Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

178. fundur 10. júní 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um afnot af landi og hesthúsi.

Málsnúmer 0906015Vakta málsnúmer

Beiðni um afnot af landi og hesthúsi. Sigurður Leó Ásgrímsson kt. 111154-5039 og Kristín Guðbjörg Snæland kt. 180469-3469 óska eftir með bréfi dagsettu 6.2.09, ítrekað 4.6.09, að fá afnot af landi með landnúmerið 218100 sem er nr. 01 á Nöfum, ásamt afnotum af þeim húsum sem á lóðinni eru. Til vara óska þau eftir afnotum af landi með landnúmerið 143943 sem er nr. 17 á Nöfum ásamt húsum, eða öðru landi sem laust væri. Umsækjanda hefur verið gerð grein fyrir að í gangi er vinna í samræmi við samþykktir skipulags-og byggingarnefndar frá 27. ágúst 2008 og 7. janúar 2009 vegna lóðarmála á Nöfum. Fleiri hafa lýst áhuga sínum á landskikum á Nöfunum. Skipulags-og byggingarnefnd hefur frestað afgreiðslu allra umsókna um lóðarskika á Nöfunum þar til lokið er við samninga og gerð lóðarblaða fyrir þau lönd sem á Nöfunum eru. Sú vinna er á lokastigi.

2.Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906012Vakta málsnúmer

Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um landskipti. Hjálmar Sigmarsson kt. 240419-3199, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hólkots landnúmer 146543, sækir með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 35.257 fermetra landspildu út úr framangreindri jörð.
Einnig óskar hann eftir, með vísan til 6. gr. framangreindra laga, að landspildan sem verið er að stofna verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Landspildan sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitsett á framlögðum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7143, númer S-01, dagsettur 4. júní 2009.
Fram kemur í erindinu að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146543. Erindið samþykkt.

3.Brekkutún 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906003Vakta málsnúmer

Brekkutún 8 – umsókn um breikkun innkeyrslu, byggingarleyfi og að koma fyrir setlaug. Guðrún Björg Guðmundsdóttir kt. 170358-5389, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 8 við Brekkutún á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 29.5.2009 um heimild til að breikka innkeyrslu að bílastæði lóðarinnar,til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni og koma fyrir setlaug á veröndinni. Einnig óskar hún heimildar til að byggja 15,3 m² garðhús á lóðinni. Framlagðir uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdum gerðir á Mannvit verkfræðistofu af Sveini Valdimarssyni kt. 271068-3879. Uppdrættirnir eru í verki nr. 3.141.255 og eru dagsettir 26.5.2009. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingu verandar og staðsetningu setlaugar á veröndinni. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Breikkun innkeyrslu er samþykkt um 2,5 metra enda verði verkið unnið undir eftirliti tæknideildar og á kostnað umsækjanda. Nefndin frestar afgreiðslu um byggingu garðhúss. Brunavarnir hafa gert athugasemdir við uppdrætti. Fjarlægð milli húsa er of lítil samkvæmt forskriftarákvæðum byggingarreglugerðar.

4.Syðra-Skörðugil land 188285 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906014Vakta málsnúmer

Syðra-Skörðugil land 188285 - Umsókn um byggingarleyfi. Einar E. Einarsson kt. 020171-4059 fyrir hönd Urðarkattar ehf. kt. 611299-3119 sækir með bréfi dagsettu 4. júní sl. um leyfi til að byggja haugtank á lóð Urðarkattar, samkvæmt framlögðum gögnum. Erindið samþykkt. Einar Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

5.Sæmundargata 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905070Vakta málsnúmer

Sæmundargata 9 - Umsókn um byggingarleyfi. Eyjólfur Guðni Björnsson kt. 211155-3619 eigandi íbúðar 01-0201 með fastanúmerið 213-2327 sem er í fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni nr. 9 við Sæmundargötu sækir með bréfi dagsettu 24. maí sl. um leyfi til að byggja við bílskúr sem stendur á lóðinni og hefur matshlutanúmerið 02 og fastanúmerið 213-2327. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7502, nr. A-101 og A-102, dagsettir 24. maí 2009. Erindið samþykkt.

6.Hraun í Sléttuhlíð 146545 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0906028Vakta málsnúmer

Hraun í Sléttuhlíð 146545 - Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Pétursson kt. 200256-5739, eigandi jarðarinnar Hrauns í Sléttuhlíð, landnúmer 146545, sækir með bréfi dagsettu 7. maí sl., um leyfi til að byggja viðbyggingu við íbúðarhúsið á Hrauni. Viðbyggingin er tengigangur milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, kt. 080353-4219. Uppdrættirnir eru í verki númer 7272, nr., A-101 og A-102, dagsettir 7. júní 2009. Erindið samþykkt.

7.Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906002Vakta málsnúmer

Ás 2 land 217667 - Umsókn um byggingarleyfi. Logi Már Einarsson arkitekt hjá teiknistofunni Kollgátu ehf. sækir með bréfi dagsettu 1.6.sl. fyrir hönd Eymundar Þórarinssonar kt. 260851-3579 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á framangreindu landi, en Eymundur fer með umboð landeiganda til umbeðinna framkvæmda. Fyrirhuguð bygging er frístundahús byggt úr timbri á steyptum grunni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Kollgátu af Loga Má Einarssyni. Uppdrættirnir eru dagsettir 01.06.09 og eru nr. 100 og 101. Erindið samþykkt.

8.Ás 2 land 217667 - Umsókn um Framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0905054Vakta málsnúmer

Ás 2 land 217667 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Eymundur Þórarinsson sækir með bréfi dagsettu 28.4. sl. um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu að frístundahúsi sem fyrirhugað er að byggja á framangreindu landi, ásamt því að fá samþykktan byggingarreit. Eymundur fer með umboð landeiganda til umbeðinna framkvæmda. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, kt. 080353-4219. Uppdrættirnir eru í verki númer 74921, nr., S01, dagsettir 30. mars 2009. Einnig liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar varðandi fyrirhugaða vegtengingu ásamt samþykki eiganda jarðarinnar Ás I landnúmer 146365. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki minjavarðar.

9.Villinganes - Aðstaða við Villinganes

Málsnúmer 0808015Vakta málsnúmer

Villinganes - Tekið fyrir erindi Sigurjóns Valgarðssonar varðandi ósk um frestun á gerð deiliskipulags á jörðinni. Frestur gefinn til 1. nóvember 2009 til að skila inn deiliskipulagstillögu.

10.Hlíðarendi Golfsk.143908 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

Málsnúmer 0906013Vakta málsnúmer

Hlíðarendi Golfskáli landnúmer 143908 - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 2. júní sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Margrétar Stefánsdóttur kt. 071156-3389. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir Golfklúbb Sauðárkróks kt. 570884-0349 í húsnæði félagsins að Hlíðarenda. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11.Skólagata (146653) Höfðaborg - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0906027Vakta málsnúmer

Skólagata Hofsósi landnúmer 146653 Höfðaborg - umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 8. júní sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Einars Þorvaldssonar kt. 180966-4399. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Höfðaborg við Skólagötu á Hofsósi, kt. 180966-4399. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.