Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

153. fundur 27. ágúst 2008 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókur - Nafir - Ræktunarlönd.

Málsnúmer 0808053Vakta málsnúmer

Síðastliðið vor hóf Sveitarfélagið Skagafjörður vinnu við að yfirfara og endurskoða samninga varðandi Ræktunarlönd á Nöfum, jafnframt því að láta mæla þessi lönd og hnitsetja. Þetta gert á grundvelli laga um Landskrá fasteigna og í ljósi þess að mörg þessara landa eru einungis til í fasteignaskrám, ekki í þinglýsingarbókum, en hafa þrátt fyrir það gengið í kaupum og sölu manna í milli. Hlutaðeigandi aðilum hefur verið sent bréf dagsett 19. ágúst varðandi þetta og uppdrætti er sýna lönd viðkomandi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum frá viðkomandi.
Markmið þessa er, á grundvelli gildandi laga um Landskrá fasteigna, að stofna þau lönd sem ekki eru til í landskránni og eða þinglýsingarbókum, leiðrétta landstærðir á grundvelli framangreindra korta og mælinga, jafnframt því að gera nýja samninga við hlutaðeigandi og mun Sveitarfélagið sjá um að láta þinglýsa gögnunum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tæknideild ljúki þessari vinnu sem þegar er hafin.

2.Sauðárkrókur - Nafir - Umsókn um land, Stefanía Jónaasdóttir.

Málsnúmer 0808054Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Stefaníu Jónasdóttur kt. 210947-2569 Kambastíg 1 dagsett 22. ágúst 2008 þar sem hún sækir um tún á Nöfum fyrir smábúskap. Erindinu frestað.Túnum á Nöfum verður ekki úthlutað fyrr en að lokinni þeirri vinnu sem nú stendur yfir og kynnt var undir lið 1 í fundargerð þessari.

3.Laugarhvammur lóð 11a (215446) - umsókn um nafnleyfi

Málsnúmer 0807064Vakta málsnúmer

Laugarhvammur lóð 11a. Elínborg Guðmundsdóttir kt. 230546-3639 þinglýstur lóðarhafi lóðarinnar óskar heimildar skipulags-og byggingarnefndar til að nefna hús sem á lóðinni stendur Grænuhlíð. Einnig skrifar undir erindið Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 eigandi lóðarinnar. Í samræmi við lög um bæjarnöfn og fleira nr. 35 frá 1953 heimilar skipulags- og byggingarnefnd nafngiftina. Áréttað er að Laugarhvammur lóð 11a verður þó alltaf hið opinbera nafn lóðarinnar.

4.Laugarhvammur lóð nr 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805062Vakta málsnúmer

Laugarhvammur lóð 9, Steindyr. Viðbygging – Umsókn um byggingarleyfi.
Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, fyrir hönd Erlings Jóhannessonar kt. 090543-2109 eiganda sumarhúss á lóðinni sækir um leyfi til að byggja gestahús og stækka núverandi sumarhús samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Benedikt Björnssyni arkitekt. Uppdrættir dagsettir 27. mars 2008. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

5.Glaumbær (146031)- Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 0808056Vakta málsnúmer

Gísli Gunnarsson kt. 050157-4749 í Glaumbæ sækir um stöðuleyfi fyrir sauðfjárskýli á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd og uppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing. Uppdrættir dagsettir 24. ágúst 2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Stöðuleyfi samþykkt til eins árs með hliðsjón af því að fyrir liggur að deiliskipuleggja Glaumbæjartorfuna.

6.Dalatún 12 (143271) - Umsókn um skjólveggi og setlaug.

Málsnúmer 0808057Vakta málsnúmer

Frosti Frostason kt. 200757-4839 Dalatúni 12 sækir um leyfi til að koma fyrir setlaug á lóðinni og byggja skjólveggi við hana samkvæmt meðfylgjandi gögnum mótteknum hjá byggingarfulltrúa 19. ágúst sl. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

7.Iðutún 13 (203227) - Umsókn um skjólveggi.

