Fara í efni

Borgarmýri 5 (143226) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1001081

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 196. fundur - 13.01.2010

Borgarmýri 5 – Umsókn umbyggingarleyfi. Magnús Ingvarsson kt 171160-3249, sækir fyrir hönd Loðskinns ehf. kt. 431199-3009 með bréfi dagsettu 6. janúar sl., um leyfi til breytinga og endurbóta á verksmiðjuhúsi sem stendur á lóð nr. 5 við Borgarmýri. Fyrirhugaðar breytingar og endurbætur varða brunavarnir og er um að ræða fyrsta áfanga af fimm samkvæmt fylgiskjali, framkvæmdaáætlun, sem er meðfylgjandi.Einnig er sótt um að að setja upp 2 m háa lokaða girðingu fyrir geymsluport á austurhluta lóðarinnar

Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættirnir eru í verki númer 7497, nr. A-101, A-102 og A-201 til 202 eru þeir dagsettir 20.12.2009. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir leyfi fyrir umbeðinni girðingu og veitir leyfi fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á grundvelli framlagðra gagna.