Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

312. fundur 20. mars 2014 kl. 16:45 - 22:22 Fundarherbergi Faxatorgi 1
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir 1. varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs í upphafi fundar, um fundaraðstöðu og fundaplan sveitarstjórnar.

Hlé var gert á fundi í ca 20 mínútur eftir afgreiðslu 655. fundargerðar byggðarráðs.

Sigurjón Þórðarson vék af fundi fyrir afgreiðslu 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

Forseti gerði tillögu um að taka 30 mínútna fundarhlé eftir afgreiðslu 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar og jafnframt var samþykkt að stytta ræðutíma í 2 mínútur.

1.Leyfi frá nefndarstörfum

Málsnúmer 1403238Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. mars 2014 frá Svanhildi Hörpu Kristinsdóttur fulltrúa VG, þar sem hún
óskar eftir áframhaldandi leyfi frá öllum nefndarstörfum fyrir Sveitafélagið Skagafjörð til loka kjörtímabils, vegna starfa utan héraðs.

Borið undir atkvæði og samþykkt með níu greiddum atkvæðum.

Sveitarstjórn þakkar henni störf í þágu sveitarfélagins.

Forseti gerir tillögu um Sigurlaugu K. Konráðsdóttur sem aðalmann í umhverfis- og samgöngunefnd og Arnþrúði Heimisdóttur sem varamann.
Björgu Baldursdóttur sem varamann í atvinnu og ferðamálanefnd.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þær því réttkjörnar.

2.Tillaga - Leikskólinn Birkilundur Varmahlíð

Málsnúmer 1403207Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsóttir fulltrúi Samfylkingar kynnti tillöguna.

Tillaga til að vinda ofan af biðlista um leikskólapláss í Varmahlíð.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gera átak til að vinda ofan af þeim biðlista sem nú er staðreynd við leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Hafin verði nú þegar vinna við að finna skammtímalausn á hvimleiðum húsnæðisvanda svo hægt verð að taka inn börn af biðlista strax næsta haust. Byggðaráði er falið að vinna að málinu í nánu samstarfi við fræðslunefnd og Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins og Akrahrepp. Haustið 2014 verði sveitarfélagið komið með skammtímalausn og biðtími foreldra á enda.

Greinargerð:
Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins og Akrahrepps hefur unnið að lausn á húsnæðisvanda leikskólans Birkilundar í Varmahlíð undanfarið ár í samvinnu við skólastjórnendur í Varmahlíð. Fram hefur komið að langur biðlisti hefur verið undanfarin ár og nú telur hann um 10 börn. Fyrir liggur tillaga nefndarinnar að starfsemi leikskólans verði færð á neðstu hæð grunnskólans í Varmahlíð og gert var ráð fyrir þeirri breytingu í fjárhagsáætlun. Tillagan var kynnt ásamt grunnteikningu að breytingum, af samstarfsnefndinni nýlega, fyrir starfsfólk leik ? og grunnskólans ásamt foreldrum barna á leikskólaaldri. Fram kom á þeim fundi að rétt væri að skoða betur möguleika og kostnað við stækkun á núverandi húsnæði leikskólans ásamt því að nánar yrði unnið með kostnaðarmat á breytingum á húsnæði grunnskólans og áhrif breytinganna á núverandi skólastarf. Samstarfsnefndin hefur nú fundað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að vinna frekar að kostnaðarútreikningum á þeim kostum sem til greina koma. Nefndin telur ekki möguleika á að leysa úr biðlista við leikskólann nema dagforeldrar fáist til starfa á svæðinu. Sú vinna sem nefndin leggur til mun taka tíma og auglýsingar og hvatning af hálfu sveitarfélagsins um að þörf sé fyrir dagforeldra á svæðinu hafa hingað til ekki dugað. Það er því komið að því að fundin sé lausn til skamms tíma á biðlista eftir leikskólaplássi í Varmahlíð jafnhliða því að áfram verði unnið að framtíðarlausn.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og Sigurjón Þórðarson, sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra.

