Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

206. fundur 05. maí 2010 kl. 08:15 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Fyrir tekið bréf umhverfisráðuneytisins dagsett 3. maí 2010 varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggignarnefnd vísar til fundar sem sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúar í Skipulags- og byggingarnefnd áttu með ráðherra Svandísi Svavarsdóttur og ráðuneytisstjóra Magnúsi Jóhannessyni þann  12. apríl síðastliðinn.  Á þeim fundi var gerð grein fyrir afstöðu sveitarfélagsins til niðurstöðu Skipulagsstofnunar um frestun á skipulagi vegna tillögu Vegagerðarinnar um legu hringvegar í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Eins og fram kom á þeim fundi er Sveitarfélagið Skagafjörður nú sem áður tilbúið til samstarfs við Vegagerðina um að leita sem bestra lausna á lagningu vega í Sveitarfélaginu, þar sem mat á umferðaröryggi er haft í öndvegi. Skipulags- og byggignarnefnd felur sveitarstjóra að svara erindi umhverfisráðuneytisins og ítrekar fyrri afgreiðslur sínar varðandi málið.

 

2.Samráðsfundur skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

Málsnúmer 1004115Vakta málsnúmer

Erindi Skipulagsstofnunar dagsett 21.4 sl., lagt fram til kynningar. Vegna sveitarstjórnakosninganna í vor hefur Skipulagsstofnun ákveðið að flytja árlegan samráðsfund Skipulagsstofnunar með sveitarfélögunum til haustsins, 16. og 17. september og verður hann haldinn á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður sem áður farið yfir þau málefni sem Skipulagsstofnun telur brýnt að koma á framfæri við sveitarfélögin og rætt það sem brennur á sveitarfélögunum.  Dagskrá verður kynnt síðar.

3.Hofsstaðasel land 179937 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 1005003Vakta málsnúmer

Hofsstaðasel land 179937, Selsbustir - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 29. apríl sl. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Þórólfs Sigurjónssonar kt. 270165-4359 fyrir hönd Selsbusta ehf. kt 4112982219. Þar sem sótt er um  rekstrarleyfi í flokki II. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Eyrartún 12 (174006) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005001Vakta málsnúmer

Þröstur Friðfinnsson kt. 260861-2479 og Elín Kristbjörg Sigurðardóttir kt. 091060-3379, sækja með bréfi dagsettu 30. apríl sl., um leyfi til að koma fyrir setlaug á lóðinni nr. 12, vestan við bílskúrinn. Einnig óska þau heimildar til að breikka innkeyrslu á lóðina um 1,5 m til suðurs. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fram lagt og fer fram á afstöðuuppdrátt er sýni umbeðnar framkvæmdir. Breikkun innkeyrslu skal gerð í samráði við tæknideild og alfarið á kostnað umsækjanda. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

5.Borgarsíða 8 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1004107Vakta málsnúmer

Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt sækir með bréfi dagsettu 16. Apríl sl., um breytingu á húsnæði Vegagerðarinnar sem stendur á lóðinni nr 8 við Borgarsíðu. Óskað er eftir að koma fyrir hurð á suðaustur hlið hússins. Framlagðir uppdrættir dagsettir 21.1.2005, breytt 25.3.2010, gerðir af umsækjanda og eru þeir í verki númer 0452, nr 102 og 103. Erindið samþykkt.   

6.Lindargata 15 (143586)- Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1004142Vakta málsnúmer

Wladyslaw Jan Bugajski kt. 160650-2149, eigandi íbúðar á neðri hæð í fjöleignarhúsi sem stendur á lóðinni nr. 15 við Lindargötu á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 30. apríl sl., um leyfi til að breyta útliti hússins skv. framlögðum uppdrætti. Fyrir liggur samþykki Ragnars Eiríkssonar kt. 220145-7869 og Hönnu Eiríksson kt. 301049-7149 eigenda íbúðar á efri hæð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.Ytra-Skörðugil II (146046) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1004144Vakta málsnúmer

