Fara í efni

Háahlíð 14 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0908039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 181. fundur - 20.08.2009

Þorsteinn Sæmundsson og Berglind Ásgeirsdóttir eigendur eignarinnar Háuhlíðar 14 á Sauðárkróki sækja með bréfi dagsettu 18. ágúst 2009 um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á lóð og umhverfi. Framkvæmdirnar eru gerð skjólveggjar og niðursetning setlaugar á lóðinni í samræmi við uppdrátt meðfylgjandi erindinu og gerður er hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Uppdrátturinn er dagsettur 19. ágúst 2009. Fyrir liggur erindi dagsett 7. júlí 2009 frá íbúum aðliggjandi lóðar, Háuhlíð 12, þar sem athugasemdir eru gerðar við framkvæmdirnar og þeim mótmælt. Með vísan í Byggingarreglugerð samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindi Þorsteins og Berglindar. Skipulags- og byggingarnefnd bendir umsækjendum á að framkvæmdir sem þessar eru umsóknarskyldar og að erindi hefði átt að berast til samþykktar áður en framkvæmdir hefjast. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.