Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

247. fundur 09. október 2013 kl. 09:00 - 10:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ásgeirsbrekka 146402 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1308033Vakta málsnúmer

Ágúst Guðmundsson kt. 231155-2449 sækir fyrir hönd Reykja í Hjaltadal ehf kt.441207-2120 , sem er eigandi jarðarinnar Ásgeirsbrekka um leyfi til þess að skipta 11,9 ha. landspildu út úr jörðinni og stofna landið Ásgeirsbrekka land-C. Framlagður hnitsettur yfirlits og afstöðuuppdráttur gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi kt. 011265-3169, gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er númer 1310 dagsettur 15. júlí 2013. Innan þess lands, sem verið er að skipta úr jörðinni standa eftirtalin mannvirki, matshlutar. 02 Íbúð. 11 Viðbygging/íbúðarh. 03 Fjós með áburðarkj. 06 Hlaða m/ súgþurrkun. 08 Mjólkurhús. 09 Geymsla. 10 Blásarah/súgþurrkun. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146402 Erindið samþykkt.

2.Hesteyri 2 - Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 1307164Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd tók þessa umsókn um lóðarstækkun fyrir á fundi sínum 8. ágúst sl. og vísað til skipulags-og byggingarnefndar með eftirfarandi bókun : ?Lögð var fram til umsagnar umsókn frá Marteini Jónssyni, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirðinga, um stækkun lóðar og stækkun byggingarreits Kjarnans að Hesteyri 2. Umsótt lóðarstækkun kemur fram á uppdrætti frá Stoð ehf sem dagsettur er 12.06.2013. Umsótt stækkun byggingarreits eru 560 ferm, reitur við vélaverkstæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.Lóð 16 á Nöfum, Kirkjugarður - Umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 1309119Vakta málsnúmer

Pétur Pétursson kt. 090345-4009 sækir fh. Sauðárkrókskirkju kt. 560269-7659 um stækkun kirkjugarðsins á Nöfum um 626,0 m². Lóðin ber heitið , Lóð 16 á Nöfum og hefur landnúmer 218111. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur gerir grein fyrir umbeðinni stækkun garðsins. Uppdrátturinn er í verki númer 64024, nr. S01, dagsettur 19.9.2013. Erindið samþykkt.

4.Lóð 16 á Nöfum, Kirkjugarður - fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1307156Vakta málsnúmer

Baldvin Kristjánsson kt 220444-3929 sækir fh. Sauðárkrókskirkju kt. 560269-7659 um að fá samþykktan byggingarreit fyrir aðstöðuhús á Lóð 16 á Nöfum við kirkjugarð (218111) Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur og er hann í verki númer 64023, nr. S01, dagsettur 26.7.2013. Erindið samþykkt.

5.Sólgarðar í Fljótum 146780 - beiðni um stofnun lóðar

Málsnúmer 1305031Vakta málsnúmer

Með vísan til erindis sveitarfélagsins Skagafjarðar sem dagsett er 10. maí 2013 til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og svars ráðuneytisins sem dagsett er 11. júní 2013 samþykkir skipulags-og byggingarnefnd stofnun lóðarinnar Sólgarðar lóð, sem fengið hefur landnúmerið 221774. Lóðin er 2.680,4 m² stofnuð úr landinu/lóðinni Sólgarðar 146780. Hnitsettur uppdráttur unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur gerir grein fyrir afmörkun lóðarinnar. Uppdrátturinn er í verki númer 56196, nr. S-101 og er hann dagsettur 2. september 2013. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar.

6.Keldudalur lóð 194449 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 1309121Vakta málsnúmer

Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309 sækir fh. Kristínar Ólafsdóttur kt. 280636-3989 um breytta notkun einbýlishúss sem stendur á lóðinni Keldudalur lóð, landnúmer 194449 fastanúmer eignar 214-2439. Sótt er um að húsið verði samþykkt sumarhús / frístundarhús. Erindið samþykkt.

7.Suðurbraut 10 - Umsókn um uppskiptingu eignar.

