Fara í efni

Sauðárkrókur - Nafir - Ræktunarlönd.

Málsnúmer 0808053

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008

Síðastliðið vor hóf Sveitarfélagið Skagafjörður vinnu við að yfirfara og endurskoða samninga varðandi Ræktunarlönd á Nöfum, jafnframt því að láta mæla þessi lönd og hnitsetja. Þetta gert á grundvelli laga um Landskrá fasteigna og í ljósi þess að mörg þessara landa eru einungis til í fasteignaskrám, ekki í þinglýsingarbókum, en hafa þrátt fyrir það gengið í kaupum og sölu manna í milli. Hlutaðeigandi aðilum hefur verið sent bréf dagsett 19. ágúst varðandi þetta og uppdrætti er sýna lönd viðkomandi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum frá viðkomandi.
Markmið þessa er, á grundvelli gildandi laga um Landskrá fasteigna, að stofna þau lönd sem ekki eru til í landskránni og eða þinglýsingarbókum, leiðrétta landstærðir á grundvelli framangreindra korta og mælinga, jafnframt því að gera nýja samninga við hlutaðeigandi og mun Sveitarfélagið sjá um að láta þinglýsa gögnunum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tæknideild ljúki þessari vinnu sem þegar er hafin.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008

Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08 með fimm atkvæðum.