Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

179. fundur 18. júní 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 1-3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902047Vakta málsnúmer

Iðutún 1-3 - Umsókn um að skila lóð. Garðar Víðir Guðjónsson kt. 230832-4559 sækir með bréfi dagsettu 10. júní sl., fyrir hönd Búhölda kt. 630500-2140 um að skila lóðinni nr. 1-3 við Iðutún. Búhöldum var úthlutað lóðinni 18. febrúar 2009. Erindið samþykkt.

2.Iðutún 5-7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902048Vakta málsnúmer

Iðutún 5-7 - Umsókn um að skila lóð. Garðar Víðir Guðjónsson kt. 230832-4559 sækir með bréfi dagsettu 10. júní sl., fyrir hönd Búhölda kt. 630500-2140 um að skila lóðinni nr. 5-7 við Iðutún. Búhöldum var úthlutað lóðinni 18. febrúar 2009. Erindið samþykkt.

3.Iðutún 9-11 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902049Vakta málsnúmer

Iðutún 9-11 - Umsókn um að skila lóð. Garðar Víðir Guðjónsson kt. 230832-4559 sækir með bréfi dagsettu 10. júní sl., fyrir hönd Búhölda kt. 630500-2140 um að skila lóðinni nr. 911 við Iðutún. Búhöldum var úthlutað lóðinni 18. febrúar 2009. Erindið samþykkt.

4.Fellstún 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 0906045Vakta málsnúmer

Fellstún 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Helgi Rafn Viggósson kt. 140683-4779, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 1 við Fellstún á Sauðárkróki óskar, með bréfi dagsettu 16. júní sl., heimildar til að breikka innkeyrslu að bílastæði við Fellstún 1. Umbeðin breikkun er til suðurs um 1,5 m, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Breikkun bílastæðis samþykkt enda verði verkið unnið á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar.

5.Ljósleiðari - Varmahlíð, Vellir.

Málsnúmer 0906046Vakta málsnúmer

Ljósleiðari - Varmahlíð, Vellir. Páll Pálsson veitustjóri sækir fyrir hönd Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 með bréfi dagsettu 15. júní sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Varmahlíð að Völlum í Vallhólmi. Fyrirhuguð lega leiðarans er sýnd á framlögðum uppdrætti nr. S-101 í verki 1029, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdráttur dagsettur 30. apríl 2009. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði framkvæmdin unnin í fullu samráði við landeigendur.

6.Gil land 203243 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0906047Vakta málsnúmer

Gil land 203243 - Umsókn um byggingarleyfi. Jens Berg Guðmundsson kt. 071242-4479 og Pálína Skarphéðinsdóttir kt. 181244-2919 sækja með bréfi dagsettu 16. júní sl., um leyfi til að breyta og byggja skála við íbúðarhúsið á Gili landnr. 203243. Framlagðir uppdrættir dagsettir 12. júní 2009 gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 7224, nr. A-100, A-101 og A-102. Erindið samþykkt.

7.Víðilundur 13-15 196140 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906048Vakta málsnúmer

Víðilundur 13-15, landnúmer 196140 - Umsókn um byggingarleyfi. Sigurlaug Gunnarsdóttir kt. 091033-2249 sækir með bréfi dagsettu 15. júní sl., um byggingar- og flutningsleyfi á frístundahúsi sem endurbyggt hefur verið á lóð trésmiðjunnar Bjarkar, Borgarteigi 9, Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Þaðan er fyrirhugað að flytja húsið á lóðina nr. 13-15 við Víðilund, landnúmer 196140 í landi Víðimels í Skagafirði. Málið hafði áður verið á dagskrá Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar 3. maí 2007. Erindið samþykkt enda liggi fyrir samþykki beggja lóðareigenda.

8.Víðibrún 1 (218259) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0904050Vakta málsnúmer

Víðibrún 1 landnúmer 218259 - Umsókn um byggingarleyfi. Sigmundur Ámundason kt. 070456-2819 sækir með bréfi dagsettu um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni nr. 1 við Víðibrún, landnúmer 218259 í landi Víðimels í Skagafirði. Framlagðir uppdrættir dagsettir 20.02.2009, gerðir af Runólfi Þ. Sigurðssyni kt. 090157-2489. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

9.Aðalgata 16 Kaffi Krókur - umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 0906044Vakta málsnúmer

Aðalgata 16 Kaffi Krókur - umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 9. maí sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Sigurpáls Þ. Aðalsteinssonar kt. 081170-5419. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Videosports kt. 470201-2150, í húsnæði Kaffi Króks ehf. kt. 511108-0630, Aðalgötu 16. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.Sólgarðaskóli - umsögn v. rekstrarleyfis

Málsnúmer 0906039Vakta málsnúmer

Sólgarðaskóli - umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 12. júní sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Maríu Guðbjargar Guðfinnsdóttur kt. 170952-4809. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í húsnæði Sólgarðaskóla. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Siglingaklúbburinn Drangey óskar eftir því að fá leyfi til að setja aðstöðuhús niður tímabundið á hafnarsvæðinu.
Húsið sem um ræðir er sett saman úr allt að 4 íbúðaeiningum alls 70 m2. Í húsinu eru aðallega geymslur fyrir öryggisbúnað og bátakost klúbbsins sem ekki má geyma utan dyra, búningsklefar og félagsrými. Húsið verður sett á dregara og auðvelt verður að flytja það til eða af svæðinu gerist þess þörf. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2009.

12.Fellstún 16 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906051Vakta málsnúmer

Vernharð Guðnason kt. 250462-7949 sækir um lóðirnar Fellstún 16 og 18 til að sameina þær og byggja á þeim einbýlishús. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Vernharð útfæri nánar hugmyndir sínar varðandi húsgerð og nýtingu svæðisins áður en nefndin tekur erindið til afgreiðslu.

13.Fellstún 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906052Vakta málsnúmer

Vernharð Guðnason kt. 250462-7949 sækir um lóðirnar Fellstún 16 og 18 til að sameina þær og byggja á þeim einbýlishús. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Vernharð útfæri nánar hugmyndir sínar varðandi húsgerð og nýtingu svæðisins áður en nefndin tekur erindið til afgreiðslu.

Fundi slitið.