Fara í efni

Ytra-Skörðugil II (146046) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1004144

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010

Elín H. Sæmundsdóttir eigandi jarðarinnar Ytra-Skörðugils II sækir með bréfi dagsettu 26. apríl sl. um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að breyta útihúsi á jörðinni. Umrædd fasteign er hesthús sem hefur  fastanúmerið 214-0531 og er byggð árið 1981 sem hlaða. Notkun hússins var breytt 1990 í núverandi  form. Breytingin felst í að breyta innri gerð hússins og útliti samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem unnir eru á Verkfræðistofunni Stoð ehf. af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdrættir eru í verki númer 7016, nr A101 og eru dagsettir 26. apríl 2010. Erindið samþykkt.