Fara í efni

Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 15.05.2009

Siglingaklúbburinn Drangey sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugámi norðan Suðurgarðs og heimild til að setja létta flotbryggju í sandfjöruna norðan garðsins. Sem stendur er svæðið athafna- og vinnusvæði og ekki hægt að samþykkja erindið að svo stöddu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Afgreiðsla 42. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 176. fundur - 27.05.2009

Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir. Jakob Frímann Þorsteinsson kt. 0605694019 sækir með bréfi dagsettu 10.maí sl. fyrir hönd Siglingaklúbbsins Drangey kt. 5405091230 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi norðan Suðurgarðs, og heimild til að setja létta flotbryggju í sandfjöruna norðan garðsins. Málið áður á dagskrá Umhverfis-og samgöngunefndar 15. maí sl. og þá bókað. "Sem stendur er svæðið athafna- og vinnusvæði og ekki hægt að samþykkja erindið að svo stöddu." Skipulags-og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða nánar við umsækjendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 176. fundar skipulags - og byggingarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 179. fundur - 18.06.2009

Siglingaklúbburinn Drangey óskar eftir því að fá leyfi til að setja aðstöðuhús niður tímabundið á hafnarsvæðinu.
Húsið sem um ræðir er sett saman úr allt að 4 íbúðaeiningum alls 70 m2. Í húsinu eru aðallega geymslur fyrir öryggisbúnað og bátakost klúbbsins sem ekki má geyma utan dyra, búningsklefar og félagsrými. Húsið verður sett á dregara og auðvelt verður að flytja það til eða af svæðinu gerist þess þörf. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2009.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 44. fundur - 26.06.2009

Siglingaklúbburinn Drangey óskar eftir því að fá leyfi til að setja aðstöðuhús niður tímabundið á hafnarsvæðinu. Húsið sem um ræðir er sett saman úr allt að 4 íbúðaeiningum alls 70 m2. Í húsinu eru aðallega geymslur fyrir öryggisbúnað og bátakost klúbbsins sem ekki má geyma utan dyra, búningsklefar og félagsrými. Húsið verður sett á dregara og auðvelt verður að flytja það til eða af svæðinu gerist þess þörf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stöðuleyfi til 1. september 2009. Umhverfis- og samgöngunefnd er sammála afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 44. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 146. fundur - 11.08.2009

Erindið kynnt en þar sem siglingaklúbburinn hefur aðeins stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi til 1. september 2009 er ekki hægt að taka afstöðu til þess.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009

Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 45. fundur - 21.09.2009

Skagafjarðarhafnir ? Sauðárkrókshöfn. Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Drangey undirritað af Jakob F. Þorsteinssyni og dagsett er 9. september 2009. Erindinu er vísað til gerðar deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við að aðstöðuhús siglingaklúbbsins standi þar til gerð deiliskipulagsins er lokið. Þá getur húsið orðið að víkja.

Skipulags- og byggingarnefnd - 185. fundur - 30.09.2009






    Erindi Jakobs F. Þorsteinssonar tekið til umfjöllunar. Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Drangey undirritað af Jakob F. Þorsteinssyni og dagsett er 9. september 2009. Erindinu er vísað til gerðar deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að aðstöðuhús siglingaklúbbsins standi þar til gerð deiliskipulagsins er lokið. Það getur þá orðið að víkja. Umsækjendur verða boðaðir til fundar og þeim kynnt vinna við deiliskipilagsgerð hafnarsvæðisins áður en það verður tekið til endanlegrar afgreiðslu í nefndinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009

Afgreiðsla 185. fundar skipulags og byggingarnefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009

Afgreiðsla 45. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.