Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

45. fundur 21. september 2009 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður umhverfis- og samgöngunefndar
Dagskrá

1.Snjómokstur

Málsnúmer 0906068Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur ? útboð snjómokstur. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að snjómokstur á Sauðárkróki verði boðinn út á haustdögum. Sviðsstjóra var falið að vinna útboðsgögn. Fyrir fundinum liggja tillögur að útboðs- og verklýsingu vegna útboðs á snjómokstri á Sauðárkróki. Gunnar Pétursson yfirverkstjóri sat undir þessum dagskrárlið fund nefndarinnar og skýrði ásamt sviðsstjóra fyrirliggjandi gögn. Sviðsstjóra og yfirverksstjóra falið að ganga frá útboðinu.

2.Skagafjarðarhafnir- Haganesvíkurhöfnviðgerðir 2009

Málsnúmer 0909103Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? Haganesvíkurhöfn. Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim endurbótum og viðgerðum sem framkvæmdar hafa verið á Haganesvíkurhöfn í sumar í kjölfar mikilla skemmda á hafnargarðinum í óveðri þann 24. október 2008. Svæðið hefur verið hreinsað og bryggjuendinn byggður upp með grjótvörn, steinastærð að meðaltali 5 tonn. Eftir er að laga þekjuna og koma fyrir löndunarkrana á bryggjunni. Þá var lagfærð sjóvörn í Víkinni.

3.Hofsóshöfn - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0908004Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? Hofsóshöfn. Sviðsstjóri gerði grein fyrir að þann 30.júlí sl. voru opnuð tilboð í gerð stoðveggjar og lagfæringu á aðkomu norðurgarði Hofsóshafnar. Aðeins eitt tilboð barst, frá K-tak ehf. að upphæð kr. 4.062.050.- sem var tæp 90% af kostnaðaráætlun sem var kr. 4.542.400.- Tilboði K-taks hefur verið tekið.

4.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? Sauðárkrókshöfn. Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Drangey undirritað af Jakob F. Þorsteinssyni og dagsett er 9. september 2009. Erindinu er vísað til gerðar deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við að aðstöðuhús siglingaklúbbsins standi þar til gerð deiliskipulagsins er lokið. Þá getur húsið orðið að víkja.

5.Eyrarvegur 143292 - Fyrirspurn um byggingu

Málsnúmer 0909108Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ? Erindi FISK-Seafood ehf. Jón E. Friðriksson fh. Fisk-Sefood ehf sækir um heimild til að byggja aukið skrifstofu og rannsóknarrými á lóð fyrirtækisins á hafnarsvæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Sorpsíló til flokkunar á lífrænu og ólífrænu sorpi

Málsnúmer 0909084Vakta málsnúmer

Erindi frá Birgi Símonarsyni sorpsíló ehf. dagsett 15.09.2009. Erindið kynnt. Erindið varðar sorpsíló sem notkunar við flokkun á lífrænu og ólífrænu sorpi.

7.Hundahald í þéttbýli

Málsnúmer 0909110Vakta málsnúmer

Hundahald í Sveitarfélaginu. Kvartanir hafa borist vegna lausagöngu hunda á Sauðárkróki. Nefndin ætlar að skerpa reglur Sveitarfélagsins um hundahald og að auka þurfi skilvirkni og eftirfylgni með þeim. Nefndin ítrekar enn og aftur að lausaganga hunda í þéttbýli er stranglega bönnuð.

8.SATS - samtök tæknimanna sveitarfélaga

Málsnúmer 0909111Vakta málsnúmer

Haustfundur SATS og FB. Sviðsstjóri gerði grein fyrir dagskrá haustfundar SATS, FB og Samgus sem haldinn verður í Reykjavík 30. október nk.

Fundi slitið - kl. 19:00.