Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

163. fundur 17. desember 2008 kl. 17:00 - 19:00 í Safnahúsi við Faxatorg
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Skagafjarðar. Opinn kynningarfundur haldinn í Safnahúsinu við Faxatorg vegna vinnu við gerð Aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, Auk nefndar-og starfsmanna voru mættir ráðgjafarnir Árni Ragnarsson og Páll Zóphóníasson frá Lendisskipulagi, Sigríður Droplaug Jónsdóttir VSÓ Ráðgjöf og Eyjólfur Þór Þórarinsson frá Stoð ehf.verkfræðistofu. Að loknum inngangsorðum Einars E. Einarssonar formanns skipulags ? og byggingarnefndar tók Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri við fundarstjórn. Páll Zóphóníasson kynnti Aðalskipulagstillöguna,fór yfir tillögur og markmið og útskýrði þann lagaramma sem aðalskipulag byggir á. Sigríður Droplaug gerði grein fyrir helstu atriðum umhverfisskýrslu sem er hluti aðalskipulagstillögunnar. Að því loknu var orðið gefið laust og svöruðu ráðgjafar og nefndarmenn fyrirspurnum úr sal. Fleira ekki gert. Formaður sleit fundi og þakkaði fundarmönnum öllum góða fundarsetu.

Fundi slitið - kl. 19:00.