Fara í efni

Stekkjarból / Hólkot - Unadal

Málsnúmer 0908003

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 181. fundur - 20.08.2009

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 10. júní sl var eftirfarandi bókun gerð vegna umsóknar Hjálmars Sigmarssonar bónda í Hólkoti varðandi umsókn um útskiptingu á landspildu úr jörðinni, "Hólkot land 1. (218446) - Umsókn um landskipti. Hjálmar Sigmarsson kt. 240419-3199, þinglýstur eigandi jarðarinnar Hólkots landnúmer 146543, sækir með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, um heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 35.257 fermetra landspildu út úr framangreindri jörð. Einnig óskar hann eftir, með vísan til 6. gr. framangreindra laga, að landspildan sem verið er að stofna verði leyst úr landbúnaðarnotum. Landspildan sem um ræðir er nánar tilgreind og hnitsett á framlögðum yfirlits og afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7143, númer S-01, dagsettur 4. júní 2009. Fram kemur í erindinu að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146543. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd hefur nú borist bréf dagsett 23. júlí sl frá Hlöðver Kjartanssyni hdl fh.Svanfríðar Kjartansdóttur eigenda Stekkjarbóls þar sem ofangreindri afgreiðslu er mótmælt. Ágreiningur sé um landamerki og ofangreind afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar fái ekki staðist þar sem hluti hinnar útskiptu landspildu sé í landi Stekkjarbóls. Við afgreiðslu erindis Hjálmars í skipulags- og byggingarnefnd var auk þeirra gagna sem talin eru upp í afgreiðslunni stuðst við yfirlýsingu Hjálmars Sigmarssonar og Sigurbjörns Sigmarssonar sem staðfestu að samkvæmt kaupsamningi og afsali frá 25. júní 1950 séu landamerki rétt dregin á uppdrætti Stoðar ehf frá 30. janúar 2005. Sigurbjörn keypti umrætt land af Hjálmari 25. júlí 1950. Fram kemur í bréfi Hlöðvers Kjartanssonar hdl að óskað hafi verið eftir við Sýslumann að hann leiti sátta í málinu í samræmi við 2. mgr. 6. gr laga um landamerki nr. 41 frá 1919. Skipulags- og byggingarnefnd vísar því í samræmi við 2. mgr. 6. gr laga um landamerki nr. 41 frá 1919, erindi þessu til Sýslumanns til umsagnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera hlutaðeigandi grein fyrir afgreiðslu málsins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 188. fundur - 14.10.2009

Stekkjarból / Hólkot. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 20. ágúst sl. Í dag liggur fyrir svar sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 29.september sl. við fyrirspurn skipulags- og byggingarnefndar, þar sem fram kemur að þegar hafi verið leitað sátta í málinu í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um landamerki nr. 41 frá 1919 og að sáttarfundi hafi verið frestað að beiðni landeigenda Stekkjarbóls. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir álit sýslumanns um að framhald málsins sé í höndum eigenda Stekkjarbóls.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 253. fundur - 20.10.2009

Afgreiðsla 188. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 253. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.