Elín H. Sæmundsdóttir eigandi jarðarinnar Ytra-Skörðugils II sækir með bréfi dagsettu 26. apríl sl. um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að breyta útihúsi á jörðinni. Umrædd fasteign er hesthús sem hefur  fastanúmerið 214-0531 og er byggð árið 1981 sem hlaða. Notkun hússins var breytt 1990 í núverandi  form. Breytingin felst í að breyta innri gerð hússins og útliti samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem unnir eru á Verkfræðistofunni Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdrættir eru í verki númer 7016, nr A101 og eru dagsettir 26. apríl 2010. Erindið samþykkt.

8.Laugatún 13-15 15R - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1001118Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson 030957-4749 fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870 sækir með bréfi dagsettu 27. apríl um að fá samþykktar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af fjölbýlishúsi sem teiknað hefur verið á lóðina númer 13-15 Laugatún. Áður samþykktir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Arkitektúr og ráðgjöf ehf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Breyttir aðaluppdrættir einnig gerðir af Bjarna Reykjalín og eru þeir dagsettir 30.04.2007, 20.05.2007 og 13.04.2010.  Helstu breytingarnar varða klæðningarefni utan á húsið. Húsið verðu múrklætt. Erindið samþykkt.

9.Laugatún 17-19 17R - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1001119Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson 030957-4749 fyrir hönd Nemendagarða Skagafjarðar ses  kt 450508-1870 sækir með bréfi dagsettu 27. apríl um að fá samþykktar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af fjölbýlishúsi sem teiknað hefur verið á lóðina númer 17-19 við Laugatún. Áður samþykktir uppdrættir gerðir á teiknistofunni Arkitektúr og ráðgjöf ehf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Breyttir aðaluppdrættir einnig gerðir af Bjarna Reykjalín og eru þeir dagsettir 30.04.2007, 20.05.2007 og 13.04.2010.  Helstu breytingarnar varða klæðningarefni utan á húsið. Húsið verður múrklætt. Erindið samþykkt.

10.Reykjarhóll 146875 - Umsókn um niðurrif

Málsnúmer 1004110Vakta málsnúmer

Reykjarhóll á Bökkum (146875) - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Haukur Guðmundsson framkvæmdastjóri fh. Smáragarðs ehf. 600269-2599, sækir með bréfi dagsettu 16. apríl sl., um leyfi til að rífa eftirtalin mannvirki sem standa á jörðinni.  

MHL 15 Uppeldishús 1022,3m²        

MHL 17 Dæluhús    14,0m²        

MHL 20 Uppeldishús 225,0m²        

MHL 21 Loftun/Verkstæði 96,0m²        

MHL 22 Eldisker 147,4m²        

MHL 23 Eldisker 147,4m²                 

MHL 28 Eldisker 63,6m²        

MHL 29 Eldisker 63,6m²        

MHL 31 Eldisker 63,6m²        

MHL 32 Eldisker 63,6m²

Erindið samþykkt.

11.Laugarból lóð 205500, Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905042Vakta málsnúmer

Laugarból lóð 205500, Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 27. maí og 10. Desember 2009. Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009, f.h. Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 sækir með bréfi dagsettu 14. apríl sl., um breytinga á áður samþykktum uppdráttum.
Framlagðir breytingaruppdrættir dagsettir 08.05.2009,  breytt 12.11.2009 og 14.04.2010, gerðir af honum sjálfum. Erindið samþykkt.

12.Bárustígur 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005019Vakta málsnúmer

Kristín Þorsteinsdóttir kt. 220979-5399 og Ari Freyr Ólafsson kt. 030180-5429, eigendur einbýlishúss og bílgeymslu sem stendur á lóðinni nr. 11 við Bárustíg  á Sauðárkróki sækjum  með bréfi dagsettu 30. apríl sl. um leyfi til að:

1.         Rífa bílgeymslu með matshlut 02 á lóðinni, matsnúmer 231-1227

2.         Byggja  viðbyggingu við húsið, íbúðarrými og bílgeymslu samkvæmt uppdráttum Bjarna Reykjalín.

3.         Breikka innkeyrslu inn á lóðina.

4.         Koma fyrir setlaug á lóðinni.

5.         Setja upp skjólvegg, 1,8 m  á lóðarmörkum.

Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Arkitektúr og ráðgjöf ehf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi og eru þeir dagsettir 27.04.2010. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða sem eru Bárustígur 13, og Ægisstígur 4 og 6. Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afla álits nágranna og afgreiða málið. 

13.Starrastaðir land 216379 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1005021Vakta málsnúmer

Linda Hlín Sigbjörnsdóttir kt. 040963-3329 eigandi lóðarinnar Laugamels  með landnúmerið 216379 í landi Starrastaða í Skagafirði,  sækir með bréfi dagsettu 3. maí sl., um  byggingu geymslu í landi Laugamels.  Framlagðir uppdrættir  gerðir af  Guðmundi Þór Guðmundssyni kt, 200857-5269, og eru þeir dagsettir 30. apríl 2010. Erindið samþykkt.

14.Reykir (146213) - Fosslaug

Málsnúmer 1004105Vakta málsnúmer

Félagið Á Sturlungaslóð og landeigendur Reykja í Tungusveit sækja með bréfi dagsettu 25. apríl sl., um heimild til að hlaða upp setlaug við volga uppsprettu á austurbakka Svartár í landi Reykja á svonefndu Fossnesi, rétt ofan við Reykjafoss. Fylgjandi umsókn er afstöðuuppdráttur ásamt efnis-og verklýsingu. Erindið samþykkt að fenginni umsögn minjavarðar.  

15.Árgerði land 01 (219327) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1004094Vakta málsnúmer

Linda Jónsdóttir kt. 290577-4549 og Kristján Óttar Eymundsson kt. 221275-5199, þinglýstir eigendur jarðarinnar Árgerðis (landnr. 145997) Sæmundarhlíð í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 18. apríl sl.,  um heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til að skipta 11,5 ha landspildu út úr framangreindri  jörð. Landið sem um ræðir er  nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur 21. október 2009. Uppdrátturinn er í verki númer 71381, nr ,. S-01. gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  145997. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

16.Árgerði land 02 (219328) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1004095Vakta málsnúmer

Linda Jónsdóttir kt. 290577-4549 og Kristján Óttar Eymundsson kt. 221275-5199, þinglýstir eigendur jarðarinnar Árgerðis (landnr. 145997) Sæmundarhlíð í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 18. apríl sl.,  um heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, til að skipta 13,7 ha landspildu út úr framangreindri  jörð. Landið sem um ræðir er  nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur 21. október 2009. Uppdrátturinn er í verki númer 71381, nr ,. S-01. gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  145997. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

17.Hóll lóð 2, 219347 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1005033Vakta málsnúmer

Bjarni Jónsson kt. 100637-2199 og Jón Grétarsson kt. 081177-4499, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hóls (landnr. 145979) Sæmundarhlíð í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 30. apríl sl., um leyfi til þess að stofna  lóð í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Númer uppdráttar er S-04 í verki nr. 7434-1, dags. 29. apríl 2010. Einnig er sótt um að landið verði leist úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  145979. Erindið samþykkt.

18.Goðdalir 146166 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1005030Vakta málsnúmer

Borgar Símonarson     kt 120130-2509   og Sigþór Smári Borgarsson kt 221059-5149, þinglýstir eigendur jarðarinnar Goðdala (landnr. 146166) í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 8. apríl sl., um leyfi til þess að stofna  lóð um Hraunlækjarskála á Goðdaladal. Framlagður yfirlits-og afstöðuuppdráttur er dagsettur  8. apríl sl., gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni.  Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 73331. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu  146166. Erindið samþykkt.

19.Borgargerði 1 lóð 2 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1004087Vakta málsnúmer

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir kt. 191221-2819,  þinglýstur eigandi jarðarinnar Borgargerðis 1, Borgarsveit í   Skagafirði  landnr. 145919 sækir með bréfi dagsettu 16. apríl sl., með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004,  um heimild Skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 46.900,0 m² lóð/land úr landi jarðarinnar. Á landinu standa hús með fastanúmerið 213-9776, 134,7m² einbýlishús og  56,0m² bílskúr. Húsin eru í eigu Heiðbjartar Kristmundsdóttur  kt.  190849-3179, sem einnig skrifar undir umsóknina. Landið sem um ræðir er nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 16. mars 2010. Uppdrátturinn er í verki númer 72951 nr. S01 gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Lögbýlarétturinn  fylgir áfram landnúmerinu  145919. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

20.Borgargerði 1 lóð 3 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1004090Vakta málsnúmer

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir kt. 191221-2819,  þinglýstur eigandi jarðarinnar Borgargerðis 1, Borgarsveit í   Skagafirði  landnr. 145919 sækir með bréfi dagsettu 16. apríl sl., með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004,  um heimild Skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 72.912,0 m² m² lóð/land úr landi jarðarinnar. Á landinu stendur 167,2 m² einbýlishús með fastanúmerið 213-9777. Húsið er í eigu Sigurðar Guðjónssonar kt 070252-3179, sem einnig skrifar undir umsóknina. Landið sem um ræðir er nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 16. mars 2010. Uppdrátturinn er í verki númer 72951 nr. S01 gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Lögbýlarétturinn  fylgir áfram landnúmerinu  145919. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

21.Borgargerði 1 lóð 4 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1005025Vakta málsnúmer

Hlíf Ragnheiður Árnadóttir kt. 191221-2819,  þinglýstur eigandi jarðarinnar Borgargerðis 1, Borgarsveit í   Skagafirði  landnr. 145919 sækir með bréfi dagsettu 16. apríl sl., með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004,  um heimild Skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 46.334 m² m² lóð/land úr landi jarðarinnar. Landið sem um ræðir er nánar tilgreind á hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 16. mars 2010. Uppdrátturinn er í verki númer 72951 nr. S02 gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Lögbýlarétturinn  fylgir áfram landnúmerinu  145919. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

22.Bætt aðgengi utanhúss á Sauðárkróki

Málsnúmer 1005036Vakta málsnúmer

Erindið lagt fram. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir með bréfriturum og vísar erindinu til byggðarráðs.

23.Glaumbær lóð 146033 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005038Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269, fh. Eignasjóðs Skagafjarðar,  óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að byggja þjónustuhús sem rísa á á á lóð Byggðasafnsins í Glaumbæ.  Lóðin hefur heitið Glaumbær lóð, landnúmer 146033.  Í húsinu verða snyrtingar fyrir gesti safnsins.  Einnig er sótt um heimild til tilheyrandi lagnavinnu, svo sem endurnýjun núverandi rotþróar og gerð siturbeðs.  Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni.  Númer uppdráttar eru A-101 í verki nr. 4826-1, dags. 26. apríl 2010. Húsið verður byggt utan lóðar. Sótt verður um flutning hússins á lóðina samkvæmt afstöðuuppdrætti sem unnin verður í samráði við Byggðasafnið og landeigendur. Erindið samþykkt.

24.Reykjarhólsvegur 4B - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1005049Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard kt. 020951-2069 fyrir hönd Magnúsar Aadnegard kt. 090542-4199 sækir með bréfi dagsettu 4. maí sl., um byggingar-og flutningsleyfi fyrir húsi á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki og fyrirhugað er að flytja það á lóð nr. 4b (208429) við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Nýju Teiknistofunni af Sigurði Einarssyni. Einnig er óskað eftir leyfi til að koma fyrir setlaug á verönd við húsið. Erindið Samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Fundi slitið - kl. 11:00.