Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

181. fundur 20. ágúst 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Bústaðir I, lóð 01( 218686) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0908032Vakta málsnúmer

Bústaðir I, lóð 01( 218686) - Umsókn um landskipti. Kristján Kristjánsson kt. 070647-3119 eigandi jarðarinnar Bústaða I, landnúmer 146158 í Skagafirði sækir með bréfi dagsettu 10. ágúst sl. um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að stofna 8228,2 m² lóð út úr framangreindri jörð. Einnig sækir hann um að lóðin sem verið er að stofna og fengið hefur landnúmerið 218686 verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146158. Framlagður aðaluppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7518 nr. S-01 og er hann dagsettur 6. ágúst 2009. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Bústaðir I, lóð 01 (218686) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0908022Vakta málsnúmer

Bústaðir I, lóð 01 (218686) - Umsókn um byggingarleyfi. Kristján Kristjánsson kt. 070647-3119 eigandi lóðarinnar Bústaðir I, lóð 01 (218686) sem verið er að stofna, sækir með bréfi dagsettu 14. júlí sl. um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni. Fyrirhugað er að byggja 115,5 m² hús úr 6 Moelven einingum. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269 og eru þeir dagsettir 12. júlí 2009. Afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7518 nr. S-02 og er hann dagsettur 6. ágúst 2009. Erindið samþykkt.

3.Skólagata (146723)- Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908037Vakta málsnúmer

Skólagata Hofsósi- (146723)- Umsókn um byggingarleyfi. Friðbjörn H. Jónsson kt. 120658-4099, fyrir hönd Inger Karlströmer kt. 400102-0660 Näsumsvägen 19 290 37 Arkelstorp SVERIGE, sem er eigandi lóðarinnar sem hefur landnr. 146723, sækir með bréfi dagsettu 13. ágúst sl. um leyfi til að byggja geymslu og bílskýli á framangreindri lóð. Framlagðir uppdrættir dagsettir 13. ágúst 2009 gerðir á STOÐ ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7431, nr. A-120. Erindið samþykkt.

4.Keflavík 146389 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908035Vakta málsnúmer

Keflavík 146389 - Umsókn um byggingarleyfi. Jóhann Már Jóhannsson kt. 100145-4569 eigandi jarðarinnar Keflavíkur í Hegranesi sækir með bréfi dagsettu 13. ágúst sl. um leyfi til að byggja sauðburðarskýli á jörðinni. Skýlið verður byggt við suðurgafl byggingar sem í dag er skilgreind sem fjóshlaða í fasteignaskrá. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 12. ágúst 2009, gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219, og eru þeir verknúmer 70031.
Einnig er sótt um leyfi til að breyta notkun fjóss og fjóshlöðu, í fjárhús. Erindið samþykkt.

5.Lerkihlíð 5, Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908034Vakta málsnúmer

Lerkihlíð 5, Umsókn um byggingarleyfi. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kt. 240975-5139 og Friðrik Þór Ólafsson kt. 070476-4529 sækja með bréfi dagsettu 17. ágúst sl. um heimild skipulags-og bygggingarnefndar til að steypa veggi á mörkum lóðanna nr. 3 og 5 við Lerkihlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi og eru þeir dagsettir 18. ágúst sl. Fyrir liggur samþykki nágranna að Lerkihlíð 3. Erindið samþykkt.

6.Laufskálarrétt - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908031Vakta málsnúmer

Laufskálarrétt - Umsókn um byggingarleyfi. Atli Már Traustason kt. 211273-5189, sækir með bréfi dagsettu 29.júlí sl. fyrir hönd Fjallskilasjóðs Hóla og Viðvíkurhrepps kt. 490288-2529 um leyfi til að breyta og byggja við aðstöðuhús sem stendur við Laufskálarétt. Breytingin felst í að byggja 11,25 m² snyrtiaðstöðu við húsið. Framlagðir uppdrættir dagsettir 25.07.2009, gerðir af Trausta Val Traustasyni kt 160783- 5249. Fyrir liggur samþykki eigenda jarðarinnar Laufskála, Leós Viðars Leóssonar kt 071153-5419 og Ragnheiðar Guðrúnar Hreinsdóttur kt. 040559-3459. Erindið samþykkt.

