Fara í efni

Laugarhvammur lóð nr 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0805062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008

Laugarhvammur lóð 9, Steindyr. Viðbygging – Umsókn um byggingarleyfi.
Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, fyrir hönd Erlings Jóhannessonar kt. 090543-2109 eiganda sumarhúss á lóðinni sækir um leyfi til að byggja gestahús og stækka núverandi sumarhús samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Benedikt Björnssyni arkitekt. Uppdrættir dagsettir 27. mars 2008. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi aðila. Erindið samþykkt.Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.