Sigríður Svavarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps er að vinna heilshugar að lausn á húsnæðisvanda leikskólans Birkilundar í Varmahlíð. Í samstarfi við fulltrúa foreldrafélaga leik- og grunnskóla er vonast til að lausn finnist sem allra fyrst.

Sigríður Svavarsdóttir fulltrúi sjálfstæðismanna í Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins og Akrahrepps.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Jón Magnússon.

Viggó Jónsson tók til máls og gerði tillögu um að vísa tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttir og Sigurjóns Þórðarsonar til Samstarfsnefndar með Akrahreppi.

Jafnframt lagði Viggó Jónsson fram eftirfarandi bókun.

Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps hefur unnið að úrræðum til að eyða biðlistum og leysa úr húsnæðisvanda leikskólans Birkilundar um fyrirsjáanlega framtíð. Fyrir skemmstu var haldinn ágætur fundur með foreldrum og starfsfólki grunn- og leikskóla í Varmahlíð um mögulegar lausnir og í kjölfarið hefur samstarfsnefnd í samráði við fulltrúa foreldrafélaga skólanna, samþykkt að vinna að frekari kostnaðarútreikningum á þeim kostum sem til greina koma. Samhliða hefur verið unnið að einstökum lausnum, m.a. með styrk til greiðslu aupair-starfsmanns, skoðun á svokölluðu ömmuleyfi o.fl. þar til varanlegri lausnir liggja fyrir. Gangi áætlanir eftir mun biðlisti eftir leikskólaplássi hafa minnkað um 2/3 næsta haust og jafnvel gott betur. Mikil áhersla er lögð á að þessari vinnu verði hraðað sem verða má og góðar lausnir fundnar sem allra fyrst. Bent er á að um er að ræða samstarfsverkefni tveggja sveitarfélaga og því eðlilegt að málið sé unnið og leitt af samstarfsnefnd þeirra.

Viggó Jónsson,
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir,
Bjarki Tryggvason og
Bjarni Jónsson.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarki Tryggvason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs.

Tillaga Viggós Jónssonar um að vísa tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur og Sigurjóns Þórðarsonar til Samstarfsnefndar með Akrahreppi, borin undir atkvæði, og samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska eftir að bókað verði: Hörmum að ekki sé hægt að sýna vandamálum foreldra með börn á biðlista skilning og koma á lausn haustið 2014.

Bjarki Tryggvason kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun Viggó Jónssonar.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs og óskar bókað.
Flutningsmenn tillögunnar hafa ekki komið fram með neinar lausnir á biðlistavanda leikskólans Birkilundar í Varmahlíð.
Flutningsmenn hafa reynt með tillögunni að gera málið að pólitísku bitbeini inna sveitarstjórnar. Það er miður og ekki í þágu lausnar málsins.

Sigurjón Þórðarson tók til máls.

3.Tillaga um ályktun til ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 1403206Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson kynnti tillöguna.

Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsóttir sveitarstjórnarfulltrúar, leggja fram eftirfarandi tillögu að ályktun:

Ályktun til ríkisstjórnar Íslands.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að fara að óskum sjómanna og hætta við boðaða skerðingu veiðidaga á grásleppu sbr. reglugerð 72/2014, úr 32 dögum sem var í fyrra og í 20 daga.

Greinargerð:

Fækkun veiðidaga á grásleppu veldur mikilli óvissu um framtíðarrekstraröryggi smábáta. Útgerð smábáta hefur skipt umtalsverðu máli fyrir atvinnulíf Skagafjarðar og víst er að það gæti veri mun meira ef aukið frelsi væri innleitt í greinina. Hætt er við að fækkun veiðidaga valdi ekki einungis samdrætti á afla heldur hvetji til þess að sjómenn sæki frekar sjó við erfiðari aðstæður en ef tímabilið væri lengra. Ljóst er að viku ótíð á því 20 daga tímabili sem sjávarútvegsráðherra hefur skammtað, getur augljóslega haft alvarlegar afleiðingar á afkomu útgerða.

