Fara í efni

Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Stofnlögn Sauðárkróki frá dælustöð að Sauðá

Málsnúmer 1403010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 255. fundur - 05.03.2014

Skagafjarðarveitur hitaveita. kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að endurnýja stofnlögn hitaveitu frá tengibrunni við dælustöð á Sauðármýrum til norðurs að festu skammt austan Sauðárkróksbrautar, nærri brú á Sauðá. Lega lagnarinnar er sýnd á uppdráttum í teikningahefti merktu Hitaveitan á Sauðárkróki Stofnlögn í Sauðármýri Endurnýjun 2014. Nýja lögnin verður foreinangruð stálpípa, DN300 með plastkápu ø450 mm. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf af Atla Gunnari Árnasyni dagsettir 24.02.2014. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014

Afgreiðsla 255. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.