Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

196. fundur 13. janúar 2010 kl. 08:15 - 09:25 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Samkeppniseftirlitið: Álit nr. 3/2009 Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni

Málsnúmer 0912127Vakta málsnúmer

Samkeppniseftirlitið: Álit nr. 3/2009 Skipulag, lóðaúthlutanir og samkeppni. Erindið lagt fram til kynningar.

2.Skagfirðingabraut 29 - Umsókn um rekstrarleyfi.

Málsnúmer 1001006Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki, 143704. Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 29. desember sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Jörgens Magnússonar kt. 010370-5749 fh. SHELL-stöðvarinnar Skeljungs hf. kt 590269-1749 um breytingu á rekstrarleyfi. Óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis í flokki II til að reka veitingastofu og verslun í húsnæði fyrirtækisins á lóðinni nr. 29 við Skagfirðingabraut. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.Hólmagrund - umferðaröryggi

Málsnúmer 1001084Vakta málsnúmer

Mörkuð stefna í Aðalskipulagi Skagafjarðar er að allar húsagötur í þéttbýli hafi 30 km/klst hámarkshraða nema annað sé sérstaklega ákveðið. Þegar staðfest Aðalskipulag 2009-2021 liggur fyrir verður farið að vinna eftir stefnu þess og hámarkshraði á húsagötum færður niður í 30 km/klst. Stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á árinu 2010.

.

4.Laugatún 13-15 15R - Lóð skilað.

Málsnúmer 1001112Vakta málsnúmer

Laugatún 13-15. Sigurjón Rúnar Rafnsson kt. 281265-5399 og Ágúst Guðmundsson kt.231155-2449 sækja með bréfi dagsettu 22. desember sl.,fyrir hönd Íbúa húsnæðissamvinnufélags kt. 670502-3760 um að skila lóðinni nr. 13-15 við Laugatún. Erindið samþykkt.

5.Laugatún 17-19 17R - Lóð skilað

Málsnúmer 1001113Vakta málsnúmer

Laugatún 17-19. Sigurjón Rúnar Rafnsson kt. 281265-5399 og Ágúst Guðmundsson kt.231155-2449 sækja með bréfi dagsettu 22. desember sl.,fyrir hönd Íbúa húsnæðissamvinnufélags kt. 670502-3760 um að skila lóðinni nr. 17-19 við Laugatún. Erindið samþykkt.

6.Laugatún 13-15 15R - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1001116Vakta málsnúmer

Laugatún 13-15.Marteinn Jónsson sækir með bréfi dagsettu 22. desember sl., fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870, um að fá úthlutað lóðinni númer 13-15 við Laugatún. Erindið samþykkt.

7.Laugatún 17-19 17R - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1001117Vakta málsnúmer

Laugatún 17-19. Marteinn Jónsson sækir með bréfi dagsettu 22. desember sl., fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870, um að fá úthlutað lóðinni númer 17-19 við Laugatún. Erindið samþykkt.

8.Laugatún 13-15 15R - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1001118Vakta málsnúmer

Laugatún 13-15. Marteinn Jónsson sækir með bréfi dagsettu 22. desember sl., fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870, um byggingarleyfi á lóðinni númer 13-15 við Laugatún. Um er að ræða endurnýjun á byggingarleyfi fyrir raðhúsi sem veitt var 5. júlí 2007. Framlagðir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Arkitektúr og ráðgjöf ehf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Erindið samþykkt.

9.Laugatún 17-19 17R - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1001119Vakta málsnúmer

Laugatún 17-19. Marteinn Jónsson sækir með bréfi dagsettu 22. desember sl., fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870, um byggingarleyfi á lóðinni númer 17-19 við Laugatún. Um er að ræða endurnýjun á byggingarleyfi fyrir raðhúsi sem veitt var 5. júlí 2007. Framlagðir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Arkitektúr og ráðgjöf ehf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Erindið samþykkt.

10.Villinganes - Aðstaða við Villinganes

Málsnúmer 0808015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Magnúsar Sigmundssonar hjá Hestasporti - ævintýraferðum ehf. varðandi skipulagsmál í Villinganesi vegna vegalagningar frá Villinganesbæ að Héraðsvötnum og aðstöðu til að taka á móti fólki úr flúðasiglingum.

Skipulags- og byggingarnefnd vísar til bréfs Sigurjóns Valgarðssonar eiganda Villinganess til skipulags- og byggingarnefndar og dagsett er 2 júní 2009. Þar kemur fram að þeim ferðaþjónustuaðilum sem flúðasiglingar stunda og notað hafa aðstöðu við Villinganes  hefur bréflega verið tilkynnt að landeigandi Villinganess muni ekki láta vinna deiliskipulag á jörðinni vegna þessa fyrr en endurskoðun á leigusamningum milli hans og ferðaþjónustuaðila hefur farið fram. Skipulags- og byggingarnefnd tekur afstöðu til deiliskipulags svæðisins þegar það verður lagt fram.

11.Borgarmýri 5 (143226) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1001081Vakta málsnúmer

Borgarmýri 5 – Umsókn umbyggingarleyfi. Magnús Ingvarsson kt 171160-3249, sækir fyrir hönd Loðskinns ehf. kt. 431199-3009 með bréfi dagsettu 6. janúar sl., um leyfi til breytinga og endurbóta á verksmiðjuhúsi sem stendur á lóð nr. 5 við Borgarmýri. Fyrirhugaðar breytingar og endurbætur varða brunavarnir og er um að ræða fyrsta áfanga af fimm samkvæmt fylgiskjali, framkvæmdaáætlun, sem er meðfylgjandi.Einnig er sótt um að að setja upp 2 m háa lokaða girðingu fyrir geymsluport á austurhluta lóðarinnar

Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættirnir eru í verki númer 7497, nr. A-101, A-102 og A-201 til 202 eru þeir dagsettir 20.12.2009. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir leyfi fyrir umbeðinni girðingu og veitir leyfi fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á grundvelli framlagðra gagna.

12.Túngata 6 (146687) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1001086Vakta málsnúmer

Kárastígur 6 Þorvaldur Gestsson kt. 260942-3449 og Ingibjörg Ólafsdóttir kt. 291242-4729 sækja með bréfi dagsettu 8. janúar sl., um leyfi til klæða utan einbýlishús sem stendur á lóðinni nr. 6 við Túngötu á Hofsósi. Klæðningarefni viðarklæðning, á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:25.