Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

199. fundur 05. febrúar 2010 kl. 08:15 - 10:10 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Til umræðu var aðkoma að lóðinni Eyrarvegur 21 og hugsanleg lóðarstækkun. Til fundar  við nefndina komu Ólafur Sigmarsson frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Magnús Svavarsson frá Vörumiðlun. Árni Ragnarsson skipulagsráðgjafi skýrði kynnti hugmyndir nefndarinnar og Magnús og Ólafur reifuðu skoðanir lóðarhafa. Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar sat fund nefndarinnar undir þessum lið.

2.Akrahreppur: Aðalskipulag 2010 - 2022

Málsnúmer 1001230Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur Tillaga að aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 sem dagsett er 14.janúar 2010 unnin af Tpz. teiknistofa, Páli Zóphóníassyni.Erindið er sent fyrir hönd hreppsnefndar Akrahrepps samkvæmt 17. og 18 grein skipulags- og byggingarlaga. Lagt fram til kynningar.

3.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur, með bréfi dagsettu 15. janúar 2010 afgreitt Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 til staðfestingar umhverfisráðherra og mælir með að það verði staðfest samkvæmt 19. gr. Skipulags- og byggingarlaga, með frestun á þeim svæðum sem sveitarstjórn leggur til og á því svæði sem Vegagerðin leggur til að hringvegur 1 fari um í nýrri legu frá Arnarstapa að Sólheimagerði.

 

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar afgreiðslu Skipulagsstofnunar en harmar þá afstöðu Skipulagsstofnunar að leggja til við Umhverfisráðherra að fresta skipulagi á því svæði sem Vegagerðin leggur til að Hringvegur 1 fari í nýrri legu um Skagafjörð. Fyrir þeirri afgreiðslu Skipulagsstofnunar telur Skipulags- og byggingarnefnd hæpin rök.

Sveitarstjórn fer með stjórn skipulagsmála í héraði og telur að Skipulagsstofnun eigi að samþykkja þá tillögu Sveitastjórnar Skagafjarðar að fara í samstarf við Vegagerðina um  skipulag á umæddu svæði.  Sveitastjórn Skagafjarðar hefur lýst yfir vilja sínum til að vinna að lausn þessa máls í samráði við Vegagerðina og hlutaðeigandi aðila eins og lög gera ráð fyrir.  Það teljum við vera góð vinnubrögð og líkleg til farsællar lausnar.

Í bréfi dagsettu 18.12.2009 til Vegagerðarinnar sem einnig var sent Skipulagsstofnun er eftirfarandi rökstuðningur Sveitarstjórnar settur fram.

"Með breytingu á legu Hringvegar, fellur Varmahlíð úr leið, en hún er mikilvæg þjónustumiðstöð fyrir íbúa í framhluta sveitarfélagsins. Leiða má líkur að því að ef hún fellur úr alfaraleið verði ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeirri þjónustu og verslun sem er í dag. Slíkt gengur þvert á stefnu sveitarfélagsins. Á meðan ekki liggja fyrir áætlanir um hvernig þá verði unnt   að tryggja þjónustu og verslun í þessum hluta sveitarfélagsins og samanburður á lagfæringu Hringvegarins um Varmahlíð og fyrirliggjandi tillögu Vegagerðarinnar m.t.t. umferðaröryggis, mun Sveitarfélagið Skagafjörður ekki breyta legu Hringvegarins. Það er hins vegar vilji sveitarfélagsins að leita samráðs við Vegagerðina um undirbúning að endurskoðun á stofnvegakerfi sveitarfélagsins í kjölfar staðfestingar á aðalskipulaginu. Til marks um það hefur verið gerð grein fyrir tillögum Vegagerðarinnar á skýringaruppdrætti í Aðalskipulagi Skagafjarðar og sveitarfélagið hyggst ekki gera ráð fyrir mannvirkjum á eða í nágrenni veglína sem Vegagerðin leggur til vegna styttingar Hringvegar. "

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að Umhverfisráðherra verði gerð grein fyrir sjónarmiðum Sveitarstjórnar og óski eftir að staðfestingu Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 verði hraðað sem mögulegt er.

 

4.Náttúruvefsjá

Málsnúmer 0912122Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá byggðarráði til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Málið var á dagskrá byggðarráðs 20.janúar. sl. Halldór Pétursson Þróunarstjóri hjá Veðurstofu Íslands bíður Sveitarfélaginu Skagafirði að taka þátt í samstarfi og verða þátttakkandi í félagi sem ætlað er að standa að og reka  birtingu landupplýsingakerfa. Tillagan byggir á því að nota þegar þróaða aðferðafræði og tól, Náttúruvefsjá, til skráningar (lýsigögn) og til skoðunar á stafrænum gögnum sem tengja má staðsetningu. Vefsjáin yrði þróuð í vefgátt sem notuð er til skráningar og kynningar á gögnun og til að vísa notendum á önnur vefsvæði þar sem skoða má betur og niðurhala völdum gögnum.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.   

Fundi slitið - kl. 10:10.