7.Gauksstaðir 145883 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0907039Vakta málsnúmer

Gauksstaðir 145883 - Umsókn um byggingarleyfi. Jón Stefánsson kt. 070631-7419, eigandi jarðarinnar Gauksstaða sækir með bréfi dagsettu 14.júlí sl. um heimild skipulags –og byggingarnefndar til að byggja 15 m² frístundahús á jörðinni. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 15.júlí sl. gerðir á ABS teiknistofu af Jóhannesi Péturssyni byggingartæknifræðingi, kt. 010448-3959. Afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7334 nr. S02 og er hann dagsettur 13.júlí 2009. Erindið samþykkt.

8.Gauksstaðir lóð (207146) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908030Vakta málsnúmer

Gauksstaðir lóð (207146) - Umsókn um byggingarleyfi. Sveinfríður Á Jónsdóttir, kt. 080765-5339, lóðarhafi lóðar með landnúmerið 207146 úr landi Gauksstaða á Skaga, sækir með bréfi dagsettu 14. ágúst sl. um leyfi til að einangra og klæða utan frístundahús byggt árið 2005 og gestahús byggt árið 2007. Einangrunarefni steinull, vatnsklæðning lárétt viðarklæðning. Bæði þessi hús standa á framangreindri lóð. Erindið samþykkt.

9.Raftahlíð 67 (143658) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908029Vakta málsnúmer

Raftahlíð 67 (143658) - Umsókn um byggingarleyfi. Þorsteinn Kárason kt. 110955-3919, sækir með bréfi dagsettu 18.ágúst sl. um leyfi til að byggja garðhús á lóðinni nr. 67 við Raftahlíð á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir dagsettir 12.08.2009 gerðir af honum sjálfum. Nefndin bendir á að húsið stendur að hluta á opnu svæði Sveitarfélagsins. Erindið samþykkt.

10.Dalatún 14 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0908010Vakta málsnúmer

Dalatún 14 - Umsókn um byggingarleyfi. Rögnvaldur Árnason kt. 021150-3049 og Ingibjörg Sigurðardóttir kt. 190251-4119 sækja með bréfi dagsettu 8. ágúst sl. um leyfi til að byggja sólpall, skjólveggi og útigeymslu ásamt því að koma fyrir setlaug á pallinum. Framlagðir uppdrættir dagsettir 8.ágúst sl. gerðir af umsækjendum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

11.Grófargil - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0907041Vakta málsnúmer

Grófargil - Umsókn um byggingarleyfi. Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659 sækir með bréfi dagsettu 22. júlí sl. um leyfi til að einangra og klæða utan hluta gamla íbúðarhússins á Grófargili, sem byggt var árið 1948 og hefur matshlutanúmerið 07 á jörðinni. Einangrað verður með steinull í timburgrind sem klædd verður með trapisustáli. Þá er sótt um leyfi til að endurnýja rotþró tengda við húsið. Einnig sótt um leyfi til að rífa geymsluskúr sem stendur upp að framangreindu íbúðarhúsi og hefur matshlutanúmerið 08. Erindið samþykkt.

12.Skagfirðingabraut 24 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0907040Vakta málsnúmer

Steinþór Gunnarsson fh. Fasteigna ríkissjóðs kt. 690981-0259 sem er lóðarhafi lóðarinnar nr. 24 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki sækir um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á lóð, inngangi og einstaklingsíbúð. Breytingarnar fólu í sér að aðlaga aðkomu húss og íbúðar að umferð hreyfihamlaðra. Aðaluppdráttur dagsettur 15. júlí 2009 er gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Erindið samþykkt.

13.Skagfirðingabraut 26 Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 0908040Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 26 Umsókn um stöðuleyfi. Jón F. Hjartarson kt. 290747-2959 f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sækir með bréfi dagsettu 17.ágúst sl. um byggingar- og stöðu leyfi til þess að byggja tvö borholuskýli á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nr. 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur dags. 17. ágúst 2009, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 1028 nr. A-101. Erindið samþykkt.

14.Birkihlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908002Vakta málsnúmer

Birkihlíð 6 - Umsókn um byggingarleyfi. Ásbjörg Ýr Einarsdóttir kt 200485-3009 og Benedikt Rúnar Egilsson kt. 080683-4729 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 6 við Birkihlíð sækja með bréfi dagsettu 29. júlí sl. um leyfi skipulags-og byggingarnefndar til að reka snyrtistofu í hluta af kjallara hússins. Framlagðir uppdrættir dagsettir í júlí sl. Erindið samþykkt.

15.Birkimelur 18 - Umsókn um utanhússklæðningu.

