Fara í efni

Glaumbær lóð 146033 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 206. fundur - 05.05.2010

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269, fh. Eignasjóðs Skagafjarðar,  óskar heimildar skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að byggja þjónustuhús sem rísa á á á lóð Byggðasafnsins í Glaumbæ.  Lóðin hefur heitið Glaumbær lóð, landnúmer 146033.  Í húsinu verða snyrtingar fyrir gesti safnsins.  Einnig er sótt um heimild til tilheyrandi lagnavinnu, svo sem endurnýjun núverandi rotþróar og gerð siturbeðs.  Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni.  Númer uppdráttar eru A-101 í verki nr. 4826-1, dags. 26. apríl 2010. Húsið verður byggt utan lóðar. Sótt verður um flutning hússins á lóðina samkvæmt afstöðuuppdrætti sem unnin verður í samráði við Byggðasafnið og landeigendur. Erindið samþykkt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 207. fundur - 19.05.2010

Málið áður á dagskrá skipulags-og byggingarnefndar 5.maí sl.,

Sigríður Sigurðardóttir og f.h. Byggðasafns Skagfirðinga, Glaumbæ og Guðmundur Þór Guðmundsson fh. eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja með bréfi dagsettu 17. maí sl., leyfi til að flytja og staðsetja þjónustuhús við lóð Byggðasafnsins í Glaumbæ. Húsið er byggt af byggingarfélaginu K-Tak á lóð félagsins við Borgartún 1 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður er á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni.  Númer uppdráttar eru A-101 í verki nr. 4826-1, dags. 26. apríl 2010. Erindið samþykkt.