Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

310. fundur 22. janúar 2014 kl. 16:00 - 19:14 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Hlé var gert á fundi kl. 16:56
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri vék af fundi eftir afgreiðslu 6. liðar.

Fundur hófs aftur kl. 17:53
Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, staðgengill sveitarstjóra, tók sæti á fundinum.

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Glaumbær - deiliskipulag

Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Glæsibær land 5 (221929) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1311209Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Bæklingur fyrir almenning - Skipulag byggðar og mótun umhverfis - Hvernig getur þú haft áhrif?

Málsnúmer 1312275Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Könnun á landnotkun í dreifbýli

Málsnúmer 1401034Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Skipulags- og byggingarnefnd - 253

Málsnúmer 1401006FVakta málsnúmer

Fundargerð 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Sauðárkrókshöfn deiliskipulag 2014

Málsnúmer 1401135Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 253. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

3.Umhverfis- og samgöngunefnd - 92

Málsnúmer 1312008FVakta málsnúmer

Fundargerð 92. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

3.1.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

3.2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

3.3.Umsagnarbeiðni, frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1312124Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 92. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

4.Umhverfis- og samgöngunefnd - 93

Málsnúmer 1401008FVakta málsnúmer

Fundargerð 93. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

4.1.Sauðárkrókshöfn deiliskipulag 2014

Málsnúmer 1401135Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 93. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.Veitunefnd - 3

Málsnúmer 1312007FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

5.1.Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði

Málsnúmer 1312140Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.2.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.Úrsögn úr fræðslunefnd

Málsnúmer 1401120Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Úlfari Sveinssyni þar sem hann óskar eftir úrsögn úr fræðslunefnd. Sveitarstjórn verður við erindi Úlfars og þakkar honum góð störf í þágu fræðslumála.
Forseti gerir tillögu um Björgu Baldursdóttur í stað Úlfars. Fleiri tillögur bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.

7.Ályktun til ríkisstjórnar Íslands

Málsnúmer 1401205Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls kynnti eftirfarandi tillögu.

Ályktun til ríkisstjórnar Íslands

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á ríkisstjórn Íslands að kynna sér forsendur þess að Norðmenn gáfu veiðar smábáta frjálsar um síðustu áramót með þeim hætti að allir bátar sem hafa veiðileyfi og eru undir 11 metrum mega veiða óheft hvaða fisktegund sem er. Góð reynsla strandveiða sýnir að aukið frelsi til veiða eflir líf í sjávarbyggðum og engin spurning er um að atvinnulíf á Hofsósi,í Fljótum og á Sauðárkróki tæki fjörkipp ef veiðar smábáta yrðu gefnar frjálsari. Einföldun regluverks mun einnig koma nýjum sprota í atvinnulífi Skagafjarðar mjög til góða þ.e. plastbátagerðinni Mótun ehf, sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lagt umtalsverða fjármuni í.

Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur mikilvægt fyrir stjórnvöld að kynna sér hvaða forsendur Norðmenn gáfu sér til að auka veiðar smábáta og hvað aðrar þjóðir gera til að styðja við hinar dreifðu byggðir landsins. Öflug byggðastefna ásamt skynsamlegri nýtingu auðlinda lands og sjávar er grundvöllur þess að landið sé og verði allt í byggð.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson

Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Viggó Jónsson, tóku til máls.

Breytingartillagan borin undir atkvæði. Samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tillaga um könnun á launakjörum Skagfirðinga

Málsnúmer 1401206Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi Samfylkingar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Tillaga um könnun á launakjörum skagfirðinga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gera könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.

Greinargerð:
Síðasta áratug hefur orðið umtalsverð breyting á á íbúasamsetningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt verulegri íbúafækkun, eldri borgurum hefur fjölgað og fækka hefur í hópi yngra fólks og ungra fjölskyldna.
Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi sem gleggsta mynd af þeim þáttum sem hafa áhrif á búsetuval ungs fólks til að sporna við frekari þróun í þessa átt. Ein skýring sem hefur verið nefnd til sögunnar á þessari þróun er fækkun starfa á vegum ríkisins en einnig er vert að huga að launakjörum íbúa samanborið við það sem annars staðar býðst. Auðvelt ætti að vera að gera könnun í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga á kjörum starfsmanna sveitarfélagsins í hinum ýmsu starfsgreinum ásamt því að leita eftir samvinnu við félög launþega og atvinnurekenda til þess að fá skýra mynd af launakjörum á almennum vinnumarkaði s.s. ófaglærðs verkafólks, iðnaðarmanna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sveitarstjóra að athuga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvort, eða með hvað hætti hægt sé að framkvæma könnun á launakjörum skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og óskaði eftir að gert yrði stutt hlé á fundi.

Fundur hófst aftur fáeinum mínútum síðar.
Tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur og Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði. Tillagan var felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.

Breytingartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Menningarráð - fundargerðir stjórnar 2013

Málsnúmer 1301017Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 18. október 2013 og fundargerð stjórnar frá 27. nóvember 2013 lagðar fram til kynningar á 310. fundi sveitarstjórnar.

10.Fundagerðir stjórnar 2014 - Menningarráð Nl. vestra

Málsnúmer 1401012Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 7. janúar 2014 lögð fram til kynningar á 310. fundi sveitarstjórnar.

11.Fundagerðir stjórnar Heilbr.eftirlist Nl.v. 2014

Málsnúmer 1401013Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 7. janúar 2014 lögð fram til kynningar á 310. fundi sveitarstjórnar.

12.Samb. ísl. sveitarfélaga - fundargerðir stjórnar 2013

Málsnúmer 1301013Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. nóvember og 13. desember 2013 lagðar fram til kynningar á 310. fundi sveitarstjórnar.

