Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

195. fundur 10. desember 2009 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting - Aðalskipulag Hörgárbyggðar 2006-2026

Málsnúmer 0912008Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026. Með bréfi dagsettu 24.11 sl., kynnir Hörgárbyggð tillögu að breytingu á  Aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026. Tillagan varðar fyrirhugaða breytingu á línustæði Blöndulínu 3 á Moldhaugahálsi og í Kræklingahlíð, auk afmörkunar sveitarfélagsmarka milli Hörgárbyggðar og Akureyrarkaupstaðar. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

2.Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906002Vakta málsnúmer

Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 10. júní sl., þá meðal annars bókað. "Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Logi Már Einarsson arkitekt hjá teiknistofunni Kollgátu ehf. sækir með bréfi dagsettu 1.6.sl. fyrir hönd Eymundar Þórarinssonar kt. 260851-3579 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á framangreindu landi, en Eymundur fer með umboð landeiganda til umbeðinna framkvæmda. Fyrirhuguð bygging er frístundahús byggt úr timbri á steyptum grunni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni. Uppdrættirnir eru dagsettir 01.06.09 og eru nr. 100 og 101." Í dag liggur fyrir umsókn dagsett 1.12 sl., um  breytingu á áður samþykktum uppdráttum, undirrituð f.h. Prestbæjar ehf. kt. 621208-0550 af Eymundi Þórarinssyni kt. 260851-3579.  Framlagðir breyttir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni, dagsettir 01.06.09, breytt 25.08.09. Uppdrættirnir eru númer 100 og 101. Erindið samþykkt.

3.Laugarhvammur 146196 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912058Vakta málsnúmer

Laugarhvammur 146196 - Umsókn um byggingarleyfi. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, eigandi jarðarinnar Laugarhvamms landnúmer 146196,  sæki með bréfi dagsettu 4.12 sl., um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar  til að skipta um utanhússklæðningu á íbúðarhúsi jarðarinnar. Í dag er húsið  klætt tjörutexplötum. Fyrirhugað er að klæða húsið með Canexel klæðningarefni. Erindið samþykkt.

4.Lágmúli 145904 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0910141Vakta málsnúmer

Lágmúli 145904 - Umsókn um byggingarleyfi. Ingólfur Jón Sveinsson kt. 091237-3509 og Anna Pálsdóttir kt. 080938-4629 eigendur jarðarinnar Lágmúla, landnúmer 146396 á Skaga, sækja  með bréfi dagsettu 29.10 sl., um leyfi til að breyta útliti íbúðarhússins á jörðinni. Breytingin felst í að byggja við húsið samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af  Þráni Val Ingólfssyni kt. 090941-4889 og eru þeir dagsettir 8.12.2009. Einnig er óskað heimildar til að einangra og klæða íbúðarhúsið utan. Einangrað verður með 50 mm steinull í timburgrind. Klæðningarefni Canexel. Erindið samþykkt.

5.Hátún 1 146038 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0911104Vakta málsnúmer

Hátún 1 146038 - Umsókn um byggingarleyfi. Gunnlaugur Hrafn Jónsson kt. 070475-2949 eigandi jarðarinnar  Hátúns 1, landnúmer 146038 sæki með bréfi dagsettu 21.10 sl., um leyfi til að rífa og fjarlægja núverandi geymsluhús sem er matshluti númer 09 á jörðinni og stendur norðan við núverandi íbúðarhús. Einnig óskar hann eftir leyfi til að byggja viðbyggingu við íbúðarhúsið á sama stað og geymsluhúsið stóð og breyta gluggum. Framlagðir uppdrættir  dagsettir 20.10.09. gerðir af  Guðmundi Þór Guðmundssyni. Erindið samþykkt.

6.Barmahlíð 7 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912048Vakta málsnúmer

Barmahlíð 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Ingvarsson kt 171160-3249 sækir með bréfi dagsettu 5.12 sl., fyrir hönd Stjórn prestsetra um leyfi til að byggja anddyri við einbýlishús  sem stendur á lóðinni nr. 7 við Barmahlíð, ásamt því að breyta útliti og innangerð hússins. Breytingin felst í að taka af núverandi forstofu, stækka herbergi ásamt því að breyta gluggum.

Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættirnir eru í verki númer 8027, nr. A-100 til 102 og eru þeir dagsettir 5.12.2009. Erindið samþykkt.

7.Laugarból lóð 205500, Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905042Vakta málsnúmer

Laugarból lóð 205500, Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 27. maí sl. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, f.h. Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 sækir með bréfi dagsettu 12.11 sl., um  breytinga á áður samþykktum uppdráttum. Framlagðir breytingaruppdrættir dagsettir 08.05.09 breytt.12.11.2009, gerðir af honum sjálfum.   Erindið samþykkt.

8.Borgarmýri 3 (143224) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912059Vakta málsnúmer

Borgarmýri 3 (143224) - Umsókn um byggingarleyfi.  Fjólmundur Fjólmundsson kt.  041047-7399,  fh. Fjólmundar ehf.  kt. 570402-3660, sækir með bréfi dagsettu 7.12 sl., um leyfi til að breyta fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki og hefur fastanúmerið 213-1300. Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innangerð eignarinnar ásamt því að gera eignina að tveimur séreignum. Fyrir liggur  samþykki Kára Björns Þorsteinssonar  kt. 141174-5769 eiganda KÞ. lagna ehf. 600106-2280,  sem er eigandi fasteignar með fastanúmerið 213-1299 og fyrirhuguð ofangreind framkvæmd kemur.  Erindið samþykkt.

