Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

182. fundur 31. ágúst 2009 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson skipulagsráðgjafa.Fjallað var um aðalskipulagstillöguna og framkomnar athugasemdir við tillöguna auk bréfs Skipulagsstofnunar frá 3. apríl 2009.Lögboðnum umsagnaraðilum var með bréfi dagsettu 14.12.2005 kynnt 4. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í greinargerð með 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar kemur fram hverjir svöruðu þá bréfi skipulags- og byggingarnefndar. Eins og fram kemur í greinargerð með 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar var tillit tekið til ábendinga umsagnaraðila.Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eftirtöldum aðilum 5. Tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 til umsagnar með bréfi dagsettu 27. febrúar 2009.Eftirtöldum aðilum var skrifað :Flugmálastjórn, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, Landbúnaðarráðuneyti, Landsneti hf., Siglingastofnun ríkisins, Skipulagsnefnd kirkjugarða, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Vegagerð ríkisins, Skógrækt ríkisins, Akrahreppi, Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Dalvíkurbyggð, Héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu, Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Hörgárbyggð, Fjallabyggð, Samtökum sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Skagabyggð og Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins.Svarbréf barst frá eftirtöldum:Flugmálastjórn dagsett 3. apríl 2009, Siglingastofnun ríkisins dagsett 12. mars 2009, Veðurstofu Íslands dagsett 31. mars 2009, Vegagerð ríkisins dagsett 7. apríl 2009, Skógrækt ríkisins dagsett 26. mars 2009, Blönduósbæ dagsett 15. júlí 2009,, Sveitarfélaginu Skagaströnd dagsett 9. júlí 2009, Fjallabyggð dagsett 16. apríl 2009 og Skagabyggð dagsett 7. mars 2009.Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsti 5. tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan, greinargerð og uppdrættir ásamt umhverfisskýrslu var auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, var til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, á venjubundnum opnunartíma frá fimmtudeginum 28. maí 2009 til fimmtudagsins 2. júlí 2009. Jafnframt var tillagan, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Athugasemdarfrestur við tillöguna var til kl. 15.00 föstudaginn 17. júlí 2009. Alls bárust, innan, tilskilins athugasemdarfrests, 18 athugasemdir við 5. tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021. Þar af eru tvær athugasemdir í formi undirskriftarlista og ein á formi fundargerðar.Athugasemdir bárust um eftirtalin atriði.Nr. 1 Bréf frá Jónínu Friðriksdóttur og Stefáni Sigurðssyni dagsett 1.janúar 2009.Nr. 2 Bréf frá Leið ehf. dagsett 10.júní 2009.Nr. 3 Tölvupóstur, frá Þóru Björk Jóndóttir kennslu og sérkennsluráðgjafa dagsett 11.06.2009.Nr. 4 Bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks dagsett 26.júní 2009Nr. 5 Bréf frá landeigendum Móskóga dagsett 29.07.2009.Nr. 6 Bréf frá eigendum Laufhóls, Kýrholts, Bakka og Lóns dagsett 30.júní 2009.Nr. 7 Bréf frá Vegagerðinni dagsett 10.07.2009.Nr. 8 Undirskriftarlisti gegn tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar um friðlýsingu Austara Eylendisins móttekið 10 júlí 2009.Nr. 9 Bréf frá Hestamannafélögunum Léttfeta, Stíganda og Svaða dagsett 14.07.2009.Nr. 10 Fundargerð frá íbúafundi í Fljótum þann 12.07.2009.Nr. 11 Bréf frá Kolkuós ses. dagsett 05.07.2009.Nr. 12 Undirskriftarlisti frá 37 íbúum Viðvíkursveitar og Hjaltadals dagsett 08.06.2009. Nr. 13 Bréf frá Guðmundi Viðari Péturssyni bónda á Hrauni í Fljótum dagsett16.07.2009.Nr. 14 Tölvupóstur frá Gísla Birni Gíslasyni VöglumNr. 15 Bréf frá Umhverfisstofnun ríkisins dagsett 17.07.2009Nr. 16 Bréf frá Ingibjörgu Jónasdóttur, Þórunni Jónasdóttur og Moniku Jónasdóttur ódagsett en móttekið 17. júlí 2009.Nr. 17 Bréf frá Geir Eyjólfssyni dagsett 16.07.2009.Nr. 18 Bréf frá Trausta Sveinssyni Bjarnagili dagsett 16.07.2009.Farið var efnislega yfir athugasemdir og umsagnir og sjónarmið nefndarmanna rædd. Skipulagsráðgjafa og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útfæra svör nefndarinnar nánar og leggja fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 18:00.