Fara í efni

Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 178. fundur - 10.06.2009

Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Logi Már Einarsson arkitekt hjá teiknistofunni Kollgátu ehf. sækir með bréfi dagsettu 1.6.sl. fyrir hönd Eymundar Þórarinssonar kt. 260851-3579 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á framangreindu landi, en Eymundur fer með umboð landeiganda til umbeðinna framkvæmda. Fyrirhuguð bygging er frístundahús byggt úr timbri á steyptum grunni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni. Uppdrættirnir eru dagsettir 01.06.09 og eru nr. 100 og 101. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 195. fundur - 10.12.2009

Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 10. júní sl., þá meðal annars bókað. "Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Logi Már Einarsson arkitekt hjá teiknistofunni Kollgátu ehf. sækir með bréfi dagsettu 1.6.sl. fyrir hönd Eymundar Þórarinssonar kt. 260851-3579 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á framangreindu landi, en Eymundur fer með umboð landeiganda til umbeðinna framkvæmda. Fyrirhuguð bygging er frístundahús byggt úr timbri á steyptum grunni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni. Uppdrættirnir eru dagsettir 01.06.09 og eru nr. 100 og 101." Í dag liggur fyrir umsókn dagsett 1.12 sl., um  breytingu á áður samþykktum uppdráttum, undirrituð f.h. Prestbæjar ehf. kt. 621208-0550 af Eymundi Þórarinssyni kt. 260851-3579.  Framlagðir breyttir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni, dagsettir 01.06.09, breytt 25.08.09. Uppdrættirnir eru númer 100 og 101. Erindið samþykkt.