Málsnúmer 0808059Vakta málsnúmer

Guðrún Astrid Elvarsdóttir kt. 280778-5169 eigandi íbúðar í parhúsi sem stendur á lóðinni nr. 13 - 15 við Iðutún á Sauðárkróki, sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að byggja sólpall og skjólveggi á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsinu. Erindið samþykkt.

8.Iðutún 15 (203227) - Umsókn um skjólveggi.

Málsnúmer 0808060Vakta málsnúmer

Eyþór Jónasson kt 270170-4049 og Íris Sveinbjörnsdóttir kt. 140374-3269 eigendur íbúðar í parhúsi sem stendur á lóðinni nr. 13 - 15 við Iðutún á Sauðárkróki, sækja um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar til að byggja sólpalla og skjólveggi á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsinu. Erindið samþykkt.

9.Tunguháls I land (146241) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0808061Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, sækir fyrir hönd Höskuldar Þórhallssonar kt. 121254-2049 eigenda lóðarinnar um leyfi til að byggja frístundarhús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Benedikt Björnssyni arkitekt og dagsettir eru 12. ágúst 2008. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

10.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar-og stöðuleyfi.

Málsnúmer 0808066Vakta málsnúmer

Jón F. Hjartarson kt 290747-2959 skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Áskell Heiðar Ásgeirsson kt. 290473-4039 fh. Sv. Skagafjarðar sækja með bréfi dagsettu 19.8.2008 um leyfi til að byggja aðstöðuhús fyrir tjaldstæði Sauðárkróks á lóð FNV nr. 26 við Skagfirðingabraut. Einnig óskað heimildar til að staðsetja efnisgeymslur, geymslugáma á framangreindri lóð. Stöðuleyfi veitt fyrir aðstöðuhúsi og stöðuleyfi fyrir geymslugámum meðan á verkinu stendur.

11.Steinn land (208710) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0808062Vakta málsnúmer

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, kt: 311273-3379 og Gústav Ferdinand Bentsson, kt: 200372-5659 eigendur jarðarinnar Steins á Reykjaströnd, sækja um leyfi til að byggja gripahús á jörðinni. Framlagðir uppdrættir í verki nr. 7353, númer A-101, dagsettir 24.08.2008, gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.

12.Víðimýri 4 (143877) - Umsókn um uppsetningu á gervihnattad.

Málsnúmer 0808063Vakta málsnúmer

Grujica Borisavljevic kt 190276-2959 leigjandi íbúðar að Víðimýri 4, sækir með bréfi dagsettu 8. júlí sl. um leyfi til að festa á útvegg við þakkant að Víðimýri 4 gervihnattadisk skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Fyrir liggur skilyrt samþykki Eignarsjóðs Skagafjarðar eiganda framangreindrar íbúðar, dagsett 25.8.08 sem er og er það einnig undirritað af leigjanda. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi.

13.Skipulagsstofnun - Bréf dagsett 14.7.2008. Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer 0808064Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dagsett 14. júlí 2008 og varðar 3. tl bráðarbirgðarákvæða skipulags og byggingarlaga.

14.Staðarafrétt, – Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0808065Vakta málsnúmer

Jónína Stefánsdóttir formaður fjallskilanefndar Staðarafrétts sækir, f.h hönd fjallskilanefndar Staðarafréttar um framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða vestur úr Gyltu-skarði niður svonefnda Hrossastalla, niður á Víðidal. Jafnframt óskað heimildar til að laga núverandi vegslóða sem liggur upp frá Staðarrétt í gegnum land Reynistaðar upp á brúnir og þaðan vestur á Hrossastalla.
Fyrirhuguð framkvæmd er sýnd á meðfylgjandi yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 4100, númer S-101, dagsettur 22. ágúst 2008. Erindið samþykkt.

