Fara í efni

Könnun á landnotkun í dreifbýli

Málsnúmer 1401034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 252. fundur - 08.01.2014

Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Birni H. Barkarsyni þar sem m.a. kemur fram að Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026. Verkefni hópsins felast m.a. í eftirfarandi:
1. Að afla upplýsinga og setja fram yfirlit um landkosti á Íslandi, áform helstu geira á sviði landnotkunar, þróun landnotkunar í dreifbýli síðustu ár og líklega þróun landnotkunar á næstu árum miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir.
2. Að gera grein fyrir því hvernig leggja megi mat á sjálfbærni landnýtingar fyrir mismunandi landnotkun, setja fram tillögur um viðmið og draga saman yfirlit yfir mælikvarða sem nýta má í þeim tilgangi. Fylgjandi erindinu er spurningarlisti. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.