Fara í efni

Erindi fyrir byggðaráð

Málsnúmer 1401006

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 647. fundur - 09.01.2014

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðarráð óskar eftir viðræðum við forráðamenn Öldunnar - stéttarfélags og FISK seafood ehf. til þess að fá upplýsingar um hvaða ástæður liggja að baki fjöldauppsögnum sjómanna á togaranum Örvari SK-2 og áhrif boðaðra breytinga á útgerð á launagreiðslur til sjómanna og almenns fiskverkafólks."
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að hafa samband við viðkomandi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra ítrekar tillögu sína, sem lögð var fram á 647. fundi byggðarráðs svohljóðandi.

"Byggðarráð óskar eftir viðræðum við forráðamenn Öldunnar - stéttarfélags og FISK seafood ehf. til þess að fá upplýsingar um hvaða ástæður liggja að baki fjöldauppsögnum sjómanna á togaranum Örvari SK-2 og áhrif boðaðra breytinga á útgerð á launagreiðslur til sjómanna og almenns fiskverkafólks."

Afgreiðsla 647. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.