Fara í efni

Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Málsnúmer 1403170

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 655. fundur - 13.03.2014

Undir þessum dagskrárlið kom Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki til viðræðu um málefni stofnunarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins til að ræða stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og áform sveitarfélagsins um hugsanlega yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar.

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs bar upp tillögu þess efnis að vísa tillögu Grétu Sjafnar til byggðarráðs.

Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.

Tillaga Jóns Magnússonar um að vísa tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað.
Þessi afgreiðsla meirihluta Vinstri grænna og Framsóknarflokks ásamt Sjálfstæðisflokks er óeðlileg og í andstöðu við hagsmuni íbúa sveítarfélagsins. Með þessu er verið að þæfa málið en eðlilegt er að sveitarstjórn lýsi strax og án undanbragða vilja sínum í málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar.

Sigriður Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.

Byggðaráð hefur óskað eftir fundi með Heilbrigðisráðherra sem byggðaráðsfulltrúar, ásamt áheyrnafulltrúum sæki fyrir hönd sveitarfélagsins. Málið verður jafnframt á dagskrá næsta byggðaráðsfundar, en byggðaráð hefur farið með málið og fylgir því eftir. Þess er að vænta að byggðaráð óski eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins, enda miklir almannahagsmunir Skagfirðinga í húfi, sem er sjálfstæði, þjónusta og starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Með því að vísa tillögunni til byggðaráðs er ekki verið að hafna tillögunni heldur þvert á móti vísa henni í þann farveg sem unnið er í gegnum byggðaráð Skagafjarðar.

Bjarni Jónsson
Bjarki Tryggvason
Jón Magnússon
Sigríður Magnúsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram örstutta bókun.
"Er ekki lífið dásamlegt".

Afgreiðsla 655. fundar byggðaráðs staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 656. fundur - 27.03.2014

Lögð fram svohljóðandi tillaga sem vísað var til byggðarráðs frá 312. fundi sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins til að ræða stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og áform sveitarfélagsins um hugsanlega yfirtöku þess á rekstri heilbrigðisstofnunarinnar."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 657. fundur - 03.04.2014

Undir þessum dagskrárlið komu Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigðistofnunarinnar Sauðárkróki og Örn Ragnarsson yfirlæknir heilsugæslusviðs til viðræðu um stofnunina og starfsemi hennar. Bjarki Tryggvason sveitarstjórnarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs
Afgreiðsla 656. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 657. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 658. fundur - 10.04.2014

Umræður um fund sem sveitarstjórnarmenn áttu með þingmönnum Norðvesturkjördæmis, 7. apríl s.l., um starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 658. fundar byggðaráðs staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim.

Sveitarfélagið Skagafjörður er í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með samningi við Sjúkratryggingar Íslands og mikilvægt er að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á þær viðræður, sem er ekki lokið.

Byggðarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014

Friðfinnur Hermannsson kom á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi málefni Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 669. fundur - 21.08.2014

Byggðarráð ítrekar bókun sína frá 667. fundi þann 11. júlí 2014:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim.
Sveitarfélagið Skagafjörður er í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með samningi við Sjúkratryggingar Íslands og mikilvægt er að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á þær viðræður, sem er ekki lokið.
Byggðarráð brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekaði bókun byggðarráðs:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar mótmæli sín og harmar setningu reglugerðar heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Sameiningin er þvert gegn vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun mun veita þeim.
Sveitarfélagið Skagafjörður er í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki með samningi við Sjúkratryggingar Íslands og mikilvægt er að setning reglugerðarinnar hafi ekki áhrif á þær viðræður, sem er ekki lokið.
Sveitarstjórn brýnir fyrir stjórnvöldum að hlusta á og virða vilja íbúa við setningu laga og reglugerða.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
Undirrituð mótmælir þeirri gríðarlegu aðför sem verið er að gera einni veigamestu grunnstoð samfélagsins í Skagafirði, heilbrigðisstofnuninni. Sameining heilbrigðisstofnana á Norðurlandi er þvert á vilja íbúa Skagafjarðar, enda er algjör óvissa um hvaða þjónustu ný stofnun sem tekur til starfa 1. október n.k. mun veita. Undirrituð harma setningu nýrrar reglugerðar um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, sem sett er af heilbrigðisráðherra í Ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Framsóknarflokki.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, K-lista Skagafjaðar
Bjarni Jónsson, Vg og óháðir

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og óskaði eftir að fá að verða meðflutningsmaður þessarar bókunar. Þá tók Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar til máls og lagði til að öll sveitarstjórnin stæði að framangreindum bókunum. Var það samþykkt með níu atkvæðum.

Afgreiðsla 699. fundar byggðarráðs staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 671. fundur - 11.09.2014

Málefni og framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki rædd.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá fund við fyrsta tækifæri með Jóni Helga Björnssyni, nýjum forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.
Afgreiðsla 671. fundar byggðaráðs staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 674. fundur - 23.10.2014

Bjarni Jónsson kom til fundar kl. 09:33.
Undir þessum dagskrárlið kom Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, og ræddi þær breytingar sem hafa orðið og koma til með að verða, eftir að þessi nýja stofnun var sett á laggirnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 674. fundar byggðaráðs staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.