Fara í efni

Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309381

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 247. fundur - 09.10.2013

Herdís Lilja Káradóttir kt. 130871-4889 og Steingrímur Óskarsson kt. 120272-4709 eigendur parhúsaíbúðar að Jöklatúni 7 sem stendur á lóðinni númer 5-7 við Jöklatún á Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 30. september sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsið og vegna byggingar bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir af umsækjendum og eru þeir dagsettir 30. september sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir gögnum til að geta grenndarkynnt erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 247. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum

Skipulags- og byggingarnefnd - 254. fundur - 12.02.2014

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9.10.2013, þá óskað frekari gagna. Eigendur parhúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Jöklatún á Sauðárkróki leita umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða bygging bílskúrs á lóðinni samtengdu íbúðarhúsi. Meðfylgjandi gögn dagsett 3.2.2014.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 257. fundur - 23.04.2014

Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9. október 2013 og 21. febrúar 2014. Á fundi nefndarinnar 21. febrúar sl var eftirfarandi bókað: ?Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9.10.2013, þá óskað frekari gagna. Eigendur parhúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Jöklatún á Sauðárkróki leita umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða bygging bílskúrs á lóðinni samtengdu íbúðarhúsi. Meðfylgjandi gögn dagsett 3.2.2014. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.?
20 mars sl. var eigendum húsa við Jöklatún 1, 2, 3, 4, 5, 6, og 8, ásamt eigendum húsa við Laugatún nr.2, 4, 6, 8, 10 og 12, grenndarkynnt erindið, ekki hafa borist umsagnir eða athugasemdir frá þessum aðilum. Byggingarreitur samþykktur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum