Fara í efni

Eyrartún 12 (174006) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010

Þröstur Friðfinnsson kt. 260861-2479 og Elín Kristbjörg Sigurðardóttir kt. 091060-3379, sækja með bréfi dagsettu 30. apríl sl., um leyfi til að koma fyrir setlaug á lóðinni nr. 12, vestan við bílskúrinn. Einnig óska þau heimildar til að breikka innkeyrslu á lóðina um 1,5 m til suðurs. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fram lagt og fer fram á afstöðuuppdrátt er sýni umbeðnar framkvæmdir. Breikkun innkeyrslu skal gerð í samráði við tæknideild og alfarið á kostnað umsækjanda. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.