Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

252. fundur 08. janúar 2014 kl. 09:15 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Héraðsdalur 2 - deiliskipulag

Málsnúmer 1310209Vakta málsnúmer

Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 30. október 2013 var tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Héraðsdalur 2 í Skagafirði auglýst samkvæmt 1.mgr. 41 gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins frá 6. nóvember til 20 desember 2013. Enfremur var deiliskipulagstillagan aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Frestur til að skila athugasemdum við tillöguna rann út kl 12 á hádegi föstudaginn 20 desember 2013. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að deliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.

2.Heiði 145935 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1307103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Þórsgarðs ehf varðandi deiliskipulag frístundabyggðar við Lambá í landi Heiðar í Gönguskörðum. Skipulags- og byggingarnefnd hefur jákvæða afstöðu til málsins og samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á erindi Þórsgarðs ehf.

3.Sauðárkrókshöfn - deiliskipulag.

Málsnúmer 0804086Vakta málsnúmer

Rætt um deiliskipulag hafnarinnar. Samþykkt að óska eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd varðandi skipulag hafnarsvæðisins.

4.Glaumbær - deiliskipulag

Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagsmál við gamla bæinn í Glaumbæ. Samþykkt að óska eftir viðræðum við hagsmunaaðila á svæðinu.

5.Glæsibær land 5 (221929) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1311209Vakta málsnúmer

Friðrik Stefánsson, kt. 200140- 7619 eigandi jarðarinnar Glæsibær landnúmer 145975 í Skagafirði sækir um heimild til skipta jörðinni, stofna land 5 í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 70942 dags. 12. nóvember 2013. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Glæsibær landnr. 145975. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145975. Enn fremur óska eftirtaldir þinglýstir eigendur landaspildna úr landi Glæsibæjar sem liggja að landi 5 eftir staðfestingu á nýrri hnitsetningu landamerkja sinna og samþykkja jafnframt stofnun lands 5. Breyting á merkjum er vegna nákvæmari hnitsetningar og leiðréttinga til að stærð landspildna sé skv. fyrri samþykktum og skráningu í fasteignaskrá. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

6.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lögð fram til kynningar drög að samþykkt um búfjárhald innan þéttbýlisstaða í Sveitarfélaginu Skagafirði. Umsögn frestað til næsta fundar.

7.Bæklingur fyrir almenning - Skipulag byggðar og mótun umhverfis - Hvernig getur þú haft áhrif?

Málsnúmer 1312275Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bæklingur sem Skipulagsstofnun hefur gefið út fyrir almenning. ?Skipulag byggðar og mótun umhverfis - Hvernig getur þú haft áhrif "

8.Könnun á landnotkun í dreifbýli

Málsnúmer 1401034Vakta málsnúmer

Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Birni H. Barkarsyni þar sem m.a. kemur fram að Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026. Verkefni hópsins felast m.a. í eftirfarandi:
1. Að afla upplýsinga og setja fram yfirlit um landkosti á Íslandi, áform helstu geira á sviði landnotkunar, þróun landnotkunar í dreifbýli síðustu ár og líklega þróun landnotkunar á næstu árum miðað við fyrirliggjandi áform og áætlanir.
2. Að gera grein fyrir því hvernig leggja megi mat á sjálfbærni landnýtingar fyrir mismunandi landnotkun, setja fram tillögur um viðmið og draga saman yfirlit yfir mælikvarða sem nýta má í þeim tilgangi. Fylgjandi erindinu er spurningarlisti. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 10:20.