Málsnúmer 1309109Vakta málsnúmer

Ari Sigurðsson kt 110533-4469 sækir fh. Sælands ehf. kt. 460504-3090 sem er eigandi fasteignar með fastanúmerið 214-3677 og stendur á lóðinni númer 10 við Suðurbraut á Hofsósi (landnr lóðar 146665) um leyfi til að skipta eigninni í tvo séreignarhluta. Framlagðir uppdrættir dagsettir 25.4.2005 gerðirá T-ark teiknistofu gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið.

8.Dalatún 1 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1309057Vakta málsnúmer

Halldór Hlíðar Kjartansson 251072-5319 Steinunn Hulda Hjálmarsdóttir 220974-4999 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Dalatún á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar og Umhverfis-og samgöngunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,0 metra breikkun til norðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags - og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um útfærslu.

9.Héraðsdalur 2 (172590) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1307154Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 7. ágúst sl., þá bókað.
?Jesper Lyhne Bækgaard kt. 260779-3039, f.h. Dan-Ice Mink ehf. kt. 480610-0830 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Héraðsdals 2 (landnr. 172590) í Skagafirði, sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir minkaskála í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 767101, dags. 25.07. 2013. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir.?
16. ágúst leitaði skipulags-og byggingarfulltrúi umsagnar Skipulagsstofnunar varðandi fyrirhugaða framkvæmd. Skipulagsstofnun svaraði erindinu með bréfi dagsettu 5. september sl. Í svari Skipulagsstofnunar kom fram það álit stofnunarinnar að vinna þurfi deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Með bréfi dagsettu 16. september sl., óskar skipulags-og byggingarfulltrúi eftir rökstuðningi Skipulagsstofnunar á þeirri afgreiðslu. Í dag liggur fyrir bréf Skipulagsstofnunar dagsett 26. september 2013 þar sem stofnunin áréttar fyrri afgreiðslu um að gera þurfi deiliskipulag fyrir búið. Umsækjanda hefur verið kynnt sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að vinna skuli deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Í samræmi við 38. og 40. grein Skipulagslaga heimilar Skipulags- og byggingarnefnd að landeigandi láti vinna deiliskipulag vegna framkvæmdarinnar. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda.

10.Borgarfell 146151 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1309148Vakta málsnúmer

Björk Sigurðardóttir kt. 210744-2079 eigandi jarðarinnar Borgarfells, landnúmer 146151, leitar umsagnar skipulags-og byggingarnefndar um hvort 56,4m² sumarhús með fastanúmerið 214-0939 sem stendur á framangreindri jörð fengist samþykkt sem íbúðarhús. Fram kemur í erindi Bjarkar að taki nefndin jákvætt í erindið verði í samræmi við gildandi reglur skilað inn til byggingarfulltrúa uppdráttum sem gera grein fyrir breyttri notkun og breyttri innangerð hússins. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

11.Marbæli lóð 146564 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka

Málsnúmer 1309225Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi Rósu Bergsdóttur kt. 080442-2899, eiganda jarðarinnar Marbæli, landnúmer 146562 og lóðarinnar Marbæli lóð, landnúmer 146564, þar sem hún óskar eftir staðfestingu skipulagsyfirvalda á afmörkun framangreindrar lóðar. Framlagður hnitsettur yfirlits - og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldsyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7408-01, nr. S101 og er hann dagsettur 23. ágúst 2013. Einnig skrifar undir umsóknina Hólmfríður Björnsdóttir kt 240680-3869, lóðarhafi lóðarinnar Marbæli lóð landnúmer 146564. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

12.Marbæli lóð 146564 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1309226Vakta málsnúmer

Hólmfríður Björnsdóttir kt 240680-3869, lóðarhafi lóðarinnar Marbæli lóð landnúmer 146564, Óslandshlíð í Skagafirði, sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir frístundahús á lóðinni. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr.7408-01, nr S102, dags. 23.08. 2013. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir.

