Fara í efni

Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 178. fundur - 10.06.2009

Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um landskipti. Hjálmar Sigmarsson kt. 240419-3199, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hólkots landnúmer 146543, sækir með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 35.257 fermetra landspildu út úr framangreindri jörð.
Einnig óskar hann eftir, með vísan til 6. gr. framangreindra laga, að landspildan sem verið er að stofna verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Landspildan sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitsett á framlögðum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7143, númer S-01, dagsettur 4. júní 2009.
Fram kemur í erindinu að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146543. Erindið samþykkt.