15.Hestasport-Ævintýraferðir ehf. - Aðstaða við Villinganes

Málsnúmer 0808015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Magnúsar Sigmundssonar dagsett 20.07.2008. Varðar það úrbætur á aðstöðu Ævintýraferða í landi Villinganes sem fólust m.a í að leggja veg frá Villinganessbænum niður að Héraðsvötnum. Í ljósi þeirra umsvifa sem orðnar eru í Villinganesi og varða flúðasiglingar á Jökulsá er farið fram á við landeiganda í Villingarnesi að hann láti vinna deiliskipulag af jörðinni sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við flúðasiglingarnar.Jafnframt verði gerð grein fyrir og sótt um leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið og ekki er fyrir leyfi skipulagsyfirvalda. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á svæðinu fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Erindi Magnúsar Sigmundssonar um lagningu vegar að Jökulsá frá Villinganesbænum verður ekki afgreitt nema á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Frestur til að ganga frá ofangreindu er til 1. febrúar 2009.

16.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 0807032Vakta málsnúmer

Bókun frá Páli Dagbjartssyni fltr. Sjálfstæðisflokks og Gísla Árnasyni fltr. VG
Á sveitarstjórnarfundi í gær 26. ágúst 2008 var lagt fram skriflegt svar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni, varðandi þá fyrirætlan Landsnets að leggja háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar þvert í gegn um Skagafjarðarhérað. Í svarinu segir eftirfarandi:
"Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 14. ágúst var málið kynnt óformlega, myndir af fyrirhuguðum línustæðum lagðar fram og samþykkt athugasemdalaust að VSÓ Ráðgjöf tæki inn í Umhverfisskýrslu (Umhverfismat áætlana) með Aðalskipulaginu umfjöllun um allar veitur í sveitarfélaginu, og þar með umfjöllun um þessa tvo möguleika sem Landsnet óskar eftir að fara." Í tilefni af því sem hér er haldið fram lýsum við því yfir að hér, á fyrrnefndum fundi Skipulags- og byggingarnefndar hinn 14. ágúst s.l var þetta umrædda mál ekki tekið fyrir, hvorki formlega né óformlega og þar af leiðandi ekki samþykkt að taka fyrirhugaðar línulagnir inn í Umhverfisskýrslu Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Ekkert er skráð í fundargjörð frá fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá fyrrnefndum fundi, sem styður þessar fullyrðingar forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs. Hér er því um rangfærslur að ræða.
Vegna bókunar Páls og Gísla vilja Einar Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir bóka: Við undirrituð viljum árétta eftirfarandi. Málið í heild sinni er á byrjunarreit og framundan er kynningarfundur á vegum Landsnets og síðan tekur við formleg umfjöllun hjá Skipulags og byggingarnefnd. Sú vinna sem nú er í gangi við gerð Aðalskipulags byggist á ráðleggingum Skipulagsstofnunar vegna breytinga sem orðið hafa á lögum og kröfum um gerð Aðalskipulags frá því farið var af stað með gerð Aðalskipulags Skagafjarðar árið 1999. Það er því mjög góð og eðlileg stjórnsýsla að láta fjalla um allt sem vitað er að hugsanlega sé framundan við gerð Umhverfisskýrslu með Aðalskipulagi, hvort sem það eru frístundarsvæði eða lagnaleiðir. Markmið umhverfisskýrslu (Umhverfismats áætlana) er að meta kosti og galla allra hugsanlegra framkvæmda á byrjunarreit þannig að hægt sé að taka upplýsta afstöðu og samþætta að fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.

Formleg afstaða Skipulags og byggingarnefndar eða Sveitastjórnar liggur ekki fyrir enda hafa fyrirhuguð línustæði ekki ennþá fengið formlega umfjöllun. Rétt er að árétta að meirihluti Sveitarstjórnar er búinn að skrifa bæði stjórn Landsnets og Iðnaðarráðherra bréf þar sem sagt er að fyrsti kostur sé að línan verði lögð í jörð og farið er fram á skrifleg svör um afstöðu og möguleika þess.
Framundan er kynning Landsnets á umræddum línukostum fyrir Sveitarstjórn og Skipulags- og byggingarnefnd. Í framhaldi af því verður erindi Landsnets tekið fyrir með formlegum hætti.

Fundi slitið.