13.Deplar (146791)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309092Vakta málsnúmer

Gunnar Sólnes hrl. kt. 120340-3369 fh. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 sem er eigandi jarðarinnar Depla (146791) í Fljótum sækir, með bréfi dagsettu 7 október 2013, um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi jarðarinnar. Einnig er sótt um að breyta notkun ibúðarhúss og að aðlaga það að starfsemi veiði og gistiskála. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Loga Má Einarssyni arkitekt og eru þeir dagsettir 3. september 2013. Þá er sótt um að fá að rífa hlöðu á jörðinni, matshluta 06. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun íbúðarhúss og niðurrif á hlöðu.

14.Haustfundur félags byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 1309384Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir haustfundi félags byggingarfulltrúa sem haldinn var í Reykholti í Borgarfirði dagana 19 og 20 sept sl.

15.Samráðsfundur Mannvirkjastofnunar og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1309385Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir samráðsfundi Mannvirkjastofnunar og byggignarfulltrúa sem haldinn verður í Reykjavík dagana 17. og 18. október nk. Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi sæki fundinn.

16.Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309381Vakta málsnúmer

Herdís Lilja Káradóttir kt. 130871-4889 og Steingrímur Óskarsson kt. 120272-4709 eigendur parhúsaíbúðar að Jöklatúni 7 sem stendur á lóðinni númer 5-7 við Jöklatún á Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 30. september sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsið og vegna byggingar bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir af umsækjendum og eru þeir dagsettir 30. september sl. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir gögnum til að geta grenndarkynnt erindið.

17.Ketilás Félagsheimili - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1308020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefaníu Leifsdóttur kt.21065-3909, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum kt. 680911-0530 um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Félagsheimilið Ketilás. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 8. ágúst sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

18.Víðigrund 7B (143838) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Guðmundar Þórs Guðmundssonar kt. 200857-5269, f.h. eignasjóðs Sveitafélags Skagafjarðar kt. 550698-2349, dagsett 16. júlí 2013. Umsókn um leyfi til að fjarlægja geymsluskúr af lóð leikskólans Ársalir við Víðigrund númer 7b, Sauðárkróki. Einnig sótt um byggingarleyfi fyrir nýju garðhúsi á lóðinni. Umbeðin leyfi veitt 6. ágúst 2013.

19.Borgarmýrar-gróðurstöð(143927)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Guðmundar Þórs Guðmundssonar kt. 200857-5269, f.h. eignasjóðs Sveitafélags Skagafjarðar kt. 550698-2349, dagsett 16. júlí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir geymsluskúr á lóð garðyrkjustöðvarinnar við Borgarmýrar, landnúmer 143927. Skúrinn sem um ræðir stendur í dag á lóð númer 7b við Víðigrund á Sauðárkróki. Leyfi veitt 6. ágúst 2013.

20.Beingarður lóð 1 (221582)- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1307135Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Indriða Þórs Einarssonar f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu kt. 681212-0350, dagsett 23. júlí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir dæluhúsi á lóðinni Beingarður lóð 1, landnúmer 221582. Húsið var byggt á lóð Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra númer 26 við Skagfirðingabraut og stendur í dag á athafnarsvæði Skagafjarðarveitnanna við Borgarteig 15 á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 25. júlí 2013.

21.Egg lóð 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1305268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Indriða Þórs Einarssonar f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu kt. 681212-0350, dagsett 28. maí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja dæluhús á lóðinni númer 27 við Borgarflöt á Sauðárkróki, ásamt því að byggja undirstöður fyrir húsið á lóðinni Egg lóð 2, landnúmer 221581, og koma húsinu á þær undirstöður. Byggingarleyfi veitt 18. júní 2013.

22.Grundarstígur 1-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ásgeirs H. Aðalsteinssonar kt. 030768-4779 og Huldu Gunnarsdóttur 280668-4199 dagsett er 23. maí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja gróðurhús á lóðinni númer 1 við Grundarstíg. Byggingarleyfi veitt 19. ágúst 2013.

