Fara í efni

Borgarmýri 3 (143224) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0912059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 195. fundur - 10.12.2009

Borgarmýri 3 (143224) - Umsókn um byggingarleyfi.  Fjólmundur Fjólmundsson kt.  041047-7399,  fh. Fjólmundar ehf.  kt. 570402-3660, sækir með bréfi dagsettu 7.12 sl., um leyfi til að breyta fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki og hefur fastanúmerið 213-1300. Sótt er um leyfi til að breyta útliti og innangerð eignarinnar ásamt því að gera eignina að tveimur séreignum. Fyrir liggur  samþykki Kára Björns Þorsteinssonar  kt. 141174-5769 eiganda KÞ. lagna ehf. 600106-2280,  sem er eigandi fasteignar með fastanúmerið 213-1299 og fyrirhuguð ofangreind framkvæmd kemur.  Erindið samþykkt.