Fara í efni

Staðarafrétt, – Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0808065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 153. fundur - 27.08.2008

Jónína Stefánsdóttir formaður fjallskilanefndar Staðarafrétts sækir, f.h hönd fjallskilanefndar Staðarafréttar um framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða vestur úr Gyltu-skarði niður svonefnda Hrossastalla, niður á Víðidal. Jafnframt óskað heimildar til að laga núverandi vegslóða sem liggur upp frá Staðarrétt í gegnum land Reynistaðar upp á brúnir og þaðan vestur á Hrossastalla.
Fyrirhuguð framkvæmd er sýnd á meðfylgjandi yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 4100, númer S-101, dagsettur 22. ágúst 2008. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008

Afgreiðsla 153. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08 með fimm atkvæðum.