Fara í efni

Syðri-Hofdalir, lóð 3 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1402119

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 254. fundur - 12.02.2014

Trausti Kristjánsson kt. 070153-2709 eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala (landnr. 146421) Viðvíkursveit í Skagafirði, óskar heimildar til þess að stofna lóð 3 (222113) í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S14 í verki nr. 10174. og er hann dagsettur 31. janúar 2014. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja dælustöð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar. Einnig er sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Syðri-Hofdalir landnr. 146421. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146421. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.