Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

146. fundur 11. ágúst 2009 kl. 09:15 - 11:35 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: María Björk Ingvadóttir Frístundastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál

Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer

Þrjú erindi samþykkt, einu erindi hafnað og einu frestað.

2.Umsókn um styrk 2009 Tómstundahópur RKÍ

Málsnúmer 0905023Vakta málsnúmer

Samþykkt að veita 230.000.- króna styrk til tómstundahóps fatlaðra enda er gert ráð fyrir þessu á fjárhagsáætlun.

3.Styrkir v. skiptinema 2009-2010.

Málsnúmer 0907034Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og beinir til Byggðaráðs að sjálfboðaliðar og skiptinemar sem hingað koma fái frístundakort sem veitir þeim aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og frístundastrætó.

4.Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum, Fljótum

Málsnúmer 0808076Vakta málsnúmer

Sundlaugin að Sólgörðum var opnuð aftur eftir lagfæringar 30. júlí og gerður verktakasamningur við Ingunni Mýrdal um rekstur laugarinnar frá 30. júlí -25. ágúst.
Borist hefur bréf frá Guðrúnu Hönnu Halldórsdóttur, íbúa í Fljótum, þar sem hún óskar skýringa og rökstuðnings á ráðningu rekstraraðila að sundlauginni í Fljótum.
Formaður leggur til að bréfinu verði vísað til sveitarstjóra til svara þar sem hann er yfirmaður starfsmanna Frístundasviðs. Jenný Inga, áheyrnarfulltrúi V.G. óskar bókað að hún mótmæli hvernig að ráðningu rekstraraðilans var staðið.

5.Skálabygging á skíðasvæðinu í Tindastóli

Málsnúmer 0906042Vakta málsnúmer

Erindi Skíðadeildar Tindastóls lagt fram til kynningar.

6.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir

Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer

Erindið kynnt en þar sem siglingaklúbburinn hefur aðeins stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi til 1. september 2009 er ekki hægt að taka afstöðu til þess.

7.Fjárhagsáætlun 2009

Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að heimila tilfærslur milli liða innan 06 málaflokksins í samræmi við fyrri tillögur nefndarinnar. Niðurstöðutala málaflokksins er eftir sem áður sú sama 253.584.000,- sem er í samræmi við samþykkta endurskoðaða fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 11:35.