólalax hf. kt. 601279-0299 um byggingarleyfi fyrir 10 eldiskerum samkvæmt framlögðum gögnum. Umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir. Erindið samþykkt.