Fara í efni

Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 3. fundur - 17.12.2013

Tilboð frá Frumherja í leigu á rennslismælum lagt fram til kynningar en fyrir liggur að það þarf að skipta út mælum á Hofsósi og Hólum auk þess sem rætt hefur verið um að mælavæða aðra þéttbýlisstaði í Skagafirði. Sviðstjóra falið að vinna drög að tímaáætlun vegna mælavæðingar sem lögð verður fyrir næsta fund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 4. fundur - 04.02.2014

Atli Gunnar Arnórsson, frá Verfræðistofunni Stoð, kynnti drög að útboðslýsingu vegna útboðs á mælaleigu.
Í útboði er gert ráð fyrir leigu á rúmlega 1.600 mælum til að mæla notkun á heitu vatni. Uppsetningu mæla er skipt í 4 áfanga og er gert ráð fyrir að uppsetning mæla klárist árið 2017.
Nefndin samþykkir að láta útboðið fara fram á grundvelli fyrirliggjandi útboðslýsingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 311. fundur - 12.02.2014

Afgreiðsla 4. fundar veitunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 5. fundur - 10.03.2014

Tilboð í mælaleigu voru opnuð 6. mars sl. og bárust eftirfarandi tilboð;
Löggilding ehf 1.117.031
Tékkland ehf 1.544.655
Frumherji hf 836.918

Lægsta tilboð var frá Frumherja og var óskað eftir frekari gögnum frá þeim í samræmi við útboðsgögn.
Atli Gunnar frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir gögnin og gerir ekki athugasemdir við faglega getu bjóðanda en leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að yfirfara ársreikninga.
Nefndin leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að leggja mat á ársreikninga lægstbjóðanda.
Sviðstjóra falið að ganga frá samningi við Frumherja um mælaleigu ef úttekt endurskoðanda gefur ekki tilefni til annars.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 17. fundur - 22.04.2015

Lögð var fram til kyningar auglýsing vegna mælavæðingar í þéttbýliskjörnum í Skagafirði.
Mælauppsetningu er lokið á Hólum og Hofsósi og langt komin í Varmahlíð.
Á næstu vikum hefst uppsetning mæla á Sauðárkróki þar sem byrjað verður á Hlíða- og Túnahverfi. Áætlað er að setja upp um 400 mæla á Sauðárkróki ár hvert og að verkinu verði lokið fyrir árslok 2017.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 17. fundar veitunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 23. fundur - 18.02.2016

Farið var yfir stöðu mála í mælauppsetningu í þéttbýliskjörnum í Skagafirði.
Búið er að setja upp í allt um 650 mæla.
Uppsetningu mæla er lokið á Hofsósi, í Varmahlíð og á Hólum og búið er að setja upp um 240 mæla á Sauðárkróki.
Áætlaður heildarfjöldi mæla eru um 1.620.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 23. fundar veitunefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 18.05.2016

Uppsetning mæla á Sauðárkróki hefur gengið vel og er uppsetningu lokið í Túnahverfi. Uppsetning er hafin í Hlíðarhverfi og fer á fullt aftur með haustinu. Uppsetningu mæla á að vera lokið næsta vor.
Lesið verður af stærri mælum (25mm og stærri) mánaðarlega eftir uppsetningu nýrra mæla. Reikningar stærri notenda verða því samkvæmt raunnotkun hvers mánaðar í stað áætlunar áður. Með þessu móti geta stærri viðskiptavinir Skagafjarðarveitna fylgst betur með raunnotkun sinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 18.11.2016

Farið var yfir stöðu mælavæðingar þéttbýlis og niðurstöður álestra af nýjum mælum.