Málsnúmer 0908042Vakta málsnúmer

Birkimelur 18 - Umsókn um utanhúsklæðningu. Víglundur Rúnar Pétursson kt 030159-5199 og Hafdís Edda Stefánsdóttir kt. 111259-2599 eigendur einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 18 við Birkimel í Varmahlíð sækja með bréfi dagsettu 12. ágúst sl. um heimild til að einangra og klæða bílskúrinn að utan. Einangrunarefni verður plasteinangrun sem klædd verður með Serpo 261 múrkerfi. Erindið samþykkt.

16.Háahlíð 14 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908039Vakta málsnúmer

Þorsteinn Sæmundsson og Berglind Ásgeirsdóttir eigendur eignarinnar Háuhlíðar 14 á Sauðárkróki sækja með bréfi dagsettu 18. ágúst 2009 um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á lóð og umhverfi. Framkvæmdirnar eru gerð skjólveggjar og niðursetning setlaugar á lóðinni í samræmi við uppdrátt meðfylgjandi erindinu og gerður er hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Uppdrátturinn er dagsettur 19. ágúst 2009. Fyrir liggur erindi dagsett 7. júlí 2009 frá íbúum aðliggjandi lóðar, Háuhlíð 12, þar sem athugasemdir eru gerðar við framkvæmdirnar og þeim mótmælt. Með vísan í Byggingarreglugerð samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindi Þorsteins og Berglindar. Skipulags- og byggingarnefnd bendir umsækjendum á að framkvæmdir sem þessar eru umsóknarskyldar og að erindi hefði átt að berast til samþykktar áður en framkvæmdir hefjast. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

17.Flæðagerði 3 (143913) - Umsókn um eignaskiptingu

Málsnúmer 0907043Vakta málsnúmer

Flæðagerði 3 (143913) - Umsókn um eignaskiptingu. Pálmi Sveinsson kt 261148-8119, Gunnlaugur Þórarinsson kt. 200825-2929, Ludvik Rudolf Kemp kt. 221253-7369, Kristján Óli Jónsson kt. 060148-3769, Helgi Friðriksson kt. 240447-2159 og Trausti Árnason kt. 210529-2259, sækja með bréfi dagsettu 14.júlí sl. um heimild til að skipta í fjóra séreignarhluta hesthúsi sem stendur á lóðinni nr. 3 við Flæðagerði á Sauðárkróki og hefur fastanúmerið 213-2549. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 14.júlí 2007, gerðir af Ingvari Páli Ingvarssyni kt. 011072-3809. Erindið samþykkt, enda verði gerður eignaskiptasamningur sem tekur á skiptingu lóðar og húss.

18.Borgarteigur 5 - umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 0908013Vakta málsnúmer

Borgarteigur 5 - umsókn um stöðuleyfi. Bragi Þór Haraldsson kt. 080353-4219 sækir með bréfi dagsettu 10.ágúst sl. um leyfi til þess að staðsetja 8 vinnubúðagáma á lóðinni nr. 5 við Borgarteig, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti dags. 8. júlí 2009, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 73241. Óskað er eftir stöðuleyfi til 1. september 2010. Fram kemur í erindinu að gámarnir verða einungis geymdir á lóðinni en ekki nýttir sem vinnubúðir. Fyrir liggur samþykki Baldurs Haraldssonar f.h. Hendils ehf. kt. 670502-2440 sem er lóðarhafi. Erindið samþykkt.

19.Hofsóshöfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0908004Vakta málsnúmer

Hofsóshöfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Gunnar Steingrímsson hafnarvörður, fh. Skagafjarðarhafna sækir með bréfi dagsettu 31.júlí sl. um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja ónýtan stoðvegg sem stendur við norðurgarð Hofsóshafnar. Einnig sækir hann um leyfi til að byggja nýjan stoðvegg á sama stað samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 3605, númer S-101,dagsettur 14. júlí 2009. Erindið samþykkt.

20.Hólatún 3 (143453) - breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 0907009Vakta málsnúmer

Á 180. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 17. júlí sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.Hólatún 3 (143453) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Steingrímur E Felixson kt. 241262-5379 og Halldóra Hartmannsdóttir kt. 201062-5949 sækja með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 6.júlí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 3 við Hólatún um 6 metra til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarbreidd innkeyrslu 7.5 m.enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar. Með bréfi dagsettu 30. júlí ítreka umsækjendur umsóknina og óska eftir að heildarbreidd innkeyrslu verði 10 m og benda á að fordæmi er fyrir þeirri breidd á innkeyrslu í Túnahverfinu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að usækjandi sendi inn uppdrátt/afstöðumynd sem sýnir umbeðna framkvæmd.

