Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

173. fundur 12. maí 2009 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Pál Zóphóníasson og Árna Ragnarsson ráðgjafa Lendisskipulagi, Sigríði Droplaugu Jónsdóttur VSÓ Ráðgjöf og Eyjólf Þór Þórarinsson Stoð ehf. Verkfræðistofu. Komu þau á fund nefndarinnar vegna vinnu við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Á 172. fundi Skipulags- og byggingarnefndar, 22. apríl sl., var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 3. apríl sl. varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Þá var Skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum falið að yfirfara bréfið og lagfæra athugasemdir. Það hefur nú verið gert og gerðu ráðgjafar grein fyrir þeirri vinnu. Gerð er grein fyrir þessum breytingum í kafla 1.9 í greinargerð, meðferð 5. tillögu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með við Sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 verði auglýst samkvæmt 18. grein skipulags- og byggingarlaga 73/1997 m.s.br. Aðalskipulagstillagan samanstendur af forsendum með 5. tillögu, 2. og 3 kafli dagsettir í apríl 2009, greinargerð 4. kafli ásamt inngangi 1. kafla, dagsett í apríl 2009, umhverfisskýrslu dagsett í apríl 2009, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti sem sýnir á sama uppdráttarblaði uppdrætti af Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Varmahlíð og Steinsstöðum.

Fundi slitið - kl. 15:00.