Sigurjón Þórðarson, sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur sjávarútvegsráðherra til að gæta að sjónarmiðum sjómanna og vistfræðilegum rökum hvað varðar skerðingu veiðidaga á grásleppu sbr. reglugerð 72/2014 og áhrifin sem það hefur á afkomu útgerða. Margt bendir til að allt of langt sé gengið með boðaðri skerðingu á veiðidaga grásleppu úr 32 dögum sem var í fyrra og í 20 daga. Einnig er mikilvægt að gæta að því að veiðitímabil sé ekki skert þannig að sjómenn nái að nýta útgefna veiðidaga, en veðurfar hefur oft valdið verulegum vandkvæðum og komið í veg fyrir að það náist.

Sigurjón Þórðarson tók til máls, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Viggó Jónsson.

Tillagan frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur og Sigurjóni Þórðarsyni borin undir atkvæði og felld með sex atkvæðum gegn tveimur, Bjarni Jónsson sat hjá og gerir grein fyrir atkvæði sínu, með leyfi forseta.

Breytingartillaga Viggós Jónssonar borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

4.Fundagerðir stjórnar Norðurá 2014

Málsnúmer 1401011Vakta málsnúmer

Fundargerð 54. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 26. febrúar 2014 lögð fram til kynningar á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014

5.Fundargerðir 2013 og 2014 Rætur bs.

Málsnúmer 1402355Vakta málsnúmer

Fundagerðir undirbúningsstjórnar um nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks frá 5. og 9. desember 2013, og 7. 10. 27. og 29. janúar 2014 lagðar fram til kynningar. Jafnframt eru fundargerðir frá stofnfundi Róta bs. og fundargerð 1. stjórnarfundar Róta bs. lagðar fram til kynningar á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014

6.Fundagerðir stjórnar Heilbr.eftirlist Nl.v. 2014

Málsnúmer 1401013Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. febrúar 2014 lögð fram til kynningar á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014

7.Fundagerðir stjórnar 2014 - SÍS

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar og 28. febrúar 2014 lagðar fram til kynningar á 312. fundi sveitarstjórnar þann 20. mars 2014

8.Byggðarráð Skagafjarðar - 651

Málsnúmer 1402005FVakta málsnúmer

Fundargerð 651. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

8.1.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 1402094Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 651. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum

8.2.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 651. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

8.3.Uppsetning kjörskrár og skráning kjördeilda

Málsnúmer 1402112Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 651. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

9.Byggðarráð Skagafjarðar - 652

Málsnúmer 1402011FVakta málsnúmer

Fundargerð 652. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Þórdís Friðbjörnsdóttir kvöddu sér hljóðs.

9.1.Náttúrustofa

Málsnúmer 1402258Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 652. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

9.2.Safnahús - lyfta

Málsnúmer 1402260Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 652. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

9.3.Stækkun og flutningur leikskólans Birkilundar í Varmahlíð

Málsnúmer 1402261Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 652. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

9.4.Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996 (fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður embætta lögreglustjóra og sýslumanna.)

Málsnúmer 1402259Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar bókun frá 653. fundi byggðarráðs.

Frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði, þingskjal 458 - 250. mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan sýslumannsembætta í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sbr. þingskjal 459 - 251. mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Sveitarstjórn styður því frumvarpið í meginatriðum en bendir á að mikilvægt er að samhliða verði flutt verkefni frá ráðuneytum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu til landshlutanna, þannig að leitast verði við að styrkja landsbyggðina á ný í kjölfar þjónustuskerðinga liðinna ára. Bent er á að ekkert hérað hefur þolað jafn mikla fækkun opinberra starfa á skömmum tíma og Skagafjörður.
Mikilvægt er að við svo umfangsmiklar breytingar sem hér eru lagðar til, verði náið samráð haft við sveitarfélögin um staðsetningu aðalskrifstofa sýslumanna og annarra sýsluskrifstofa, sem og hvaða þjónustu eigi að veita þar. Farið er fram á að allsherjar- og menntamálanefnd geri hér bragarbót á. Lykilatriði er að þjónusta við íbúana skerðist ekki. Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að aðrar sýsluskrifstofur verði staðsettar þar sem skrifstofur eru fyrir í dag þannig að sameining embætta dragi ekki úr þjónustu við íbúa á þeim svæðum sem hún hefur verið til staðar. Sveitarstjórn bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.

Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, þingskjal 459 - 251. mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan lögreglumála í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan sýslumannsembætta sbr. þingskjal 458 - 250. mál.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Sveitarstjórn er fylgjandi meginmarkmiði frumvarpsins um eflingu lögreglunnar og tekur undir fagleg og fjárhagsleg sjónarmið sem sett eru fram í frumvarpinu. Sveitarstjórn leggur hins vegar mikla áherslu á að haft verði samráð við sveitarfélögin um málefni lögreglunnar, og starfsemi og þjónustu lögreglustöðva. Sveitarstjórn bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.

Bjarni Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarki Tryggvason, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson.

Afgreiðsla 652. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 653

Málsnúmer 1402014FVakta málsnúmer

Fundargerð 653. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kvaddi sér hljóðs.

10.1.Hótel Varmahlíð - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402284Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

10.2.Miðgarður menningarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1402282Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

10.3.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

10.4.Fundargerðir stjórnar SSNV 2013

Málsnúmer 1301012Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.5.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014

Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

10.6.Sameining Kjalar og SFS

Málsnúmer 1402324Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 653. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 654

Málsnúmer 1403005FVakta málsnúmer

Fundargerð 654. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

11.1.Aðalfundarboð

Málsnúmer 1403067Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.2.Framboð í stjórn

Málsnúmer 1403066Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.3.Beiðni um vinnustofu í gamla barnaskóla

Málsnúmer 1402329Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.4.Afgirt hundasvæði

Málsnúmer 1403071Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.5.Skipulagsmál tengd Blöndulínu 3

Málsnúmer 1402270Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.6.Brennigerði - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402390Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

11.7.Gil land 203243 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402391Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 654. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 655

Málsnúmer 1403011FVakta málsnúmer

Fundargerð 655. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

12.1.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins til að ræða stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og áform sveitarfélagsins um hugsanlega yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs bar upp tillögu þess efnis að vísa tillögu Grétu Sjafnar til byggðarráðs.

Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.

Tillaga Jóns Magnússonar um að vísa tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað.
Þessi afgreiðsla meirihluta Vinstri grænna og Framsóknarflokks ásamt Sjálfstæðisflokks er óeðlileg og í andstöðu við hagsmuni íbúa sveítarfélagsins. Með þessu er verið að þæfa málið en eðlilegt er að sveitarstjórn lýsi strax og án undanbragða vilja sínum í málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar.

Sigriður Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.

Byggðaráð hefur óskað eftir fundi með Heilbrigðisráðherra sem byggðaráðsfulltrúar, ásamt áheyrnafulltrúum sæki fyrir hönd sveitarfélagsins. Málið verður jafnframt á dagskrá næsta byggðaráðsfundar, en byggðaráð hefur farið með málið og fylgir því eftir. Þess er að vænta að byggðaráð óski eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins, enda miklir almannahagsmunir Skagfirðinga í húfi, sem er sjálfstæði, þjónusta og starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Með því að vísa tillögunni til byggðaráðs er ekki verið að hafna tillögunni heldur þvert á móti vísa henni í þann farveg sem unnið er í gegnum byggðaráð Skagafjarðar.