21.Hólatún - Erindi íbúa.

Málsnúmer 0908045Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi dagsett 13. júlí sl frá íbúum í húsum nr. 3,5,6,9,10,11,12,13,14 og 15 við Hólatún um heimild til að setja stuðlabergssteina á opið svæði Sveitarfélagsins framan við Hólatún 15 á Sauðárkróki. Afgreiðslu frestað. Umbeðin staðsetning er óheppileg að mati nefndarinnar einkum m.t.t snjómoksturs.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið nánar.

22.Lambanes-Reykir lóð 146844 - Brunatjón.

Málsnúmer 0908044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirspurn frá Sigurði Inga Grímssyni verkfræðing hjá tjónasviði Sjóvár varðandi enduruppbyggingu eldisstöðvar að Lambanesreykjum eftir brunatjón. Skipulags- og byggingarnefnd mun ekki krefjast að byggingarnar verði endurbyggðar. Þess er krafist að frágangur verði með þeim hætti að ekki stafi hætta af rústunum þar til þær verði endurbyggðar eða fjarlægðar. Hvoru tveggja endurbygging eða niðurrif er umsóknarskylt.

23.Sauðárkrókur 218097, - Iðnaðarsvæði lóðarmál.

Málsnúmer 0908043Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur 218097 - Iðnaðarsvæði lóðarmál. Lagðar fram tillögur Skipulags- og byggingarfulltrúa að lóðarmörkum fyrir eftirtaldar lóðir í Iðnaðarsvæði á Sauðárkróki. Lóðina nr. 1, 1a og 3 við Borgartún og nr. 2 við Borgarflöt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna hlutaðeigandi tillögurnar og ganga frá nýjum lóðarleigusamningum.

24.RARIK - Umsókn um geymsluport.

Málsnúmer 0908041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Pétri Vopna Sigurðssyni f.h RARIK um lóð fyrir geymsluport á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.

25.Stekkjarból / Hólkot - Unadal

Málsnúmer 0908003Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 10. júní sl var eftirfarandi bókun gerð vegna umsóknar Hjálmars Sigmarssonar bónda í Hólkoti varðandi umsókn um útskiptingu á landspildu úr jörðinni, "Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um landskipti. Hjálmar Sigmarsson kt. 240419-3199, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hólkots landnúmer 146543, sækir með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 35.257 fermetra landspildu út úr framangreindri jörð. Einnig óskar hann eftir, með vísan til 6. gr. framangreindra laga, að landspildan sem verið er að stofna verði leyst úr landbúnaðarnotum. Landspildan sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitsett á framlögðum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7143, númer S-01, dagsettur 4. júní 2009. Fram kemur í erindinu að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146543. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd hefur nú borist bréf dagsett 23. júlí sl frá Hlöðver Kjartanssyni hdl fh.Svanfríðar Kjartansdóttur eigenda Stekkjarbóls þar sem ofangreindri afgreiðslu er mótmælt. Ágreiningur sé um landamerki og ofangreind afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar fái ekki staðist þar sem hluti hinnar útskiptu landspildu sé í landi Stekkjarbóls. Við afgreiðslu erindis Hjálmars í skipulags- og byggingarnefnd var auk þeirra gagna sem talin eru upp í afgreiðslunni stuðst við yfirlýsingu Hjálmars Sigmarssonar og Sigurbjörns Sigmarssonar sem staðfestu að samkvæmt kaupsamningi og afsali frá 25. júní 1950 séu landamerki rétt dregin á uppdrætti Stoðar ehf frá 30. janúar 2005. Sigurbjörn keypti umrætt land af Hjálmari 25. júlí 1950. Fram kemur í bréfi Hlöðvers Kjartanssonar hdl að óskað hafi verið eftir við Sýslumann að hann leiti sátta í málinu í samræmi við 2. mgr. 6. gr laga um landamerki nr. 41 frá 1919. Skipulags- og byggingarnefnd vísar því í samræmi við 2. mgr. 6. gr laga um landamerki nr. 41 frá 1919, erindi þessu til Sýslumanns til umsagnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera hlutaðeigandi grein fyrir afgreiðslu málsins.

Fundi slitið.