23.Reykjarhólsvegur 16B - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn frú Ingibjargar Sigurðardóttur kt. 190251-4119 og Rögnvaldar Árnasonar kt. 021150-3049, dagsett er 15. ágúst 2013. Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni númer 16b við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Húsið hefur verið byggt á lóðinni númer 7 við Borgarteig á Sauðárkróki og verður flutt þaðan á framangreinda lóð. Byggingarleyfi veitt 16. ágúst 2013.

24.Ytri-Ingveldarstaðir (145944) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308159Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Sveins Þ. Úlfarssonar kt. 310877-5499, dagsett 13. ágúst 2013. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á jörðinni Ytri - Ingveldarstaðir (145944). Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Leyfi veitt 29. ágúst 2013.

25.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingar- og stöðuleyfisumsókn Björns Björnssonar kt. 270251-4399 f.h. tréiðnaðar- deildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra dagsett 21. ágúst 2013. Umsókn um stöðu- og byggingarleyfi fyri fuglaskoðunarskýli á lóðinni númer 26 við Skagfirðingabraut. Skýlið verður byggt fyrir Blönduósbæ. Leyfi veitt 9. september 2013.

26.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 1308242Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Stöðuleyfisumsókn Ingileifar Oddsdóttur kt. 091264-3159, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra dagsett 27. ágúst 2013. Umsókn um leyfi til að staðsetja efnisgeymslu/gám á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra númer 26 við Skagfirðingabraut. Leyfi veitt 11. september 2013.

27.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1309060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingar- og stöðuleyfisumsókn Ingileifar Oddsdóttur kt. 091264-3159, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Péturs Péturssonar kt. 090345-4009, f.h. Sauðárkrókskirkjugarðs dagsett 26. ágúst 2013. Umsókn um stöðu- og byggingarleyfi fyri aðstöðuhúsi á lóðinni númer 26 við Skagfirðingabraut. Fyrirhugað hús verður byggt fyrir Sauðárkrókskirkjugarð. Leyfi veitt 24.9.2013.

28.Naustavík (209137)- Umsókn um flutning húss af lóð.

Málsnúmer 1308202Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Stefán Friðriksson kt. 020673-3629 sækir um fh. Dýralæknaþjónustu Stefáns Friðrikssonar ehf. kt. 470703-2020 um að fá að fjarðlægja íbúðarhús, MHL 01, með fastanúmerið 231-6734 af lóðinni Naustavík (209137), Fljótum í Skagafirði. 28. ágúst sl. samþykkti skipulags-og byggingarfulltrúi að húsið yrði fjarlægt af lóðinni.

29.Glæsibær (145975) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1308094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðriks Stefánssonar kt. 200140-7619 og Ragnheiðar E. Björnsdóttur kt. 1912474699 dagsett 19. ágúst 2013. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir aðstöðuhúsi fyrir Dýralæknaþjónustu Stefáns Friðrikssonar ehf. kt. 470703-2020 í landi jarðarinnar Glæsibær landrn,145975. Húsið sem um ræðir verður flutt af lóðinni Naustavík (209137), Fljótum í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 28. ágúst 2013.

30.Skálá 146583 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1308251Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Magnúsar Péturssonar kt. 200256-5739 dagsett 29. ágúst 2013. Umsókn um leyfi fyrir breytingum/endurbótum og breyttri notkun á fjárhúsi og áburðarkjallara sem standa á jörðinni Skálá í Sléttuhlíð, landnúmer 146583. Fyrirhugað er að breyta húsinu geldneytafjós. Byggingarleyfi er veitt af skipulags- og byggingarfulltrúa 1. október 2013.

31.Skúfsstaðir 146486 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1306198Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þorsteins Axelssonar kt. 020268-5499 dagsett 18. júní 2013. Umsókn um leyfi til að byggja kálfafjós við núverandi fjós á jörðinni Skúfsstaðir (146486), í Hjaltadal. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 3. september 2013.

Fundi slitið - kl. 10:15.