Fara í efni

Glæsibær land 5 (221929) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1311209

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 252. fundur - 08.01.2014

Friðrik Stefánsson, kt. 200140- 7619 eigandi jarðarinnar Glæsibær landnúmer 145975 í Skagafirði sækir um heimild til skipta jörðinni, stofna land 5 í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 70942 dags. 12. nóvember 2013. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Glæsibær landnr. 145975. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145975. Enn fremur óska eftirtaldir þinglýstir eigendur landaspildna úr landi Glæsibæjar sem liggja að landi 5 eftir staðfestingu á nýrri hnitsetningu landamerkja sinna og samþykkja jafnframt stofnun lands 5. Breyting á merkjum er vegna nákvæmari hnitsetningar og leiðréttinga til að stærð landspildna sé skv. fyrri samþykktum og skráningu í fasteignaskrá. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 252. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.