 

9.Sauðárhæðir 143929 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0911092Vakta málsnúmer

Sauðárhæðir 143929 - Umsókn um byggingarleyfi. Hjörtur Líndal verkefnastjóri 3G dreifikerfis, fyrir hönd NOVA ehf. Kt. 531205-0810, sækir með bréfi mótteknu af byggingarfulltrúa 24.11 sl.,  um leyfi til að koma fyrir fjarskiptabúnaðar á og í tæknirými – loftræstirými sem er á þaki elsta hluta Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárhæðum. Framlagðir uppdrættir gerðir á Mannvit verkfræðistofu, af Bjarna Vésteinssyni. Fyrir liggur samþykki Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki dagsett 9.11.09. Erindið er samþykkt en gerðar eru athugasemdir við framkvæmd verksins. Umsækjendur eru minntir á að byggingarleyfi skulu liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

10.Sandeyri 2 (188587) - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912019Vakta málsnúmer

Sandeyri 2 (188587) - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Jón E. Friðriksson kt. 231054-2789, fh. FISK-Seafood hf. kt. 461289-1269 óskar með bréfi dagsettu 2.12 sl., umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra viðbygginga og breytinga húsi FISK-Seafood við Sandeyri 2. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir dagsettir 1.12.2009.  Fyrirhuguð viðbygging mun hýsa þurrkaðar afurðir fyrirtækisins. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Nefndin mun taka erindið fyrir að nýju þegar fullgerðir uppdrættir hafa borist og umsagnir hlutaðeigandi aðila liggja fyrir.

11.Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912037Vakta málsnúmer

Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Ásmundur Baldvinsson kt. 210466-2909, sækir fyrir hönd Hólalax hf. Kt. 601279-0299 með bréfi dagsettu 2.12 sl., um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu 10 fiskeldiskerja á lóð félagsins við eldisstöðina á Hólum í Hjaltadal. Meðfylgjandi umsókn er afstöðuuppdráttur dagsettur 2.12.09, afrit af lóðarleigusamningi ásamt afriti af starfsleyfi  sem dagsett er 22 febrúar 2007. Nefndin tekur jákvætt í erindið, en bendir á að umbeðnar framkvæmdir eru byggingarleyfisskildar. Erindið verður tekið til afgreiðslu þegar fullgerðir uppdrættir hafa borist og umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir.

12.Hóll lóð 172574 - Misræmi í skráningu lóðar

Málsnúmer 0912057Vakta málsnúmer

Hóll lóð 172574 - Misræmi í skráningu lóðar. Bjarni Jónsson kt. 100637-2199, Grétar Jónsson kt. 090628-3139 og Sveinn Jónsson kt. 071126-2189 eigendur lóðar með landnúmerið 172574 óska eftir með bréfi dagsettu 7. desember sl.,  að skipulags-og byggingarnefnd staðfesti mörk lóðarinnar eins og þau koma fram á afstöðuuppdrætti sem gerður hefur verið á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 7434-2, dags. 7. desember 2009. Með yfirlýsingu dagsettri 15.7.1989 gáfu framangreindir aðilar leyfi fyrir uppsetningu veiðihúss austan við vestara Hólsvatn og stendur húsið innan umræddrar lóðar. Með vísan til afgreiðslu Skipulags-og byggingarnefndar Staðarhrepps frá 17.7.1989 staðfestir nefndin afmörkun lóðarinnar.

13.Þrastarstaðir lóð 2 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0912067Vakta málsnúmer

Umsókn um landskipti. Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 þinglýstur eigandi jarðarinnar Þrastarstaða, landnúmer 146605, Skagafirði sækir með bréfi dagsettu 7. desember sl., um leyfi til þess að stofna lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 73761, dagsettur 4. desember 2009. Lóðin Þrastarstaðir lóð 2, sem verið er að stofna hefur fengið landnúmerið 219029 og er 2319,6 m².

Óskað er eftir að landið sem um ræðir verði leyst úr landbúnaðarnotum.

Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Þrastarstaðir, landnr. 146605

Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  146605. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

14.Þrastarstaðir lóð 3 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0912068Vakta málsnúmer

Umsókn um landskipti. Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 þinglýstur eigandi jarðarinnar Þrastarstaða, landnúmer 146605, Skagafirði sækir með bréfi dagsettu 7. desember sl., um leyfi til þess að stofna lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 73761, dagsettur 4. desember 2009. Lóðin Þrastarstaðir lóð 3, sem verið er að stofna hefur fengið landnúmerið 219030 og er 1316,5 m².

Óskað er eftir að landið sem um ræðir verði leyst úr landbúnaðarnotum.

Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Þrastarstaðir, landnr. 146605

Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  146605. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

15.Umsögn um lækkun hámarkshraða að Hólum

Málsnúmer 0909048Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á tillögu Þórðar Inga, fh. Hólastaðar að hámarkshraði á Brúsabyggð og Nátthaga verði setur sem 15 km/klst. Mörkuð stefna í Aðalskiðulagstillögum er að allar húsagötur í þéttbýli hafi 30 km/klst hámarkshraða nema annað sé sérstaklega ákveðið.  

Fundi slitið - kl. 12:00.