Fara í efni

Reykjarhólsvegur 4B -

Málsnúmer 1005049

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 12.04.2010

Umsóknarbréf um lóð barst stjórn Menningarsjóðsins dagsett 20. Febrúar 2010.

Umsækjandi Magnús Aadnegaard kt. 090542-4199 Heiðvangi 78, 220 Hafnarfirði sækir um lóð nr 4B við Reykjarhólsveg. Í bréfinu kemur fram að hann hefur áhuga á að setja þar niður frístundahús sem verið hefur í byggingu hjá Fjölbrautarskóla NV.

Umræddri lóð var úthlutað ISSS-húsum en fyrir liggur vilyrði þeirra að segja sig frá lóðinni.

Stjórnin lýsir sig samþykka erindinu að undangengnum formlegur atriðum sem lúta að lóðaleigusamningum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010

Knútur Aadnegard kt. 020951-2069 fyrir hönd Magnúsar Aadnegard kt. 090542-4199 sækir með bréfi dagsettu 4. maí sl., um byggingar-og flutningsleyfi fyrir húsi á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sauðárkróki og fyrirhugað er að flytja það á lóð nr. 4b (208429) við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Nýju Teiknistofunni af Sigurði Einarssyni. Einnig er óskað eftir leyfi til að koma fyrir setlaug á verönd við húsið. Erindið Samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 27.05.2010

Fram kom að núverandi lóðahafar Reykjarhólsvegar 4B hafa ekki sagt sig formlega frá lóðinni og beðið er bréfs þess efnis. Annað er á áætlun.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 21.01.2011

Formaður lagði fram lóðaleigusamning Lnr. 208429 fyrir Reykjarhólsveg 4B, leigutaki Magnús Aadnegaard. Tekur hann þar með við lóð sem ISSS-húsum var úthlutað , en þeir hafa sagt sig frá formlega með bréfi dagsettu 05.05.2010