Fara í efni

Hestasport-Ævintýraferðir ehf. - Aðstaða við Villinganes

Málsnúmer 0808015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008

Lagt fram bréf Magnúsar Sigmundssonar dagsett 20.07.2008. Varðar það úrbætur á aðstöðu Ævintýraferða í landi Villinganes sem fólust m.a í að leggja veg frá Villinganessbænum niður að Héraðsvötnum. Í ljósi þeirra umsvifa sem orðnar eru í Villinganesi og varða flúðasiglingar á Jökulsá er farið fram á við landeiganda í Villingarnesi að hann láti vinna deiliskipulag af jörðinni sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við flúðasiglingarnar.Jafnframt verði gerð grein fyrir og sótt um leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið og ekki er fyrir leyfi skipulagsyfirvalda. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á svæðinu fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Erindi Magnúsar Sigmundssonar um lagningu vegar að Jökulsá frá Villinganesbænum verður ekki afgreitt nema á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Frestur til að ganga frá ofangreindu er til 1. febrúar 2009.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008

Lagt fram á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08

Skipulags- og byggingarnefnd - 170. fundur - 11.03.2009

Villinganes - Aðstaða við Villinganes. Óskað er eftir framlengingu á fresti sem skipulags- og byggingarnefnd veitti til að vinna deiliskipulag á landi Villinganess sbr bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27. ágúst 2008. Frestur framlengdur til 20. apríl 2009.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 244. fundur - 17.03.2009

Afgreiðsla 170. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 244. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 178. fundur - 10.06.2009

Villinganes - Tekið fyrir erindi Sigurjóns Valgarðssonar varðandi ósk um frestun á gerð deiliskipulags á jörðinni. Frestur gefinn til 1. nóvember 2009 til að skila inn deiliskipulagstillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 178. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 196. fundur - 13.01.2010

Tekið fyrir erindi Magnúsar Sigmundssonar hjá Hestasporti - ævintýraferðum ehf. varðandi skipulagsmál í Villinganesi vegna vegalagningar frá Villinganesbæ að Héraðsvötnum og aðstöðu til að taka á móti fólki úr flúðasiglingum.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar til bréfs Sigurjóns Valgarðssonar eiganda Villinganess til skipulags- og byggingarnefndar og dagsett er 2 júní 2009. Þar kemur fram að þeim ferðaþjónustuaðilum sem flúðasiglingar stunda og notað hafa aðstöðu við Villinganes  hefur bréflega verið tilkynnt að landeigandi Villinganess muni ekki láta vinna deiliskipulag á jörðinni vegna þessa fyrr en endurskoðun á leigusamningum milli hans og ferðaþjónustuaðila hefur farið fram. Skipulags- og byggingarnefnd tekur afstöðu til deiliskipulags svæðisins þegar það verður lagt fram.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 257. fundur - 19.01.2010

Afgreiðsla 196. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 257. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.