Fara í efni

Hólatún 3 (143453) - breikkun innkeyrlu.

Málsnúmer 0907009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 180. fundur - 17.07.2009

Hólatún 3 (143453) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Steingrímur E Felixson kt. 241262-5379 og Halldóra Hartmannsdóttir kt. 201062-5949 sækja með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 6.júlí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 3 við Hólatún um 6 metra til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarbreidd innkeyrslu 7.5 m.enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 486. fundur - 23.07.2009

Afgreiðsla 180. fundar skipulags- og bygginganefndar staðfest á 486. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 181. fundur - 20.08.2009

Á 180. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 17. júlí sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.Hólatún 3 (143453) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Steingrímur E Felixson kt. 241262-5379 og Halldóra Hartmannsdóttir kt. 201062-5949 sækja með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 6.júlí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 3 við Hólatún um 6 metra til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarbreidd innkeyrslu 7.5 m.enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar. Með bréfi dagsettu 30. júlí ítreka umsækjendur umsóknina og óska eftir að heildarbreidd innkeyrslu verði 10 m og benda á að fordæmi er fyrir þeirri breidd á innkeyrslu í Túnahverfinu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að usækjandi sendi inn uppdrátt/afstöðumynd sem sýnir umbeðna framkvæmd.

Skipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Málið varðar Hólatúni 3, umsókn um breikkun á innkeyrslu. Með vísan til 181 fundar skipulags og byggingarnefndar sem haldinn var fimmtudaginn 20 ágúst síðastliðinn eru hér meðfylgjandi umbeðinn gögn. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill árétta fyrri ábendingar um að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.