Fara í efni

Brekkutún 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 178. fundur - 10.06.2009

Brekkutún 8 – umsókn um breikkun innkeyrslu, byggingarleyfi og að koma fyrir setlaug. Guðrún Björg Guðmundsdóttir kt. 170358-5389, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 8 við Brekkutún á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 29.5.2009 um heimild til að breikka innkeyrslu að bílastæði lóðarinnar,til að byggja verönd og skjólveggi á lóðinni og koma fyrir setlaug á veröndinni. Einnig óskar hún heimildar til að byggja 15,3 m² garðhús á lóðinni. Framlagðir uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdum gerðir á Mannvit verkfræðistofu af Sveini Valdimarssyni kt. 271068-3879. Uppdrættirnir eru í verki nr. 3.141.255 og eru dagsettir 26.5.2009. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingu verandar og staðsetningu setlaugar á veröndinni. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Breikkun innkeyrslu er samþykkt um 2,5 metra enda verði verkið unnið undir eftirliti tæknideildar og á kostnað umsækjanda. Nefndin frestar afgreiðslu um byggingu garðhúss. Brunavarnir hafa gert athugasemdir við uppdrætti. Fjarlægð milli húsa er of lítil samkvæmt forskriftarákvæðum byggingarreglugerðar.