Bjarni Jónsson
Bjarki Tryggvason
Jón Magnússon
Sigríður Magnúsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram örstutta bókun.
"Er ekki lífið dásamlegt".

Afgreiðsla 655. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

12.2.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 655. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

12.3.Mótun framtíðarsýnar leikskólastarfs

Málsnúmer 1403171Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 655. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

12.4.Mótun ehf

Málsnúmer 1403169Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 655. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 5

Málsnúmer 1402007FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

13.1.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017.

Málsnúmer 1402371Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.2.Tillögur og tilboð vegna markaðssetningar á Netinu

Málsnúmer 1402014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.3.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson

Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.4.Ferðakort - Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla

Málsnúmer 1402228Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.5.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.6.JEC Composites 2014

Málsnúmer 1402018Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

13.7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.Félags- og tómstundanefnd - 205

Málsnúmer 1402010FVakta málsnúmer

Fundargerð 205. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

14.1.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.2.Skákfélag Sauðárkróks - umsókn um styrk á árinu 2014

Málsnúmer 1311214Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.3.Rætur - fundagerðir þjónustuhóps 2014

Málsnúmer 1401222Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.4.Styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 1401301Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.5.Styrkumsókn - meistaranemar í verkefnastjórnun í HR í samstarfi við Samanhópinn

Málsnúmer 1401325Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.6.Styrkumsókn - starf eldri borgara Löngumýri

Málsnúmer 1311311Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.7.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2014 - Kvennaathvarf

Málsnúmer 1310298Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2014 - Stígamót

Málsnúmer 1310299Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.9.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1310015Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

14.10.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók

Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 205. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

15.Fræðslunefnd - 93

Málsnúmer 1402001FVakta málsnúmer

Fundargerð 93. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

15.1.Kjör varaformanns fræðslunefndar

Málsnúmer 1402150Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 93. fundar fræðslunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

15.2.Sumarlokanir leikskóla 2014

Málsnúmer 1310195Vakta málsnúmer

Tillaga að lokunum leikskóla sumarið 2014

Ársalir 14. júlí - 8. ágúst
Tröllaborg 30. júní til og með 8. ágúst
Birkilundur 7. júlí - 8. ágúst.

Samþykkt á 93. fundi fræðslunefndar 10. febrúar 2014 og staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

15.3.Rekstur 04 2013

Málsnúmer 1402114Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 93. fundar fræðslunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

15.4.Olweusarkönnun 2013

Málsnúmer 1402079Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 93. fundar fræðslunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

15.5.Nýsköpunarkeppni grunnskólanema 2014

Málsnúmer 1401227Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 93. fundar fræðslunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.Skipulags- og byggingarnefnd - 254

Málsnúmer 1401019FVakta málsnúmer

Fundargerð 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Jón Magnússon og Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.

16.1.Aðalgata 19 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis.

Málsnúmer 1401238Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.2.Glaumbær lóð (222026) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1401148Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.3.Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1401064Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.4.Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309381Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.5.Fellstún 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1401326Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.6.Lindargata 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1402026Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.7.Miðhús 146567 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1402064Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.8.Skipulagsstofnun - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi

Málsnúmer 1401287Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.9.Syðri-Hofdalir, lóð 3 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1402119Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.10.Syðri-Hofdalir lóð 197709 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka

Málsnúmer 1402029Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

16.11.Hóll 145979 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1402157Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

17.Skipulags- og byggingarnefnd - 255

Málsnúmer 1402012FVakta málsnúmer

Fundargerð 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Jón Magnússon, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

17.1.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Stofnlögn Sauðárkróki frá dælustöð að Sauðá

Málsnúmer 1403010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.2.Skipulagsstofnun - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi

Málsnúmer 1401287Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.3.Hofstaðasel land 179937 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1402220Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.4.Egg - Tilkynning um skógræktarsamning

Málsnúmer 1402213Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.5.Bústaðir I lóð - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1402101Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.6.Reykjarhóll 146061 - Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðar

Málsnúmer 1403064Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sex atkvæðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

17.7.Hótel Varmahlíð - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402284Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.8.Miðgarður menningarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1402282Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.9.Gil land 203243 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402391Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.10.Brennigerði - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis

Málsnúmer 1402390Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.11.Tunga 145961 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1402344Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.12.Laugarhvammur (146196)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1312175Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.13.Brautarholt lóð (220945)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1311236Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.14.Marbæli lóð 146564 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1402309Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

17.15.Brimnes 146404 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1402326Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.