13.Unglingalandsmót 2014

Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer

Unglingalandsmótsnefnd 2014 annarsvegar og Sveitarfélagið Skagafjörður hins vegar gera með sér eftirfarandi samning um framkvæmd 17. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki dagana 1. -3. ágúst 2014.

Samningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

14.Byggðarráð Skagafjarðar - 647

Málsnúmer 1401002FVakta málsnúmer

Fundargerð 647. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

14.1.Styrkbeiðni - endurnýjun á sáluhliði

Málsnúmer 1312252Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.2.Tillaga um breytingu á reglum um húsnæðismál

Málsnúmer 1312061Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar tillögu þá sem lögð var fram á 647. fundi byggðarráðs, svohljóðandi.

Um er að ræða einföldun á þeim reglum sem fyrir eru hjá sveitarfélaginu til hægðarauka fyrir leigusala og leigutaka. Mun einföldunin hafa óveruleg áhrif á leigutaka. Í þeim reglum sem fyrir eru og fulltrúi Frjálslyndra og óháðra samþykkti í sveitarstjórn, er vísitölutenging svo það er engin nýjung í reglunum.

Undir hana rita: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir.

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.3.Erindi fyrir byggðaráð

Málsnúmer 1401006Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra ítrekar tillögu sína, sem lögð var fram á 647. fundi byggðarráðs svohljóðandi.

"Byggðarráð óskar eftir viðræðum við forráðamenn Öldunnar - stéttarfélags og FISK seafood ehf. til þess að fá upplýsingar um hvaða ástæður liggja að baki fjöldauppsögnum sjómanna á togaranum Örvari SK-2 og áhrif boðaðra breytinga á útgerð á launagreiðslur til sjómanna og almenns fiskverkafólks."

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.4.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun.
Það algera áhugaleysi sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands undir forystu Framsóknarflokksins sýna málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki er vægast sagt sláandi. Fyrir síðustu Alþingiskosningar blésu þingmenn núverandi stjórnarflokka sig út og þóttust vera á móti niðurskurði og vanhugsuðum skipulagsbreytingum HS. Núna eftir Alþingiskosningar þá heyrist ekki múkk frá fyrrgreindum þingmönnum sem nú skarta sumir hverjir ráðherranafnbót, þrátt fyrir að það vofi yfir stofnuninni að vera lögð niður í núverandi mynd.


Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.5.Sýslumannsembættið á Sauðárkróki

Málsnúmer 1301008Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.6.Rekstrarupplýsingar 2013

Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.Byggðarráð Skagafjarðar - 648

Málsnúmer 1401011FVakta málsnúmer

Fundargerð 648. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.

15.1.Atvinnuástand í héraði

Málsnúmer 1401163Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.2.Nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 1311336Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lýsti yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

15.3.Alexandersflugvöllur

Málsnúmer 1401165Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir framkomnar hugmyndir um að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir millilandaflug.

Fagaðilar hafa bent á mikilvægi þess að fjölga varaflugvöllum á Íslandi í stað flugvallarins í Glasgow en slíkt myndi spara flugrekstraraðilum verulega fjármuni á hverju ári og auka öryggi flugfarþega. Þessu til stuðnings má nefna að þegar millilandaflug lá niðri vegna gossins í Eyjafjallajökli var Alexandersflugvöllur opinn. Með auknum fjölda erlendra ferðamanna til Íslands er mikilvægt að hægt verði að tryggja komu og brottför þeirra til og frá landinu. Lendingarskilyrði á Alexandersflugvelli eru ein þau bestu á landinu sem tryggja að völlurinn er opinn nær alla daga ársins sem myndi auka öryggi farþega og flugrekstraraðila verulega. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á íslensk stjórnvöld að hefjast strax handa við þá vinnu að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.4.Reykjastrandavegur

Málsnúmer 1401164Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.5.Endurgerð gamalla húsa á Sauðárkróki

Málsnúmer 1312267Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3

Málsnúmer 1312014FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

16.1.Rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi

Málsnúmer 1312238Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.2.Ósk um framlengingu á samningi um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 1306018Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.3.Bifröst - samningur um rekstur

Málsnúmer 1310252Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.4.Miðlun tækni- og nýsköpunar

Málsnúmer 1312240Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.5.Vísanir í skagfirska listamenn

Málsnúmer 1312241Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 4

Málsnúmer 1401014FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.

17.1.Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga 2013

Málsnúmer 1401186Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.2.Safnapassi

Málsnúmer 1401187Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.3.Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók

Málsnúmer 1401190Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.4.Starfsemi Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð 2013

Málsnúmer 1401188Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.5.Framleiðsla kynningarefnis

Málsnúmer 1309286Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.Félags- og tómstundanefnd - 203

Málsnúmer 1401010FVakta málsnúmer

Fundargerð 203. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

18.1.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.2.Unglingalandsmót 2014

Málsnúmer 1309211Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.3.Vinateymisfundur

Málsnúmer 1401046Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.4.Hús frítímans - nýting haustið 2013

Málsnúmer 1401085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.5.Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi.

Málsnúmer 1401167Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.6.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók

Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 203. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.Landbúnaðarnefnd - 170

Málsnúmer 1401005FVakta málsnúmer

Fundargerð 170. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

19.1.Styrkbeiðni - framkvæmdir við aðstöðuhús Skarðarétt

Málsnúmer 1311113Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 170. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.2.Endurgreiðsla vegna minkaveiða

Málsnúmer 1312254Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 170. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

20.Skipulags- og byggingarnefnd - 252

Málsnúmer 1312011FVakta málsnúmer

Fundargerð 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 310. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

20.1.Héraðsdalur 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 1310209Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

20.2.Heiði 145935 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1307103Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

20.3.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:14.