Fara í efni

Hofsóshöfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0908004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 181. fundur - 20.08.2009

Hofsóshöfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Gunnar Steingrímsson hafnarvörður, fh. Skagafjarðarhafna sækir með bréfi dagsettu 31.júlí sl. um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja ónýtan stoðvegg sem stendur við norðurgarð Hofsóshafnar. Einnig sækir hann um leyfi til að byggja nýjan stoðvegg á sama stað samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 3605, númer S-101,dagsettur 14. júlí 2009. Erindið samþykkt.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 45. fundur - 21.09.2009

Skagafjarðarhafnir ? Hofsóshöfn. Sviðsstjóri gerði grein fyrir að þann 30.júlí sl. voru opnuð tilboð í gerð stoðveggjar og lagfæringu á aðkomu norðurgarði Hofsóshafnar. Aðeins eitt tilboð barst, frá K-tak ehf. að upphæð kr. 4.062.050.- sem var tæp 90% af kostnaðaráætlun sem var kr. 4.542.400.- Tilboði K-taks hefur verið tekið.