Fara í efni

Ljósleiðari - Varmahlíð, Vellir.

Málsnúmer 0906046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 179. fundur - 18.06.2009

Ljósleiðari - Varmahlíð, Vellir. Páll Pálsson veitustjóri sækir fyrir hönd Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 með bréfi dagsettu 15. júní sl., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Varmahlíð að Völlum í Vallhólmi. Fyrirhuguð lega leiðarans er sýnd á framlögðum uppdrætti nr. S-101 í verki 1029, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdráttur dagsettur 30. apríl 2009. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði framkvæmdin unnin í fullu samráði við landeigendur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 179. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.