18.Umhverfis- og samgöngunefnd - 95

Málsnúmer 1402009FVakta málsnúmer

Fundargerð 95. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Sigríður Magnúsdóttir og Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, kvöddu sér hljóðs.

18.1.Vegamál - ástand vega í Skagafirði

Málsnúmer 1401233Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 95. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

18.2.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Forseti leggur til að afgreiðslu málsins verði vísað til 15. liðar á dagskrá fundarins, "Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014". Samþykkt samhljóða.

18.3.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 95. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

18.4.Framkvæmdir 2014

Málsnúmer 1402314Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og óskar bókað að í fjárhagsáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum á Hólum.
Afgreiðsla 95. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

19.Veitunefnd - 5

Málsnúmer 1403003FVakta málsnúmer

Fundargerð 5. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

19.1.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

19.2.Vatnsbúskapur - Sauðárkróki

Málsnúmer 1403058Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

19.3.Vorfundur Samorku 2014

Málsnúmer 1403059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

19.4.Skoðun á jarðhita og kaldavatnsréttindum sveitarfélagins.

Málsnúmer 1403111Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

19.5.Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar - umsókn um heimæð fyrir kalt vatn.

Málsnúmer 1403084Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

20.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 24

Málsnúmer 1403008FVakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

20.1.Stækkun og flutningur leikskólans Birkilundar í Varmahlíð

Málsnúmer 1402261Vakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

21.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 25

Málsnúmer 1403004FVakta málsnúmer

Fundargerð 25. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 312. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

21.1.Stækkun og flutningur leikskólans Birkilundar í Varmahlíð

Málsnúmer 1402261Vakta málsnúmer

Fundargerð 25. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

22.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Vísað frá 95. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 26. febrúar 2014, til samþykktar í sveitarstjórn.

GJALDSKRÁ fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði.

1. gr. Sveitarfélagið Skagafjörður innheimtir gjald fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari, sbr. II. kafla í samþykkt nr. 249/2005 um fráveitur í Sveitarfélaginu Skagafirði.

2. gr. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa,samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,275% af álagningarstofni. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðistekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

3. gr.
Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa skal vera eftirfarandi:
Stærð í lítrum. Tæmingargjald kr.
Rotþró 0-2000 27.500 " 2001-4000 31.000 " 4001-6000 34.500
Innheimta skal tæmingargjald eftir að tæming hefur farið fram.
Gjald fyrir sérstaka þjónustu: Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6001 lítri skal vera 3.800 kr./m³ fyrir hverja losun.
Fjárhæð tæmingargjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota barka sem er lengri en 50 m, en sé það nauðsynlegt skal húseigandi greiða aukalega 4.300 kr. á hverja losun. Sé ekki hægt að tæma rotþró í reglubundinni yfirferð og því þurfi að fara aukaferð, skal húseigandi greiða fullt tæmingargjald auk aukagjalds sem nemur 50% af tæmingargjaldi. Ef húseigandi óskar eftir aukatæmingu á rotþró skal hann greiða sem nemur einu og hálfu tæmingargjaldi fyrir þá losun.

4. gr. Gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hverskonar samningsveði og aðfararveði.

5. gr. Gjaldskrá þessi er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar xx. mars 2014 og staðfestist hér með, samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum og 11. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr.1069/2006. Samþykkt af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra 7. janúar 2014

Endurskoðuð gjaldskár fyrir fráveitu og tæmingu rótþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 22:22.